Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 22

Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 22
sé sjálfstæður seðlabanki, náði það ekki fram að ganga fyrr en eftir nærri því fjögurra áratuga deilur, en þær hófust skömmu eftir 1920. Hvað eftir annað á þessu tímabili votu gerðar tillögur um stofnun seðlabanka, en þær strönduðu annars vegar á því, að menn töldu þetta of kostnaðarsamt, en hins vegar á eindreginni andstöðu Landsbankans. Jafn- skjótt og þessi breyting var gerð hjöðnuðu hins vegar deilurnar, og er óhætt að segja, að enginn ágreiningur sé lengur um það, ekki einu sinni á milli bankastjórna Seðla- bankans og Landsbankans, að þessi loka- skipting Landsbankans í viðskiptabanka ann- ars vegar og seðlabanka hins vegar hafi ver- ið til stórkostlegrar bótar. Það yrði of langt mál að ræða hér hlut- verk og starfsemi Seðlabankans nema í ör- fáum atriðum. Auk þess að annast seðlaút- gáfu og vera banki hinna bankanna er hann aðalgjaldeyrisbanki þjóðarinnar og á að varð- veita gjaldeyrisforða hennar og vaka yfir því, að ríkið og bankarnir geti ætíð staðið við skuldbindingar sínar erlendis. Jafnframt er Seðlabankinn banki ríkisins og annast hvers konar bankaþjónustu, sem ríkissjóður þarf á að halda. En hann er ekki aðeins viðskipta- banki ríkisins ,heldur gegnir hann mikilvægu hlutverki í almennri stjórn efnahagsmála, og hlýtur þannig að eiga mjög náið samstarf við ríkisvaldið hverju sinni. Nú er það eitt einkenni bankakerfisins á Islandi, að hér eru þrír stærstu viðskipta- bankarnir í eigu ríkisins, auk Seðlabankans. Engu að síður eru tengsli Seðlabankans við ríkisvaldið miklu nánari en hinna ríkisbank- anna, enda er hann eini bankinn, sem bein- línis ætlazt er til með lögum, að hagi stefnu sinni í meginatriðum í samræmi við stefnu ríkisvaldsins hverju sinni. Þessi afstaða milli ríkisins annars vegar og Seðlabankans hins vegar er í rauninni óumflýjanleg, enda hefur hún í aðalatriðum orðið hin sama í öllum löndum heims. Þótt Seðlabankinn sé sjálf- stæð stofnun og hljóti að sjálfsögðu að standa fast á skoðunum sínum og stefnu, er áreiðan- lega óhugsandi til lengdar, að bankinn geti rekið allt aðra stefnu í efnahagsmálum held- ur en þá, sem mörkuð er af ríkisstjórn og Alþingi. Milli þessara aðila verður því með gagnkvæmum umræðum og skoðanaskiptum að nást samkomulag, er tryggi sæmilegt sam- ræmi í heildarstefnu efnahagsmálanna. Hitt er í rauninni athyglisverðara, að ríkis- valdið skuli ekki hafa beinni afskipti af starfsemi viðskiptabankanna heldur en raun ber vitni. Segja má, að ríkisvaldið hafi í fram- kvæmd litlu meiri möguleika til þess að segja ríkisbönkunum fyrir verkum, heldur en hverju öðru fyrirtæki í landinu. Þetta þýðir ekki, að þeir séu óháðir stjórnmálalegum áhrifum, enda eru bankaráð þeirra kjörin af Alþingi. Það sem ég á við er eingöngu, að ríkisvaldið hefur enga sérstaka aðstöðu eða löglegan rétt til að ætlast til þess, að ríkis- bankarnir framfylgi stefnu hennar í efna- hagsmálum. I þessu efni er í raun enginn mismunur á milli ríkisbankanna og einka- bankanna. Þetta fyrirkomulag er ekki ein- stakt hér á landi, bæði á Frakklandi og á Ítalíu, þar sem margir bankar eru í eign ríkisins, starfa þeir sem sjálfstæðar stofnanir alveg á hliðstæðan hátt og einkabankarnir. Af þessu leiðir alls ekki, að ég álíti ríkis- bankana undanþegna þjóðfélagslegri ábyrgð, enda eru þeir í gegnum bankaráð sín ábyrg- ir gagnvart Alþingi, sem getur með lögum sagt þeim fyrir verkum. Eg á hins vegar við það, að áhrif efnahagsmálastefnu ríkisvalds- ins hverju sinni, t. d. á útlán viðskiptabank- anna eru ekki bein, heldur eiga þau sér stað í gegnum fjármálastefnu ríkissjóðs og pen- ingamálastefnu Seðlabankans, en þetta hvort tveggja á þátt í því að ákveða hve mikið 20 BANKABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.