Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 27

Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 27
Skákþáttur Skáklíf Landsbanka íslands rann áfram í líkum farveg og það hefur gert nú hin síð- ustu árin. Bankamót var ekkert haldið og munu margir eflaust sakna hinna góðu gömlu daga, þegar hægt var að halda 14 manna mót hér í bankanum. Þó voru haldin nokkur hraðskákmót, þótt þátttaka væri mis- jöfn. Mesti viðburðurinn í skáklífi bankans var þó stofnanakeppnin, en þar átti Landsbank- inn tvær sveitir. I A-sveitinni tefldu þessir menn: 1. borð Jóhann Sigurjónsson, 2. borð Hilmar Viggósson, 3. borð Björgvin Guð- mundsson, 4. borð Helgi Guðmundsson. I B-sveitinni voru Ari Guðmundsson, Karl Hallbjörnsson, Baldur Olafsson, Ingi R. Björnsson og Skúli Sigurgrímsson. Fyrir- komulag stofnanakeppninnar var með þeim hætti, að skipt var í tvo 20 manna riðla og þar tefldar 6 umferðir eftir Monrad-kerfi. Báðar sveitir Landsbankans lentu í A-riðl- inum. I 1. umferð lenti A-sveit Landsbankans gegn Lögreglusveitinni, og vann bankinn með 3V2-V2- Þá lentum við í 2. umferð gegn Utvegsbankanum og gerðum jafnt, 2:2. Voru þau úrslit all hagstæð fyrir okkur, því Is- landsmeistarar áranna 1966 og ’67 sám þar á tveim efsm borðum. I 3. umferð lent- um við gegn Sveinsbakaríi og fengum Wi'- V2. Þar með höfðum við náð efsta sætinu í bili, en því miður stóð sú sæla ekki lengi. Við gerðum þó jafntefli við Veðurstofuna, 2:2, en töpuðum því næst stórt gegn Raf- orkumálaskrifstofunni með Guðmund Pálma- son í broddi fylkingar. Þó áttum við það versta eftir, síðustu umferðina gegn Búnað- arbankanum. Þar náðum við V2 vinning og féllum niður í 8. sæti með 13 vinninga. B- sveitin fékk 10þi vinning og 13. sætið. Þeir fengu slæmt tap gegn A sveit Hreyfils, voru núllaðir út í þeirri umferð, en sótm sig síð- an í 2 síðustu umferðunum. Sigurvegari í keppninni varð samkvæmt venju A sveit Búnaðarbankans með 16V2 vinning. Hrað- skákmótið sem fylgdi í kjölfarið vann Bún- aðarbankinn einnig, fékk 37 V2 vinning, 51/2 vinning meira en næsta sveit. I hraðskákinni lenti Landsbankinn í 4. og 9. sæti. Þá má nefna Hreyfilskeppnina, en þar hefur verið teflt á 30 borðum mörg undan- farin ár. Nú brá hinsvegar svo við, að mæt- ingar skákmannanna voru það lélegar, að borðafjöldinn hrapaði niður í 23. Unnu bank- arnir með 14:9. Er þetta óneitanlega hrörn- unarmerki á þessari skemmtilegu keppni, og væri óskandi að á næsta ári yrði teflt aftur á hinum lögboðnu 30 borðum. Keppnin fór fram í boði Hreyfils og hófst með borð- haldi, að venju var allt höfðinglega frambor- ið og róma bankamenn allar móttökur. Jóhann Orn Sigurjónsson. GLEÐILEG JÓL! Farsœlt nýtt ár! &fvann£erys6rœóur BANKABLAÐIÐ 25

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.