Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 33

Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 33
maður Danska bankamannasambandsins á- varp. Flutti hann þinginu kveðjur danskra bankamanna. Lýsti ánægju yfir að fá tæki- færi til að heimsækja Island. Gerði í stuttu máli grein fyrir þeim málum, sem nú væru efst á baugi í Danmörku og varðaði banka- fólk. Þar bar hæst að sjálfsögðu væntanlega samninga, sem voru á næsta leiti við dönsku bankana. Lauk hann máli sínu með árnaðar- óskum til íslenzkra bankamanna. Að loknu fundarhléi var aftur tekið til starfa og reikningar og skýrsla gjaldkera teknar fyrir. Nefndarálit. Stefán Pálsson, Búnaðarbankanum, gerði grein fyrir störfum allsherjarnefndar og hefði aðalverkefnið verið að sameinast um tillögu um laugardagslokun á sumri komanda. Þar sem ólík sjónarmið væru um framkvæmd þess máls, vegna mismunandi afgreiðslutíma bankanna. Þetta hefði tekizt eins og fram kæmi í tillögum þeim, sem nefndin legði fram og fulltrúunum hefðu verið afhentar og kvaðst hann vona að þingið gæti orðið einhuga um afgreiðslu þeirra. Þingið af- greiddi nefndarálitið umræðulítið og með samhljóða atkvæðum. Þar til kom að 6. lið um laugardagslokunina. Umræður urðu miklar um þann lið nefndarálitsins og voru þar ekki allir á einu máli. Málefnalega voru þó allir sammála um laugardagslokunina, en ræðumenn deildu um, hvort hér væri ekki um of miklar fórnir að ræða fyrir ákveðna starfshópa í sumum bönkunum, ef hin upp- runalega tillaga samvinnunefndar bankanna um laugardagslokun, næði fram að ganga. Ekki færri en tólf ræður voru fluttar og má með sanni segja, að sjaldan hefir verið jafn líflegt yfir mönnum í ræðustól á þingum bankamanna. Oðum leið á fundartímann og klukkan sjö um kvöldið skyldi árshátíð bankamanna haldin í Lído. Fundarhlé voru gerð á störfum þingsins, ef unnt væri að fá samkomulag um tillögu. Þegar sýnt var, að þingstörfum myndi ekki ljúka, kom fram dagskrártillaga, sem samþykkt var samhljóða: „Þar sem ljóst er að þingstörfum verður ekki lokið á tilsetmm tíma, þá er þingfund- um frestað til mánudags í trausti þess að samkomulag finnist um tillögu 6. liðs alls- herjarnefndar." Árshátíð hankamanna. Arshátíð bankamanna var að þessu sinni haldin í sambandi við þing SIB og var hún sett í Lido kl. 7.30 af formanni SÍB, Sig- urði Erni, bauð hann gesti og samstarfsmenn velkomna til hófsins. Meðal gesta voru flest- ir bankastjórar bankanna, þingfulltrúar, svo og nokkrir úr hópi elztu starfandi banka- manna. Hátíðin hófst með sameiginlegu borðhaldi. Aðalræðu kvöldsins flutti Einar Agústsson, bankastjóri. Þá var mikið sungið og ýmis önnur atriði til gamans gerð. Tveir úr hópi gamalla forusmmanna SIB voru heiðraðir og sæmdir merki sambandsins úr gulli, en þeir voru: Þorgils Ingvarsson, fyrrverandi formaður SIB, og Sigurður Gutt- ormsson, fyrrverandi formaður Starfsmanna- félags Utvegsbankans. Sigurður Orn Einars- son, formaður SIB, afhenti heiðursmerkin, ásamt skrautrimðu heiðursskjali. Rakti hann í smtm máli störf þessara heiðursmanna, en þeir þökkuðu með smtm ávarpi. Arshátíðin fór hið bezta fram og skemmtu menn sér vel og lengi, máske var það hið eina sem á skyggði, að heldur var um of fámennt á hófinu. A mánudag kl. 17 e. h. hófust þingfund- ir. Var þar tiltekið, sem frá var horfið á laugardag og rætt um tillögur þær sem fyrir lágu um laugardagslokun. Umræður hófust með ræðu Gunnlaugs Björnson, Utvegsbank- BANKABLAÐIÐ 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.