Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 40

Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 40
Bridgeþáttur I vor lauk sveitakeppni í bridge á vegum Sambands íslenzkra bankamanna, sem var háð eftir tveggja ára hlé, í hinum glæsilegu nýju húsakynnum S.I.B. að Laugavegi 103. Þátttaka að þessu sinni var góð eða 8 sveitir alls, þ. á m. 2 frá Búnaðarbankanum, 2 frá Landsbankanum, 1 frá Samvinnubankanum, 2 frá Seðlabankanum og 1 frá Utvegsbank- anum. Sigurvegari að þessu sinni var A-sveit Bún- aðarbankans með 38 stig, en hana skipa: Anna Þórarinsdóttir, Edda Svavarsdóttir, Guðjón Jóhannsson, Jón Sigurðsson, Margrét Þórðardóttir, Tryggvi Pétursson. I öðru sæti var A-sveit Seðlabankans með 37 stig, og í þriðja sæti B-sveit Búnaðar- bankans með 30 stig. Stemmningin var góð meðal spilamanna, og voru margir skemmtilegir leikir háðir. Nokkur óvissa var um sigurvegarann til síð- ustu umferðar. Það vildi svo skemmtilega til, að í síðustu umferð spiluðu saman A-sveit Búnaðarbankans og A-sveit Seðlabankans, en þær sveitir höfðu mesta sigurmöguleika. Búnaðarbankinn spilaði vel og hafði tölu- vert yfir í hálfleik, og þó að Seðlabankamenn tækju sig á í síðari hálfleik, dugði það ekki og sigraði Búnaðarbankinn með 5 gegn 1. Keppnin var, eins og fyrr er sagt, háð í fyrsta sinn í hinum nýju húsakynnum S.I.B. að Laugavegi 103, og er það til mikilla hagsbóta fyrir bankamenn almennt að hafa eigið húsnæði fyrir félagsstarfsemina. Þau ánægjulegu tíðindi gerðust að Sam- vinnubankamenn tóku nú þátt í fyrsta sinni 38 BANKABLAÐIÐ í bridgekeppni S.Í.B., og er það mín einlæg von að þeir slái ekki slöku við, heldur mæti fílefldir á vori komanda til að hefna sín á hinum bönkunum. Landsbankinn spilaði að þessu sinni langt undir getu og stafaði það af „manneklu". Það er talið öruggt að ekki er hægt að ná verulegum árangri hjá liði sem er í vand- ræðum með mannskap og alltaf að láta menn spila sem eru óvanir saman. Ef Landsbank- inn læknar þessa meinsemd, spái ég því að hann taki 1. eða 2. sæti í bridgekeppni S.Í.B. á næsta ári. Félagsstarfsemi bankamanna er af mjög skornum skammti og bridgekeppni S.Í.B. er viðleitni til að auka hana, og um leið tæki- færi fyrir starfsmenn bankanna að kynnast betur. Það er mín einlæg ósk að bankamenn láti ekki sitt eftir liggja og styðji félagsstarfsemi S.Í.B. af heilum hug. Bankarnir eiga marga góða bridgemenn sem spila bridge heima hjá sér reglulega. Þetta fólk vil ég hvetja eindregið til að veita sínu viðkomandi starfsmannafélagi lið og gefa kost á sér til að spila bridge fyrir hönd viðkomandi banka í hinni árlegu sveita- keppni Sambands íslenzkra bankamanna. R. S. í byrjun sept. 1967 var haldin Tvímenn- ingskeppni í bridge á vegum Sambands ísl. bankamanna. Sigurvegarar urðu þau Lilja Guðnadóttir og Jón Friðsteinsson frá Seðla- bankanum með 399 stig. Nr. 2, Guðjón—Sigríður frá Búnaðarbank- anum með 381 stig og nr. 3, Bragi—Jakob frá Utvegsbankanum með 367 stig. Þátttakendur voru færri en búizt var við (20 pör) og voru frá Búnaðarbankanum, Landsbankanum, Seðlabankanum og eitt par frá Utvegsbankanum.

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.