Bankablaðið - 01.12.1967, Side 47

Bankablaðið - 01.12.1967, Side 47
P. G. Bergström framkvæmdastjóri N.B.S. Á síðastliðnu vori þann 6. maí átti P. G. Bergström framkvæmdastjóri Norræna bankamannasambandsins sextugsafmæli. Það má með sanni segja að P. G. Berg- strom tilheyri ekki aðeins Svíþjóð, heldur öll- um Norðurlöndum. Það eru áreiðanlega fáir sem vinna betur og af meiri áhuga að sam- norrænum málefnum en hann. Við getum glaðzt yfir að hann skyldi fást til að taka að sér þetta viðamikla starf að vera fram- kvæmdastjóri NBS samhliða sínu aðalstarfi en hann er framkvæmdastjóri Sænska banka- mannasambandsins eins og flestir vita. Ekki munu hér taldar upp vegtyllur og margháttuð störf P. G. því ef það yrði reyr(? mundi áreiðanlega margt gleymast. En P. G. er sérstæður persónuleiki sem ekki gleymist þeim sem honum hafa kynnzt. I ræðustól er hann kröftugur og skemmtilegur enda hefur hann mikil á þá sem á hann hlusta. P. G. hefur heimsótt Island nokkrum sinn- um bæði meðan hann var formaður sænska Sigurður Örn scemir P. Bergström gullmerki S.Í.B. sambandsins og eins eftir að hann tók við núverandi starfi. Samstarf okkar íslenzkra bankamanna við hann hefur ávallt verið með afbrigðum gott og eigum við honum margt gott upp að unna. Því var það að SIB ákvað að sæma hann gullmerki sambandsins, og af- henti varaformaður sambandsins, Sigurður Orn Einarsson, það á afmælisdaginn. Með þessari síðbæru afmæliskveðju ósk- um vér að gæfa og gengi fylgi honum í starfi hans um alla framtíð. Fréttir úr Seðlabankanum Nokkrar stöðubreytingar urðu í Seðla- bankanum á s.l. sumri. Jón G. Maríasson lét af störfum 31. júlí, í hans stað var skipaður Davíð Olafsson fiskimálastjóri. Björn Tryggvason var skipaður aðstoðarbankastjóri við Seðlabankann, Sigurður Orn Einarsson skrifstofustjóri og Stefán G. Þórarinsson að- stoðar aðalféhirðir. Af vettvangi félagsmála má geta þess, að Torfi Olafssyni var veittur kynnisfararstyrk- ur, fór hann til Rússlands og dvaldi þar í tvo mánuði við leik og nám. Skúli Sigurgrímsson fór á námsstyrk ársins 1966 til Englands og Danmerkur. Starfsmannafélagið sendi tvo fulltrúa, þá Sighvat Jónasson og Sveinbjörn Hafliðason, til Stokkhólms á sameiginlegan fund starfs- mannafélaga Seðlabankanna á Norðurlönd- um. Grétar Áss Sigurðsson dvaldi í 6 vikur hjá Finnlandsbanka nú í haust, og hófst þar með þátttaka Seðlabankans í skiptivinnu nor- rænna Seðlabanka. Starfsmannafélagið efndi, sem áður, til tveggja daga sumarferðalags, ennfremur var á s.l. vori farin hópferð til skoðunar á fram- kvæmdum við Búrfellsvirkjun. BANKABLAÐIÐ 45

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.