Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 6

Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 6
séu ráðnir til starfa og um kjör þeirra fari eftir kjarasamningum stéttarfélaga, þá geti ákvæðin um verkfallsbann átt við um þá. Ef litið er yfir allt það, sem að framan hefur verið greint, er niðurstaða sú, að banka- menn hafi venjulegan samningsrétt um laun sín og önnur starfskjör. Starfsmenn rík- isbankanna hafi hins vegar ekki verkfalls- rétt. Sú spurning hlýtur að rísa, þegar þessi mál eru rædd, hvað sé framundan í þessum málum. A síðasta Alþingi var lagt fram frum- varp til laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Frumvarp þetta var samið af fimm manna nefnd, sem skipuð var af fjármálaráðherra, tveir nefndarmanna þó eftir tilnefningu BSRB. Ekki varð nefnd þessi að öllu leyti sammála. Bankamönnum var ekki boðið að nefna mann eða menn í nefnd þessa, var þó um mál þeirra fjallað. I 1. gr. frumvarps þessa segir, að það eigi við alla þá, sem skipaðir séu, settir eða ráðnir til starfs í þágu ríkisins með föstum launum. Þá er þar skýrgreint, að með orðalaginu „í þágu ríkisins" sé átt við allar stofnanir og fyrirtæki, sem lúta stjórn, er forsetinn eða ráðherra skipi, eða kjörin sé að einhverju leyti af Alþingi, eða starfi með öðrum hætti á ábyrgð íslenzka ríkisins, án tillits til fjár- hagslegs sjálfstæðis þeirra, þar með taldir ríkisbankar, svo og þau fyrirtæki með ótak- markaðri ábyrgð, sem eru eign ríkisins að hálfu eða meiru. Hér er beint tekið fram, að starfsmenn ríkisbankanna falli undir ákvæði laganna. Líklega fellur Iðnaðarbankinn ekki hér und- ir, sbr. það sem áður sagði um hann. I frum- varpi þessu er gert ráð fyrir, að starfskjörum sé á margan veg öðruvísi háttað, en banka- menn hafa samið um við bankaráðin. I IV. kafla frumvarpsins er fjallað um launagreiðsl- ur. Þar segir, að laun skuli eigi vera lægri en ákveðið er í samningum samkvæmt lög- um nr. 55/1962, um kjarasamninga opin- berra starfsmanna. Verður þetta að skiljast svo, að launin geti verið hærri. Frumvarp þetta dagaði uppi á síðasta Al- þingi. Það hefur ekki verið lagt fram afmr, en umræður munu vera um að leggja líkt frumvarp fram nú. Bankamenn verða að fylgjast rækilega með þessum málum og verða að koma skoðunum sínum á framfæri við ríkisvaldið. Skoðanir bankamanna hljóta í verulegum atriðum að vera aðrar en skoðanir B.S.R.B., þar sem bankamenn hafa í raun, á undan- förnum árum, samið um mörg mjög veiga- mikil kjaraatriði, sem aftur á móti eru lög- bundin hvað varðar starfsmenn ríkisins og ástæða er til að ætla, að þeir muni kjósa, að nokkur slík atriði verði áfram bundin með lögum. Frá sjónarhóli bankamanna verður hins vegar að telja vafasamt að afsala nokkru af þeim samningsrétti, sem fengizt hefur í raun, hvað sem öllum orðhengilshætti líður. Ekki er rúm til að fara frekar út í þessa sálma að sinni, enda málið stærra en svo að það verði krufið til mergjar í eitt skipti fyrir öll, en við vonum að hér með hafi verið ýtt úr vör og skal því að lokum bera fram þakkir til þeirra, sem aðstoð hafa veitt við saman- tekt þessarar greinar. S M C 4 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.