Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 43

Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 43
bankastarfsmenn. En ég hef séð þá marga að vinnu þegar ég hef átt erindi í banka höfuðstaðarins. Þá hefur mér orðið sérstak- lega starsýnt á hinar ungu og þokkaprúðu bankafreyjur, þegar þær slá grönnum fingr- um á tangenta þessara galdravéla og gera það að því er virðist blindandi, líkt og slag- hörpusnillingurinn, sem endaþeytist luktum augum yfir hljómborðið og slær aldrei falska nótu. En það sem skortir á kynni mín af bankastarfsfólki hefur mér bætzt upp af samskiptum mínum við bankastjóra. Þá hef ég þekkt í 40 ár. Og nú verðið þið að afsaka, þótt ræða mín í framhaldi af þessu beri nokkurn blæ persónulegrar reynslu, nálg- ist jafnvel eins konar endurminningar. Eg var rétt áðan að segja, að persónuleg kynni mín af bankastjórum tækju til fjög- urra áratuga. Eg hlaut háskólamenntun mína í Kaupmannahöfn, þessari turnfríðu borg við Eyrarsund, þar sem greina má slóð íslenzkra stúdenta um fjórar aldir og örlög margra þeirra voru ráðin. Það er haft í frásögnum, sérstaklega frá 19- öld, að margir íslenzkir stúdentar hafi orðið að leysa úr hagfræði- legum vandamálum síns rúmhelga lífs með því að hafa nokkur skipti við fjármálastofn- anir Kaupmannahafnar. A 19. öld veittist íslenzkum Hafnarstúdentum ekki annar kosmr en að leita á náðir okraranna. Þeir voru svo umkomulausir, að þeir dirfðust aldrei að ganga inn í hinar helgu skrifstofur danskra bankastjóra heldur læddust þeir í húmi rökkursins inn í bakhýsin, þar sem okrararnir smnduðu sín skuggalegu fjármála- viðskipti og keyptu af þeim víxla. Þessir víxlar voru kallaðir Gyðingavíxlar, í höfuðið á þeim kynþætti, sem um aldaraðir hafði verið neyddur til að stunda þessi störf. Marg- ir af frægustu Islendingum ættjarðar okkar á 19. öld lenm í klónum á þessum víxlurum, sem lifðu í útjöðrum hins borgaralega þjóð- félags, fyrirlitnir og hataðir, þótt lífsstarf þeirra væri í raun og veru ekki þeirra eigin sök. Og þessa eru mörg manna dæmin. Grím- ur Thomsen lendir kornungur stúdent í hönd- um okraranna, og var hann þó vel útgerður af ríkum föður. Fjölnismaðurinn Brynjólfur Pémrsson, af efnuðu foreldri, glímdi við okr- arana allt til loka stuttrar ævi. Konráð Gísla- son, annar Fjölnismaðurinn til, háttsettur embættismaður og prófessor í norrænum mál- vísindum við Kaupmannahafnarháskóla, greiddi ekki að fullu Gyðingavíxlana sína fyrr en hann var sjömgur, og á þessum skuldaskiladegi þegar allt var kvitt og klárt, kom til hans ungur frændi hans, Indriði Einarsson, fyrsti hagfræðingur Islands, og þá sagði Konráð: I dag er ég glaður, því nú hef ég borgað allar mínar skuldir. Og hann skenkti stúdentinum skál og tróð inn á hann hellingi af bankaseðlum, svo glaður var hann að vera loks laus orðinn úr skuldakreppu lífs síns, sjötugur maðurinn. Þegar ég og mín stúdentakynslóð hófum nám í Kaupmannahöfn höfðum við gamla hefð að baki okkar í fjármálunum. En nú var öldin önnur. Við gengum ekki á fund okrara, júðskra eða kristinna, við gengum beint inn til bankastjóranna. Raunar var að- eins um einn bankastjóra að ræða. Neðarlega á Strikinu í Kaupmannahöfn var víxlara- firma, sem hét Bruun og Bostrup. Aldrei kynntist ég þeim síðarnefnda, en því oftar lá leið mín til hins fyrra. Við stúdentarnir kölluðum hann aldrei annað en direktör Bruun. Hann var kvæntur íslenzkri konu, sem kynjuð var úr Jökuldal eystra. Og þess varð direktör Bruun að gjalda. Einhvern veg- inn fundum við stúdentarnir það á okkur, að maður giftur íslenzkri konu hlyti að vera viðkvæmari og veikari fyrir löndum húsfreyju sinnar en aðrir bankastjórar í Danmerkur- ríki. Þegar ég fór á fund direktörs Bruuns í BANKABLAÐIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.