Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 29

Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 29
in tækni. Landsbankinn hefur frá öndverðu átt því láni að fagna, að hafa jafnan átt góðu starfsliði á að skipa. Vil ég á þessum merkis- degi bankans fyrir hönd stjórnar hans þakka öllum þeim, sem unnið hafa af hollustu og ósérhlífni í þágu hans bæði fyrr og síðar. Og til þess að sýna hug sinn í verki hefur bankaráð ákveðið að leggja 200 þúsund krón- ur í nýstofnaðan sjúkrasjóð starfsmanna bankans á móti jafnmiklu framlagi frá starfs- mönnum sjálfum. Auk þess hefur verið ákveðið að leggja 500 þúsund krónur til kynningarsjóðs starfsmannafélagsins. Ymislegt annað mun gerast á jx'ssum merkisdegi. Vil ég þar sérstaklega geta af- hjúpunar listaverks eftir frú Nínu Tryggva- dóttur. Við fögnum því sérstaklega, að eig- inmaður listakonunnar og dóttir, Una Dóra Copley og Dr. Alfred L. Copley gátu komið hingað og verið viðstödd afhjúpun listaverks- ins á þessum merkisdegi bankans. Skal Dr. Alfred jafnframt Jxikkuð aðstoð hans við eftirlit með gerð myndarinnar. Þegar Lands- banki íslands tók hið nýja hús sitt í notkun árið 1924, voru tveir fremstu listamenn landsins á J>eim tíma fengnir til að skreyta salarkynni bankans, þeir listmálararnir Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval. Landsbank- inn hefur jafnan síðan viljað sýna hug sinn til íslenzkrar listar og menningar með því að leita til íslenzkra listamanna um slíkar skreytingar. Svo er einnig að þessu sinni. Hin nýju húsakynni, sem nú verða tekin í notkun, hafa verið skreytt fögru listaverki eftir frú Nínu Tryggvadóttur, sem öllum landsmönnum er kunn fyrir afrek sín á sviði myndlistar. Yrkisefni er sótt í Egils sögu Skallagrímssonar, og á að sýna það, er Aðal- steinn Englakonungur rétti fram gullhring- inn til Egils Skallagrímssonar, sem bróður- bætur eftir Vínheiðarorustu. Er sá atburður mikilfenglegur og kunnur úr sögunni. Þessi glæsilega brotamynd verður nú afhjúpuð hér í dag í tilefni af því, að nú verða hin nýju salarkynni bankans við Hafnarstræti formlega tekin í notkun. I afgreiðslusal Landsbankans. BANKABLAÐIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.