Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 18
fundi kom ég glaður og feginn. Hann hafði
af sinni meðfæddu alúð og vinsemd leyst úr
spurningum mínum og veitt mér holl ráð
og góð. Sigtryggur var í stjórn Framkvæmda-
banka Islands frá upphafi og lágu leiðir
okkar því oft saman. 011 voru mín kynru
við Sigtrygg einstaklega ánægjuleg og fyrir
mig lærdómsrík.
Sigtryggur Klemenzson kaus sér stöðu em-
bættismannsins. Engum blandast hugur um,
að hann hefði komizt langt á hvaða vettvangi
þjóðlífsins, þar sem hann hefði haslað sér
völl. Það er mikil gæfa hinu unga íslenzka
lýðveldi, að til hinna æðstu embætta veljist
menn slíkir sem Sigtryggur Klemenzson var.
Allir munu sammála um, að á embættisferli
sínum hafi Sigtryggur unnið frábært starf.
Skarpur skilningur þess hvert væri aðalatriði
hvers máls, réttsýni í dómum, alúð og kost-
gæfni og óbilandi vilji og kjarkur til að
glíma við vandamálin, þetta voru eiginleikar,
sem svo mjög voru sterkir í fari Sigtryggs
og gerðu störf hans mikil og farsæl.
I hugum starfsfólks Seðlabankans var Sig-
tryggur Klemenzson sannur afreksmaður. Það
dáði kosti og manndóm þessa mæta manns,
og fráfall hans var okkur öllum mikið
hryggðarefni. Hans munum við jafnan minn-
ast með þakklæti og virðingu.
Guðm. B. Ólafsson.
t
■þ Georg Hansen
fæddur 27. nóv. 1911 —
dáinn 21. júní 1971.
Hinn 21. júní 1971 andaðist Georg Han-
sen, útibússtjóri Landsbanka Islands á Isa-
firði, einn af þekktari bankamönnum þessa
lands. Þessa kunna bankamanns var minnzt
á fundi bankaráðs Landsbanka Islands. Flutti
formaður bankaráðsins, Baldvin Jónsson
hæstaréttarlögmaður, ávarp, þar sem hann
minntist hins látna útibússtjóra. Fer það hér
á eftir:
Síðan við komum saman hér síðast hafa
þau sorgartíðindi gerzt, að einn af mætustu og
duglegustu starfsmönnum bankans, Georg
Hansen, útibússtjóri á Isafirði, hefur látizt.
Hann andaðist aðfaranótt hins 21. þessa
mánaðar, langt um aldur fram, tæplega sex-
tugur að aldri.
Andlát hans kom okkur vinum hans og
kunningjum að vísu ekki á óvart, þar sem
hann hafði um nokkurt skeið átt við ólækn-
andi sjúkdóm að etja, sem að lokum varð
16 BANKABLAÐIÐ