Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 33

Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 33
Ræða Baldvins Jónssonar við opnun útibús Landsbanka íslands á Hornafirði Virðulega samkoma. Um þessar mundir eru 85 ár liðin síðan Landsbanki Islands tók til starfa. Hóf hann starfsemi sína hinn 1. júlí 1886 í litlum húsakynnum við Bakarastíg, sem síðar var við hann kenndur og nefndur Bankastræti. Svo sem kunnugt er var Landsbanki Is- lands stofnaður með lögum nr. 14 frá 18. september 1885. Atti stofnun hans alllang- an aðdraganda og urðu miklar umræður á Alþingi og á öðrum opinberum vettvangi áður en unnt reyndist að koma bankamálinu í örugga höfn. Sýndist sitt hverjum um hvaða fyrirkomulag hentaði okkur bezt varðandi framtíðarskipan íslenzkra peninga- og banka- mála. Samkvæmt fyrrnefndum lögum var það talið eitt af höfuðverkefnum hins nýja banka að stuðla að og greiða fyrir peninga- viðskiptum um land allt, meðal annars með því að koma á stofn bankaútibúum í öllum fjórðungum landsins. I 9. grein laganna um stofnun Landsbankans segir svo um þetta atriði: „Bankinn skal, svo fljótt sem auðið er, setja á stofn aukabanka eða framkvæmda- stofur fyrir utan Reykjavík, einkum á Akur- eyri, Isafirði og Seyðisfirði." Bankinn var því engan veginn bundinn við Reykjavík eina, heldur var honum ætlað að þjóna landsmönn- um öllum með því að draga til sín og hag- nýta það fjármagn, sem menn lágu með ónotað í handraðanum og gátu ekki ávaxtað vegna vöntunar á traustri og áreiðanlegri f j ármiðlunarstof nun. Ekki þótti fært að sinna þessu verkefni fyrstu árin, og mun það fyrst og fremst hafa stafað af fjárskorti, enda augljóst, að aðal- bankinn í Reykjavík þurfti að safna kröft- um, áður en hann gæti hafið starfsemi úti um allt land svo að gagni mætti koma. Var málinu þó haldið vakandi og fyrsta útibúið stofnað á Akureyri árið 1902 og hið næsta á ísafirði árið 1904. Ekki þótti fært að stofna útibú á Austurlandi að sinni, enda mörg verk- efni meira aðkallandi. Heimildir eru þó til fyrir því, að bankinn hafði fullan hug á að stofna útibú hér eystra, þótt ekki yrði úr framkvæmdum, fyrst og fremst vegna fjár- skorts. Með stofnun Islandsbanka árið 1903 BANKABLAÐIÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.