Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 48

Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 48
Starfsánægja Fyrir nokkrum árum varði finnskur mað- ur doktorsritgerð við háskólann í Helsing- fors. Bar ritgerðin heitið „Rannsókn á starfs- ánægju meðal sænskra bankamanna." Niðurstöður þessarar rannsóknar voru mik- ið ræddar meðal bankamanna, en þær voru í stuttu máli þessar: 1. Bankafólk, er náð hefur þeirri starfs- þjálfun, sem nauðsynleg er sem undir- staða frekari frama í starfi, er ánægðara en hitt, sem ekki hefur náð slíkri starfs- hæfni. leggja sig í líma til þess að inna starf sitt sem bezt af hendi. A þann hátt veitist hon- um mest ánægja af starfinu, viðskiptamenn bankans fá þá lipru og góðu þjónustu, sem þeir eiga skilyrðislausa heimtingu á, og þann- ig verður hagur bankans einnig bezt tryggð- ur. Þá væri æskilegt, að starfsfólk bankanna kynntist betur og hefði meira saman að sælda en nú er. Mér er ljóst, að það mál er allt annað en auðvelt viðfangs. Hvert sem við lítum eru ótal hendur á lofti til að laða fólk að hinum og þessum störfum og skemmt- unum. Það er barizt um hvern einstakling og, því miður, oft í því skyni að hafa af hon- um fé fyrir skröpur einar. Verkefnin, sem fyrir samtökum banka- manna liggja, eru svo mörg og stór, að mann sundlar við. En Róm var ekki byggð á einum degi, og því dugir ekki annað en berjast áfram. Og einmitt í baráttunni getum við einnig fundið lífshamingjuna. 2. Fjárhæð launanna, miðað við aðrar starfsstéttir, hefur hér mikið að segja. 3. 33.7% alls bankafólks hefur einhverja aukavinnu með höndum. 4. Því minni sem skrifstofan er, þar sem unnið er, þeim mun meiri er starfsánægj- an. 5. Ánægjan með starfið stígur í hlutfalli við starfsaldurinn. Mest er hún síðustu tíu starfsárin. 6. Hjá vinsælum yfirmönnum eru veik- indadagar starfsfólksins færri. 7. Starfsánægjan er þeim mun minni því lengri og betri skólalærdóms, sem notið hefur verið. 8. Ogifta fólkið nýtur betur samvistanna við vinnufélagana. 9- 39% af öllu bankafólki hugsar í frí- stundum sínum ýmist oft eða mjög oft um starf sitt. 10. Spurningunni „Mynduð þér vilja taka að yður stöðu í öðrum banka í sama byggðarlagi og við sömu kjör?" svöruðu 56%: „Hreint ekki". 11. Er spurt var, hvort menn myndu taka stöðunni væru hærri laun í boði, svör- uðu 63.5% játandi, 18% voru í vafa, en 18.5% vildu það ekki, jafnvel þó að tvöfalt hærri laun væru í boði. 12. 62% kváðust halda áfram starfi í bank- anum þrátt fyrir það þó að þeim félli mikill arfur í skaut. Nú gætu íslenzkir bankamenn velt því fyrir sér, hver árangur kynni að verða, væru samskonar rannsóknir gerðar í íslenzkum bönkum. 46 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.