Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 23
SVEINBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR:
AÐSTÖÐUMUNUR
Nýlega kom út ársrit Kvenréttindafélags
Islands, og fannst mér athyglisvert hversu
margir karlmenn skrifuðu í það. Ef til vill
er það merki þess, að karlmenn séu að vakna
af dvala og farnir að íhuga stöðu konunnar,
það er að segja að hún sé sjálfstæður ein-
staklingur eins og þeir. En þó sumir karl-
menn nuddi stírurnar úr augunum eru þeir
margir sem sofa enn á sínu græna eyra.
Hér ætla ég ekki að kenna karlmönnum
einum um, hvernig stöðu konunnar í þessu
þjóðfélagi er háttað. Margar konur telja það
æðsta takmark lífs síns að gifta sig, og hjóna-
band var til skamms tíma eina viðurkennda
starfsgrein kvenna. Annað var neyðarúrræði.
Mun þar aðallega uppeldisáhrifum um að
kenna. Ætla ég ekki að fara nánar út í þá
sálma, þar sem Svava Jakobsdóttir gerði það
svo snilldarlega í leikriti sínu „Hvað er í
blýhólknum", og flestir hafa eflaust séð.
Flestar konur, sem gifta sig og eignast börn
eru nauðbeygðar til að starfa á heimilunum,
því ekki eru mæður svo kaldlyndar, að þær
láti börn sín vera umhirðulaus á götunni.
Dagheimili eru nú forréttindi einstæðra for-
eldra.
A hverju heimili eru nú alls kyns heimilis-
tæki, sem létta heimilisstörfin, þannig að
konan hefur í raun og veru ekki eins mikið
að gera heima fyrir og af er látið. Margar
vilja fá sér vinnu utan heimilis, sérstaklega
þegar börnin komast á skólaaldur. Ekki er
þeim gert auðveldara af hálfu þjóðfélagsins,
því flestir skólar eru nú tví- og þrísettir og
heimilið líkist oft gestamóttöku þegar börnin
eru í skóla. Þarna myndu skólaheimili leysa
stóran vanda. Vinnuveitendur telja mæður
stopulan vinnukraft, og eiginmenn eru marg-
ir hverjir ekki hrifnir af útivinnandi eigin-
konum, af hræðslu við að þurfa að þjóna
sjálfum sér, og eiginmenn eru margir dekur-
börn.
Af þessu má sjá, að eiginkonum sem vilja
vinna utan heimilis er ekki auðveldaður róð-
urinn. Þar við bætist svo launamisrétti, og
þarf ekki að lýsa því, hversu auðmýkjandi
það er að fá laun greidd eftir kyni en ekki
afköstum. Flestar gefast þar af leiðandi upp,
og síðan verða þessar konur leiðar, og leiðar
konur eru leiðinlegar konur. Margar þeirra
missa allan áhuga á því, sem gerist utan
veggja heimilisins, enda er enginn til að
lífga upp á hann, nema ef til vill dauðþreytt-
ur eiginmaður.
Oft þegar hópur fólks er saman kominn,
hópa karlmenn sig í eitt horn og konur í
annað. Taka konur þá oftast upp hið svo-
kallaða kvennatal og ræða þá aðallega um
barnsfæðingar, barnauppeldi og heimilishald.
BANKABLAÐIÐ 21