Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 32
rýmis varð nú 85,5% á móti 74% í fyrra.
Nú í haust voru fest kaup á jarðarspildu úr
Hamraendalandi í Breiðuvíkurhreppi á Snæ-
fellsnesi og er ætlunin að byggja þar nokk-
ur smáhýsi.
Tveir starfsmenn hlutu styrk til utanfarar,
þau Sigurborg Hjaltadóttir og Jón Brynjólfs-
son. Pétur Magnússon hlaut styrk úr náms-
sjóði og dvelur hann nú í Englandi.
Stjórn starfsmannafélagsins skipa nú: Jón
Sigurðsson, formaður, Guðjón Jóhannsson
og Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, meðstjórn-
endur.
Nú í haust var Gunnar Hjartarson ráðinn
útibússtjóri við útibú bankans á Hellu, hann
var áður starfsmaður í útibúi bankans á
Akureyri.
Magnús Jónsson, fyrrv. fjármálaráðherra,
hefur tekið að nýju við bankastjórastörfum
í Búnaðarbanka Islands, en hann var sem
kunnugt er bankastjóri, áður en hann gegndi
ráðherrastörfum.
Búnaðarbankinn — austurbæjarútibúið —
hefur sem kunnugt er hafið starfrækslu í
nýjum húsakynnum í stórhýsi bankans við
Hlemm, en útibússtjóri þar er Hannes Páls-
son, formaður S.I.B.
Eins og áður er sagt hefur nýr útibússtjóri
tekið við störfum í útibúi Búnaðarbankans
á Hellu. Sigurður Jónsson, sem gegnt hafði
störfum útibússtjóra, hefur látið af störfum
og horfið úr þjónustu bankans eftir langt og
gott starf.
30 BANKABLAÐIÐ