Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 38
Norræna bankamannasambandið 50 ára
RáSstefna 4.—5. september í Gautaborg.
Ráðstefna Norræna bankamannasambands-
ins í tilefni af 50 ára afmæli þess var haldin
í Gautaborg 4.—5. september s.l. Þar voru
saman komnir rúmlega 120 manns, stjórn-
armenn, fulltrúar, áheyrnarfulltrúar og gest-
ir. Þegar ráðstefnan árið 1923 var sett þann
15. júlí, voru þátttakendur 38 talsins.
Það vekur sjálfsagt strax athygli manna
ártalið 1923 og síðan 50 ára afmæli og að
það komi ekki heim og saman. Því er til
að svara, að stjórn N.B.U. taldi að telja
mætti einnig með undirbúningsárin og heldur
upp á afmælið nú í sömu borginni og á
sama stað og fyrsta ráðstefnan var sett. Það
skipti og máli, að Gautaborg hélt upp á 350
ára afmæli sitt í ár. Mynd af þátttakendun-
um á afmælisráðstefnunni var tekin á tröpp-
um háskólans í Vasagarðinum, nákvæmlega
á sama stað og myndin frá 1923. Þá voru
fulltrúar frá þremur bankamannasambönd-
um í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, sem
töldu þá 5000 félagsmenn. Nú voru fulltrú-
ar frá sex samböndum bankamanna frá Finn-
landi og Islandi auk fyrrgreindra landa og
einnig frá sambandi Sparisjóðsstarfsmanna
í Danmörku. Og nú eru félagsmenn N.B.U.
orðnir 76000.
Af frumkvöðlunum voru tveir mættir í
Gautaborg að þessu sinni, Viktor von Zeipel,
sem nú er orðinn 96 ára, frá Svíþjóð, og
Reidar Wiland frá Noregi. Auk þeirra voru
margir gamlir forystumenn bankamanna í
hinum ýmsu löndum boðnir á þessa hátíðar-
ráðstefnu N.B.U., og meðal þeirra var Ein-
varður Hallvarðsson frá Islandi. I afmælis-
hófinu í Börsen, sem er móttökustaður borg-
arstjórnar Gautaborgar, fluttu margir þess-
ara gömlu forystumanna ræður og rifjuðu
upp viðfangsefni liðinna ára, jafnframt því
sem þeir árnuðu N.B.U. framtíðarheilla.
Ráðstefnan var sett með viðhöfn í sam-
komusal háskólans, sem áður er á minnzt,
Vormenn
bankamannasam-
bandanna
í Noregi, Svíþjóð
og Danmörku.
Ragnar Braaten Gustaf Setterberg Asbjörn Groth
36 BANKABLAÐIÐ