Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 17
Horfnir félagar úr hópi bankamanna
MINNINGARORÐ
•j- Sigtryggur Klemensson
fæddur 20. ágúst 1911 —
dáinn 18. febrúar 1971.
Sigtryggur Klemenzson, Seðlabankastjóri,
andaðist 18. febrúar s.l. eftir langvarandi og
þungbær veikindi. Hann var fæddur 20.
ágúst 1911 og var því innan við sextugt,
er hann féll frá. Nám stundaði Sigtryggur
í Menntaskólanum á Akureyri og síðan í
Háskóla Islands, þar sem hann lagði smnd
á lögfræði. Auk þessa nam hann erlendis
um eins vetrar skeið og kynnti sér þá tolla-
og skattamál. Sigtryggur var frábær náms-
maður og öllum sínum prófum lauk hann
með miklum ágætum. Strax að námi loknu
réðst Sigtryggur í þjónustu hins opinbera
og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, sem
hér verða ekki rakin, en lengstan tíma starfs-
ævinnar helgaði hann sig fjármálaráðuneyt-
inu, en því ráðuneyti stýrði hann samfleytt
í 14 ár eða frá árinu 1952 til 1966, er hann
var skipaður bankastjóri í Seðlabanka Is-
lands.
Starfsár Sigtryggs í Seðlabankanum urðu
því miður alltof fá og voru þau lengstum
mörkuð erfiðum veikindum, slíkum að reynzt
hefðu ofraun hverjum venjulegum manni.
Þessi síðustu æviár hans eru svo sérstæður
kafli í lífi þessa merka manns, að við, sem
eftir lifum, getum vissulega af þeim mikinn
lærdóm dregið, og á ég þá við þetta, hvernig
hann bauð sínum örlögum byrginn og stóð
meðan stætt var, knúinn áfram af óþrjót-
andi athafnaþrá, undir oki þess sjúkdóms,
sem að lokum hlaut að sigra hinn mannlega
mátt. Okkur, sem áttum náin samskipti við
hann þessi ár, var það undrunarefni, hversu
fádæma hugprýði og karlmennsku hann
sýndi í starfi og framkomu og með hve
óþrjótandi elju og áhuga hann gekk að hin-
um daglegu viðfangsefnum eins og einskis
væri vant í þreki og kröftum. Hugsunin
jafnan skýr og skörp og dómar hans mótað-
ir af réttlæti og sanngirni og þá aldrei misst
sjónar af hinum mannlega þætti hvers máls.
Einstrengislegar skoðanir og kreddur voru
honum framandi.
Mér eru ennþá í fersku minni fyrstu kynni
mín af Sigtryggi Klemenzsyni haustið 1953,
er ég átti við hann erindi vegna starfs þess,
er ég tók við um þær mundir. Af þeim
BANKABLAÐIÐ 15