Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 7

Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 7
 Veturinn 1970—71 var efnt til ritgerða- samkeppni meðal norrænna bankamanna í tilefni af 50 ára afmæli Norræna banka- mannasambandsins, sem haldið var hátíð- legt með fjölmennu bankamannaþingi í Gautaborg 4.—6. september s.l. Ritgerðin átti að vera svar höfundar við þeim forvitni- legu spurningum, hvers vegna hann hefði hafið störf í banka, hvernig störf hans þar hefðu komið heim við vonir hans og þrár, og til hvers hann ætlaðist af samtökum bankamanna í framtíðinni. Þrenn verðlaun voru veitt í hverju landi, og voru 1. verðlaun ókeypis för á afmælisþingið í Gautaborg. Þátttaka íslenzkra bankamanna reyndist nægileg til þess að hægt væri að veita öll þrenn verðlaunin, og hlaut höfundur þessa ferðapistils 1. verðlaun. Heiðursgestur þingsins frá Islandi var Ein- varður Hallvarðsson,Landsbankanum; Hann- es Pálsson, Búnaðarbankanum, mætti þar sem stjórnarmeðlimur sambandsins, fulltrú- ar Sambands íslenzkra bankamanna voru Guðjón Halldórsson, Utvegsbankanum, Þor- kell Magnússon, Landsbankanum, Olafur Ottósson, Samvinnubankanum, og Stefán Gunnarsson, Seðlabankanum. Sumir þessara manna höfðu með sér frúr sínar, annaðhvort af því, að þeir treystu sér ekki til að fara kvenmannslausir, eða þá að konur þeirra treystu þeim ekki til að fara kvenmanns- lausir. Flogið var til Kaupmannahafnar miðviku- daginn 1. september, síðla kvölds, en sumir voru komnir áleiðis áður. I Kaupmannahöfn tvístraðist hópurinn nokkuð, því að ýmsir áttu þar ættingja og vini. Að minnsta kosti fylgdust menn lítt hver með annars ferðum, þangað til föstudaginn 3. september að af- liðnu hádegi, að haldið var af stað með l'est frá Helsingör til Hálsingborg. Ferðin yfir sjálft sundið tók ekki nema tuttugu mínútur, svo að öllu var til skila haldið, að maður gæti fengið sér brjóstbirtu á leiðinni. Til Gautaborgar komum við stundu fyrir miðaftan. Yar okkur fengin vist á hóteli því, sem „Rubinen" nefnist og rekið er af sænsku samvinnufélögunum. Allskyns þægindi voru þar tiltæk, sími, útvarp og sjónvarp í hverju herbergi og svo margvíslegir smáhlutir og apparöt, til þess að gera gestum dvölina þægilega, að ekki hefði veitt af námskeiði í upphafi dvalarinnar, til þess að kenna mönn- um að færa sér öll þægindin í nyt, enda var dvalarkostnaður þarna í samræmi við hús- búnaðinn: næturgisting kostaði, án morgun- verðar, hátt á annað þúsund krónur íslenzkar, og kvöldmatur, sem okkur fannst raunar ekkert yfirgengilega lostætur, kostaði nær 700 kr. á mann. Lætur nærri, að mánaðarlaun íslenzks bankamanns mundu endast til 5—6 daga dvalar á svona hóteli. Auðvitað voru önnur hótel miklu ódýrari í borginni, en frændur okkar Svíar töldu ekki hæfa að bjóða svo kærkomnum gestum annað en það bezta. Að loknum kvöldverði ræddust ferðafélagarnir við og sögðu hverjir öðrum gamansögur. Klukkan tíu daginn eftir var þingið sett í hátíðasal háskólans. Um hálft annað hundrað manns var þar saman komið, og voru nú gestir boðnir velkomnir til þingsins og borg- BANKABLAÐIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.