Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 34

Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 34
breyttust viðhorf mjög í þessum efnum. Fjár- sterkir aðilar stóðu að stofnun hans, og stofnaði hann þegar á fyrsta starfsári sínu, 1904, útibú á ofannefndum tveim stöðum, Akureyri og Isafirði, í beinni samkeppni við Landsbankann, og einnig á Seyðisfirði, sem þá var miðstöð alls athafnalífs á Aust- fjörðum. Tilkoma þessa nýja útibús Islands- banka var að sjálfsögðu mikil lyftistöng fyr- ir alla verzlun og viðskipti á Seyðisfirði, og það fullnægði, að minnsta kosti fyrst í stað, brýnustu þörfum staðarins. Var því lítil von um, að Landsbankinn gæti setzt þar að líka, enda átti hann, þegar hér var komið sögu, ekki einungis í harðri samkeppni við hinn volduga Islandsbanka, heldur stóð um hann mikill pólitískur styrr, sem lauk með brott- vikningu allrar bankastjórnarinnar árið 1909. Um nýtt útibú á vegum Landsbankans var því ekki að ræða, eins og nú var komið mál- um. Nokkurrar óánægju varð brátt vart út af þessari þróun mála. Ibúar Suður-Múlasýslu þóttust afskiptir, enda samgöngur allar á Austurlandi enn mjög örðugar. Urðu all- miklar umræður um þessi mál á Alþingi og var lagt fram frumvarp til laga, þar sem þess var farið á leit, að Landsbankinn setti á stofn útibú í Suður-Múlasýslu, annaðhvort á Reyðarfirði eða Eskifirði. Ekki varð þó sam- komulag um framgang málsins að sinni. Var einkum deilt um staðsetningu útibúsins, en þeim ágreiningi lauk svo, að landsstjórninni og stjórn Landsbankans var veitt sjálfdæmi um, hvar á Austurlandi væntanlegt útibú yrði staðsett. Heimsstyrjöldin fyrri tafði framgang úti- búsmálsins enn um sinn og var því ekki hreyft aftur fyrr en á Alþingi 1917. Eftir nokkurt karp og umræður ákvað banka- stjórnin að setja útibúið niður á Eskifirði. Mun það sjálfsagt hafa ráðið miklu um staðarval, að miðstöð stjórnsýslu var þar, þótt ýmislegt fleira kunni að hafa komið til. Undirbúningur starfseminnar gekk sam- kvæmt áætlun og var útibúið opnað í byrjun árs 1918 og er nú liðin meir en hálf öld síðan. Svo sem von var hafði útibúið ekki miklu fjármgani yfir að ráða er það tók til starfa. Að vísu hlynnm menn að því á ýmsa lund og eftir beztu getu, og talsvert fé barst frá hinum ýmsu byggðum Austurlands. En meg- inuppistaða starfsfjárins voru þó þeir fjár- munir, sem aðalbankinn í Reykjavík lagði til og hefur það raunar verið alla tíð síðan. Það bætti heldur ekki úr skák, að útibúið á Austurlandi hóf starfsemi sína á hinum erfiðasta tíma. Heimsstyrjöldinni fyrri var ekki lokið, svo að mjög erfitt var um vik, ekki sízt um aðdrætti alla til útgerðar og framkvæmda og fór Austurland sízt varhluta af því. Að styrjöldinni lokinni urðu erfiðleikarnir sízt minni þegar allt þurfti að byggja upp frá grunni. Gengu þá svo örðugir tímar yfir Austurland, að kunnugir menn hafa sagt mér að jaðrað hafi við hreint neyðarástand. Eg hygg að óhætt muni að fullyrða, að Landsbankinn hafi átt sinn drjúga þátt í að yfirvinna alla þá örðugleika sem að steðj- uðu, trúr því hlutverki, sem honum var ætlað frá upphafi, að styðja af öllum mætti að við- reisn og aukningu atvinnulífsins á öllu land- inu. Utibúinu óx smám saman fiskur um hrygg og innlán jukust smátt og smátt. Skuld við aðalbanka var þó ávallt svo mikil að örðugt var að standa undir henni, þar sem sparifjármyndun á Austurlandi var hverf- andi lítil og í engu hlutfalli við þarfir. Þó tókst að halda í horfi. Bankinn studdi að út- gerð og verzlun og annarri starfsemi af fremsta megni. Framleiðslutæki voru lítil og ófullkomin. Reyndi bankinn til dæmis að 32 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.