Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 49
Landsfundir bankamannasambandanna
á Norðurlöndum
Landsfundur Sænska bankamannasam-
bandsins var haldinn 15.—17. maí s.l. að
Grand Hotel í Stokkhólmi.
Gunnar Swedborg, sem var gestur S.I.B.
á sambandsþinginu í vor, lét af formanns-
störfum.
Formaður var kjörinn Gustaf Setterberg,
Lánssparbanken, Gautaborg, og varaformað-
ur Kaj Ytterskog, Svenska Handelsbanken,
Stokkhólmi. Styrinn stóð um þessa tvo rnenn,
sem báðir hafa verið um skeið áberandi í
röðum sænskra bankamanna.
Stjórnarmenn Sænska bankamannasam-
bandsins eru 21 að tölu, þar af eru tvær
konur.
P. G. Bergström, sem verið hefur aðal-
framkvæmdastjóri Sænska bankamannasam-
bandsins um langt tímabil, mun láta af því
starfi á næsta ári fyrir aldurs sakir.
Landsfundur Danska bankamannasam-
bandsins var haldinn dagana 20. og 21. maí
s.l. í Hotel Kongens Ege í Randers á Jót-
landi. Asbjörn Groth, Amagerbanken, var
endurkjörinn formaður og fyrsti varaformað-
ur var endurkjörinn P. Broe Larsen, Den
Danske Provinsbank, Oðinsvéum.
Af tíu stjórnarmönnum eru tvær konur,
önnur þeirra, Rigmor Poulsen, er annar vara-
formaður. E. Due-Hansen, sem var gestur
S.I.B. í vor, lét af stjórnarstörfum, en í hans
stað kom Grethe Magnussen.
Charles Olsen, sem verið hefur fram-
kvæmdastjóri D.B.L. í 25 ár, var gerður
heiðursfélagi, — en hann hefur nú látið
af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var ákaft
hylltur og honum þökkuð vel unnin störf í
aldarfjórðung.
Landsfundur Norska bankamannasam-
bandsins var haldinn dagana 21. og 22. maí
s.l. í Hotel Caledonien í Kristiansand.
Formaður var kjörinn Ragnar Braaten,
Kreditkassen, Oslo, en hann var áður vara-
formaður. Varaformaður var kjörinn Frithjof
Holst-Pedersen, Den norske Creditbank,
Arendal, en hann var gestur SIB í vor.
Af þrettán stjórnarmönnum er ein kona,
Gunvor Schwenke, Fiskernes Bank, Tromsö.
Meðal þeirra, er létu af stjórnarstörfum,
voru þeir: Ivar Hallert, sem var á helgar-
ráðstefnu SIB að Hallormsstað, og Magnar
Fonn, sem var á helgarráðstefnunni í Borg-
arnesi.
Aðalframkvæmdastjóri N.B.F. er Carl
Platou, sem mörgum íslenzkum bankamönn-
um er að góðu kunnur.
Það er orðið töluvert vandamál í öllum
þessum þremur löndum að geta fengið inni
fyrir hina mannmörgu landsfundi í hinum
ýmsu landshlutum. Vandamálið verður því
erfiðara úrlausnar, sem þátttakendunum
fjölgar.
Frændum vorum og samherjum á Norður-
löndum þökkum við hinar vinsamlegu mót-
tökur og viðurgerning allan. Arnum við
hinum nýkjörnu stjórnum bankamannasam-
bandanna allra heilla í störfum og að árang-
urinn megi verða sem ríkulegastur.
BANKABLAÐIÐ 47