Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 49

Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 49
Landsfundir bankamannasambandanna á Norðurlöndum Landsfundur Sænska bankamannasam- bandsins var haldinn 15.—17. maí s.l. að Grand Hotel í Stokkhólmi. Gunnar Swedborg, sem var gestur S.I.B. á sambandsþinginu í vor, lét af formanns- störfum. Formaður var kjörinn Gustaf Setterberg, Lánssparbanken, Gautaborg, og varaformað- ur Kaj Ytterskog, Svenska Handelsbanken, Stokkhólmi. Styrinn stóð um þessa tvo rnenn, sem báðir hafa verið um skeið áberandi í röðum sænskra bankamanna. Stjórnarmenn Sænska bankamannasam- bandsins eru 21 að tölu, þar af eru tvær konur. P. G. Bergström, sem verið hefur aðal- framkvæmdastjóri Sænska bankamannasam- bandsins um langt tímabil, mun láta af því starfi á næsta ári fyrir aldurs sakir. Landsfundur Danska bankamannasam- bandsins var haldinn dagana 20. og 21. maí s.l. í Hotel Kongens Ege í Randers á Jót- landi. Asbjörn Groth, Amagerbanken, var endurkjörinn formaður og fyrsti varaformað- ur var endurkjörinn P. Broe Larsen, Den Danske Provinsbank, Oðinsvéum. Af tíu stjórnarmönnum eru tvær konur, önnur þeirra, Rigmor Poulsen, er annar vara- formaður. E. Due-Hansen, sem var gestur S.I.B. í vor, lét af stjórnarstörfum, en í hans stað kom Grethe Magnussen. Charles Olsen, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri D.B.L. í 25 ár, var gerður heiðursfélagi, — en hann hefur nú látið af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var ákaft hylltur og honum þökkuð vel unnin störf í aldarfjórðung. Landsfundur Norska bankamannasam- bandsins var haldinn dagana 21. og 22. maí s.l. í Hotel Caledonien í Kristiansand. Formaður var kjörinn Ragnar Braaten, Kreditkassen, Oslo, en hann var áður vara- formaður. Varaformaður var kjörinn Frithjof Holst-Pedersen, Den norske Creditbank, Arendal, en hann var gestur SIB í vor. Af þrettán stjórnarmönnum er ein kona, Gunvor Schwenke, Fiskernes Bank, Tromsö. Meðal þeirra, er létu af stjórnarstörfum, voru þeir: Ivar Hallert, sem var á helgar- ráðstefnu SIB að Hallormsstað, og Magnar Fonn, sem var á helgarráðstefnunni í Borg- arnesi. Aðalframkvæmdastjóri N.B.F. er Carl Platou, sem mörgum íslenzkum bankamönn- um er að góðu kunnur. Það er orðið töluvert vandamál í öllum þessum þremur löndum að geta fengið inni fyrir hina mannmörgu landsfundi í hinum ýmsu landshlutum. Vandamálið verður því erfiðara úrlausnar, sem þátttakendunum fjölgar. Frændum vorum og samherjum á Norður- löndum þökkum við hinar vinsamlegu mót- tökur og viðurgerning allan. Arnum við hinum nýkjörnu stjórnum bankamannasam- bandanna allra heilla í störfum og að árang- urinn megi verða sem ríkulegastur. BANKABLAÐIÐ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.