Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 24

Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 24
Láta karlmenn konur sínar yfirleitt einar um að ræða þau mál, enda lítt skemmtilegt samkvæmishjal. Ef karlmenn gerðu meira af því að endurvekja áhuga, sem konur þeirra höfðu, í stað þess að drepa hann niður, mundu þeir áreiðanlega hafa meira gaman af því að ræða við þær um ýmis málefni, ekki síður en við karlmenn. Heyrzt hefur að þær konur, sem ekki vilja helga heimili og börnum alla krafta sína, ættu ekki að eignast börn, enda hljóti þær að vera óheilbrigðar á sálinni. Sjaldan heyrist talað um kaldlyndi feðra í þessu sambandi. Og ekki held ég að konur sem vinna heima eyði meirihluta dagsins í að leika við börn sín. Eg hef rætt hér nokkuð um, hvað mér finnst miður fara í fjölskyldulífi Islendinga. Hjónaband cctti að vera samningur tveggja aðila, sem báðir bæru ábyrgð á uppeldi barna og tekjum heimilis. Hjónaband var til forna hugsað til að tryggja rétt konu og barna. En eins og þróun þjóðfélagsins er nú háttað gerir þetta form ekkert annað en að halda í staðnaðar hug- myndir og standa í vegi fyrir eðlilegum fram- förum. Það má benda á það, að í öllum menn- ingarsamfélögum hefur kúgun kvenna og barna haldizt í hendur. Að lokum ætla ég að vitna í orð indverska skáldsins Tagore, sem eru táknræn fyrir af- stöðu þorra almennings til kvenna. „Það mætti líkja manninum við tré, það þarf að hafa nóg rými, loft, regn og allt mögulegt annað. Séu rætur þess rifnar burt visnar það. Svo er og með manninn. Séu rætur hans rifnar hlýtur það að valda hon- um þjáningum. Konan er aftur á móti eins og vafningsviður, sem getur nærzt af því einu að hringa sig utan um tréð." Bankastjórinn skildi hann ekki í ónefndum banka í Danmörku sagði einn af starfsmönnunum sig úr bankamannasam- bandinu, því hann hafði komizt að því, að bankastjórnin hafði litla samúð með þeim samtökum. Strax eftir úrsögnina hringdi maðurinn, úr deildinni þar sem hann starfaði, til eins bankastjórans og tilkynnti, að hann væri ekki lengur í samtökum starfsstéttarinnar. Sjálfsagt hefur hann gengið út frá, að í kjölfar slíkrar aðgerðar mundi koma auk- inn frami og rífleg launahækkun honum til handa. Af þessu varð þó ekki, því seinna, er bankastjórinn vitnaði til símtals síns við manninn, tók hann það fram, að þrátt fyrir það þó hann gæti ekki alltaf sætt sig við allar starfsaðferðir landssambandsins gæti hann ekki skilið þennan starfsmann. Ursögn hans gæti bent til þess, að hann væri ekki sérlega góður starfsfélagi, því honum ætti að vera kunnugt, að það er ekki aðeins starfs- fólkið, sem hefur með sér hagsmunasamtök heldur hafa bankarnir það líka til styrktar sínum hag. „Mér þykir vænt um," lauk bankastjórinn máli sínu, „að ég var ekki þessi starfsmaður, sem hefur brugðizt starfs- félögum sínum, stétt sinni og samtökum." 22 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.