Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 9
FRRMTÍÐRR sro RF
SRMB RMDSíO/5 .
afhent þeim, sem sigrað höfðu í ritgerðasam-
keppninni, forláta segulbandstæki, og loks
var stiginn dans og drykkja þreytt. Var það
hinn ágætasti fagnaður og stóð eitthvað fram
yfir miðnætti; þá óku menn heim og tóku á
sig náðir, en ýmsir dvöldust enn um stund
með frændum sínum norrænum og blönduðu
við þá geði.
Daginn eftir var ekið með okkur um
Gautaborg, til að sýna okkur dýrð hennar,
og þegar ég steig upp í vagninn, sem flutti
okkur, varð ég skyndilega magnþrota í hnján-
um, því að annan eins vagnstjóra hef ég
aldrei augum litið — ljóshærða kynbombu,
sem sannarlega hefði átt heima í keppninni
um titilinn Miss Universe eða Ungfrú heims-
kringla, eins og það heiti útleggst á vora
tungu.
Kynbomban ók okkur nú um borgina, en
fylgdarmaður sagði okkur frá ýmsum merk-
um byggingum, líkneskjum og strætum. Þar
var t. d. pósthús, svo feiknastórt, að bréf,
sem þangað er skilað, kemst ekki í hendur
viðtakanda fyrr en eftir tvær vikur, eftir því
sem fylgdarmaðurinn sagði okkur. Þá sáum
við á torgi einu stytm mikla af Poseidon
sjávarguði, og þekktum við þar á augabragði
starfsbróður okkar Garðar Jökulsson.
Að ökuferðinni lokinni vorum við flutt á
bátum út í gamalt virki, sem Alvsborg nefn-
BANKABLAÐIÐ 7