Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 33

Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 33
Ræða Baldvins Jónssonar við opnun útibús Landsbanka íslands á Hornafirði Virðulega samkoma. Um þessar mundir eru 85 ár liðin síðan Landsbanki Islands tók til starfa. Hóf hann starfsemi sína hinn 1. júlí 1886 í litlum húsakynnum við Bakarastíg, sem síðar var við hann kenndur og nefndur Bankastræti. Svo sem kunnugt er var Landsbanki Is- lands stofnaður með lögum nr. 14 frá 18. september 1885. Atti stofnun hans alllang- an aðdraganda og urðu miklar umræður á Alþingi og á öðrum opinberum vettvangi áður en unnt reyndist að koma bankamálinu í örugga höfn. Sýndist sitt hverjum um hvaða fyrirkomulag hentaði okkur bezt varðandi framtíðarskipan íslenzkra peninga- og banka- mála. Samkvæmt fyrrnefndum lögum var það talið eitt af höfuðverkefnum hins nýja banka að stuðla að og greiða fyrir peninga- viðskiptum um land allt, meðal annars með því að koma á stofn bankaútibúum í öllum fjórðungum landsins. I 9. grein laganna um stofnun Landsbankans segir svo um þetta atriði: „Bankinn skal, svo fljótt sem auðið er, setja á stofn aukabanka eða framkvæmda- stofur fyrir utan Reykjavík, einkum á Akur- eyri, Isafirði og Seyðisfirði." Bankinn var því engan veginn bundinn við Reykjavík eina, heldur var honum ætlað að þjóna landsmönn- um öllum með því að draga til sín og hag- nýta það fjármagn, sem menn lágu með ónotað í handraðanum og gátu ekki ávaxtað vegna vöntunar á traustri og áreiðanlegri f j ármiðlunarstof nun. Ekki þótti fært að sinna þessu verkefni fyrstu árin, og mun það fyrst og fremst hafa stafað af fjárskorti, enda augljóst, að aðal- bankinn í Reykjavík þurfti að safna kröft- um, áður en hann gæti hafið starfsemi úti um allt land svo að gagni mætti koma. Var málinu þó haldið vakandi og fyrsta útibúið stofnað á Akureyri árið 1902 og hið næsta á ísafirði árið 1904. Ekki þótti fært að stofna útibú á Austurlandi að sinni, enda mörg verk- efni meira aðkallandi. Heimildir eru þó til fyrir því, að bankinn hafði fullan hug á að stofna útibú hér eystra, þótt ekki yrði úr framkvæmdum, fyrst og fremst vegna fjár- skorts. Með stofnun Islandsbanka árið 1903 BANKABLAÐIÐ 31

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.