Sindri - 01.10.1920, Síða 44

Sindri - 01.10.1920, Síða 44
38 FRÁ BORÐI RITST]ÓRANS SINDRI var hjer á landi. Hugsum vjer að þetta muni flestum gleði- fregnir, því þær eru ekki gripnar úr lausu lofti, heldur bygðar á vísindalegum rannsóknum. — Um einkaleyfi hefir lítið verið ritað í íslensk blöð. Vonum vjer því að mörgum muni þykja mikill fróðleikur í ritðerð Guðm. sál. Waage, um verndarbrjef og einkaleyfi. Atti ritgerð þessi að vera upp- haf fleiri ritgerða um sama efni, en því miður entist höfund- inum ekki aldur til þess að koma þeim frá sjer. Er mikil eftirsjá í Guðm. sál. og lætur hann eftir sig skarð er lengi mun standa ófylt. — Enda þótt sumum hjer í Reykjavík sje illa við gasljósið, ráðleggjum vjer samt mönnum til að lésa ritgerð ]óns Egilssonar, þar sem saga gaslýsingarinnar er rakin í helstu dráttum. Ritgerðin nær ekki eingöngu yfir kolagasljós, heldur allar tegundir gasljósa frá fyrstu tímum. Loks viljum vjer benda lesendum á auglýsingarnar í ritinu, því í þær er einnig mikið að sækja. Er það leiðinlegur mis- skilningur sem hefir fest sig í heila sumra manna hjer á landi, að sjálfsagt sje að lesa aldrei auglýsingar þær sem birtast i blöðum og tímaritum. En auðvitað kemur þetta þeim sjálfum í koll, því við það fara þeir á mis við ýms góð tækifæri. SlNDRI flytur ekki auglýsingar frá öðrum en góðum og á- byggilegum »firmum«, svo að vjer getum fullvissað lesendur um að auglýsingar þær er standa í þessu hefti eru ekkert skrum. Ennfremur yonum vjer að leiðarvísir sá, sem er fremst í tímaritinu geti komið mönnum að miklum notum við að finna hvar þeir geta fengið ýmsar vörutegundir er þá vantar. I næsta hefti hefst nýr greinaflokkur, fyrir laghenta menn. Verða þar leiðarvísar um ýmiskonar smíðar og annað er menn geta sjálfir leyst af hendi í heimahúsum. Auk þess sem menn geta sparað sjer mikið fje með slíkri heimilisiðju, er hún ágætis ráð til þess að láta tómstundirnar líða.

x

Sindri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.