Bankablaðið - 01.12.1987, Side 6

Bankablaðið - 01.12.1987, Side 6
6 Frá skrifstofunni Ný stjórn og nýir starfsmenn Miklar breytingar hafa orðið á stjórn og starfsliði Sambands íslenskra banka- manna á þessu ári. Helgi Hólm lét af starfi framkvæmdastjóra 1. febrúar. Einar Örn Stefánsson tók þá við fram- kvæmdastjórastarfinu og Kristín Guð- björnsdóttir, sem hafði starfað sem skrifstofumaður hjá SÍB, var ráðin fræðslufulltrúi í stað Guðrúnar Ástdís- ar Ólafsdóttur. 1. apríl hóf Lísa Kristín Gunnarsdóttir störf sem skrifstofu- maður. Ekki urðu minni umskipti á stjórn- inni, þegar stjórnarskipti urðu á 35. þingi SÍB í apríl. Af ellefu aðal- og vara- stjórnarmönnum voru aðeins tveir end- urkjörnir, en flestir hinna fráfarandi gáfu ekki kost á sér að nýju. Hinrik Greipsson var endurkjörinn formaður, Stjórn SÍB ferðbúin á vinnufund í Lækjarbotnum að morgni 29. október sl. Sitjandi frá vinstri: Pall K. ísberg, ritari; Sólveig Guðmundsdóttir, 2. varaformaður; Hinrik Greipsson, formaður; Guðjon Skulason, I. varaformaður; Anna Guðrun ívarsdottir, gjaldkeri. Standandi frá vinstri: Eva Örnólfsdóttir, Auður Eir Guðmundsdottir, Gunnar Hans Helgason, Áslaug Jónsdottir, öll í varastjórn, Anna Kjartansdóttir og Gréta Kjartansdottir, meðstjórnendur. Kristín Guðbjörnsdóttir, Lisa K. Gunnarsdottir, fræðslufulltrúi. skrifstofumaður. og Sólveig Guðmundsdóttir var kjörin annar varaformaður. Aðrir eru nýir í stjórn. Sumum kann að þykja þetta of mikil og hröð endurnýjun á einu ári, en þá er því til að svara, að „nýir vendir sópa best“. Vonandi er sannleikskorn í því máltæki, þótt ávallt sé eftirsjá að reynslu og þekkingu þeirra sem hverfa úr forystuliði sambandsins. Kaj Öhman fimmtugur Finninn Kaj Öhman, fyrrverandi forseti NBU, Norræna banka- mannasambandsins, varð fimm- tugur 15. mars sl. Hann á að baki langt og heilladrjúgt starf í þágu finnskra bankamanna, og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörf- um í Ptl, finnska bankamannasam- bandinu. í stjórn sambandsins hef- ur hann setið óslitið frá 1969. Kaj Öhman sat í stjórn NBU frá 1966 til 1986 og var forseti sambandsins 1983-1986. Árið 1981 hlaut hann gullmerki Ptl fyrir félagsstörf sín.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.