Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Side 3

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Side 3
ÚTVARPSTÍÐINDI. 339 )JóÍin 1945 Barátta mannsins við sjálfan sig MAÐURINN á í sífeldu strííi við sinn eigin ófullkomleika. I árþúsundir hefur hann háð þessa baráttu og mörgum finst sem honum gangi förin grátlega seint. Það má vel vera, en þrátt fyrir allt rniðar þó nokkuð á leið. Þetta skal sagt einnig nú, þó að heimurinn sé flak- andi í sárum og milljónir séu að farast í skorti, kúgun, örvinglan og sárustu neyð. Sagan er eins og hafið, stundum er það lyngt og slétt, stöndum er það ólgandi og í róti. Eitt mesta fárviðri sögunnar er nýafstaðið og á ströndum mannlífsins Iiggur vogrekið, brotið og eyðilagt, sundrað og sundur slitið. Margir menn örvænta nú, fyllast fyrir- litningu á lífinu og helmyrkur vonleys- isjis grýpur þjóðirnar. Ef það nær tök- um á heiminum lýkur sögu mannkyns- ins. Eini möguleikinn til viðreisnar er vonin. Hvar sem menn standa í trúarskoð- unum viðurkenna allir að í kenningum Kristindómsins um réttlæti og bróður- kærleika felist fullkomnun mannsins- Það er bróðurkærleikurinn og ástund- un réttlætisins sem hefur mannif.in upp fyrir dýrið. Ef hann týnir voninni um fullkomnun, ef hann gleymir náunga sí ium, réttindum hans og þörfum hans hefur hann varla rétt til að lifa. Þá fell- ur hann aftur niður í myrkur frumstigs- ins, aflar brauðs síns af blindri, frum- stæðri þörf, neytir þess í myrkri o,g urrar ef önnur vera nálgast hann. Enni he»ris lækkar, hjarta hans kólnar, hugur hans smækkar. Þá er hann orðinn aftur óarga dýr. Það, sem gerir manninn að manni, er þrá hans eftir fegurð, skilningur hans á rétti náunga sfns, kærleikur hans til alls, sakleysi k<.is og tign í kærleik- anum. Maðurinn er eins og Ieirinn í höndum myndasmiðsins. Myndasmiðurinn er feg- ursta hugðjónin um frið og jöfnuð, kærleika og sakleysi. í Kristindómnum felast fegurstu hugsjónir mannlífsins. Það er ekki hans sök þó að seint gangi að gera myndina af manninum fagm. Leiirinn er gallaður. En þrátt fyrir allt verður maðurinn betri og fegurri með hverri öld. Þó að mistök verði, er þó sótt fram. Jólin eru mesta hátíð kristninnar og við ljós hennar skýn fegurð manjsins skærast. Það er ekki að eins vottur jólahátíðarinnar sjálfrar heldur og sönnun fyrir mætti þeirrar hugsjónar, sem Kristindómurinn ber fram. Gleðin í augum barnsins og gamalmennisins, kyrrðin og fögnuðuriili á þessari hátíð gefur fyrirheitin um fullkomnun manns- ins. Við erum sannarlega ófulikomin. ! leit okkar eftir fegurra lífi förum við oft vílligötur. Þó höfum við leiðarljós Leiðarljósin eru: kærleikur til alls, hjálpfýsi við all-a, þegnskapur og um- burðarlyndi. Við erum öll skapendur. Eins og vér sáum svo munum vér einn- ig upp skera. Það sem þú sýnir náunga

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.