Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Qupperneq 17

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Qupperneq 17
ÚTVARPSTIÐINDI. 353 Sumumvexfiskurum hrygg -S^mdóag.a e^lir l'llar I- ÞEGAR HANN var litill, eignaðist hann aldrei leikföng. Fólkið hafði annað við aurana sína að gera en að henda þeim í glingur handa strákum. Og hann var látinn vinna. Honum var kennt að vinna. Það kom honum mjög vel síðar. Hann öfundaði samt aldrei jafnaldra sína af leikföngum þeirra. Kannske var það vegna þess, að hann umgekkst enga, sem voru á líku reki og hann og höfðu gaman að leikföngum. Það var ekkert barn á Innstafelli nema hann. Og full- orðið fólkið umgekkst hann eins og full- orðinn mann, nema hvað hann réði engu um það sem gert var. Honum var skipað fyrir verkum, og hann lilýddi alltaf. Hvort þessum unglingi var einkar mikil hlýðni í blóð borin, hefur aldrei verið upplýst, en mikið gat þessi einmana nið- ursetningur reynzt dyggur þjónn, — og mikið hefur hann alla tíð verið hús- bœndahollur, þar sem honum hefur slotnazt sú upphefð um dagana að vcra vinnumaður. Þegar hann var kominn hátt á sjötugs- aldur, eignaðist hann leikfang i fyrsta sinni- Hann keypti það til þess að gefa það strax aftur. Lítill, rauðhærður dreng- ur átti afmæli. Gamli maðurinn þurfti að víkja einhverju að honum í tilefni af þvi. Börn eru alltaf börn. Og stundum finnur gamla fólkið skyldleika sinn við börnin. Stundum hafði hann séð krakka leika sér að boltum. Hann hafði séð þau elta þessa litlu knetti til og frá um allar triss- ur, kasta þessu einhvern veginn upp i loftið og grípa þetta af mikilli ánægju. Hann stóð fastlega i þeirri meiningu, að öllum börnum hlyti að þykja gaman að þessum fallega litu, litlu boltum, sem fengust í hverri verzlun. Svo keypti hann bolta. Einn góðan veðurdag, þá stóð þessi gamli maður á miðju gólfi í leikfanga- Elias Mar. verzlun og horfði glampandi augum á unga stúlku, sem stóð innan við borðið. „Hvað var það?“ spurði hún. Gamalmenninu varð svarafátt' Sagði þó eftir nokkurt hik: „Boltar, — fást þeir ekki hér —?“ Og á sama augnabliki lágu tveir eða þrír kassar á borðinu fyrir framan hann, og í þeim voru margir boltar allavega litir og af mismunandi stærðum. Aldrei hafði gamli maðurinn áður séð hluti þess arar tegundar, sem áttu það fyrir hönd- um að verða hans eigin eign. Það fannst honum merkilegt, að hann skyldi verða til þess að kaupa svona óþarfa fyrir hýruna sína, þegar hann var kominn á

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.