Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Side 21
ÚTVARPSTIÐINDJ
357
J}ó(a(eih
ri
it:
Jólasveinninn talar við börnin
■bcS
GÓÐIR BARNATÍMAR hafa verið hafö-
ir í útvarpinu á hverjum jólum undan-
farin ár. Hefur þá meðal annars komið
frarn jólasveinn og talað við börnin.
Hefur fullorðnum, ekki síður en börnum
þótt gaman að þessum leik.
Hór fer á eftir einn leikurinn og rná
vera að á nœstu jólum verði fluttur
þáttur líkur þessum. Þœttinum er skift
í tvo flokka. Er annar fluttur á jóladag,
en hinn annan jóladag.
Jólasveinninn (bankar á dyrnar): Ne-
ei, komið þið nú marg-marg-marg-bless-
uð og sæl, elsku ungarnir mínir! Lifand-
is ósköp og skelfing er ég feginn að sjá
ykkur- (Heilsar börnunum). Komdu
blessaður Gvendur minn, og krossbless-
uð, Gunna mín, og þið öll! Ég myndi
rembingskyssa ykkur öll, ef þið væruð
ekki svona mörg, eins og mý á mykju-
skán. (Illær og púar). Æ, ósköp er mað-
ur nú þreyttur og svangur. Eigið þið
nokkuð hangikjöt?
Börnin: Nei, bara epli og súkkulaði.
Jólasv.: Uss, svei svoleiðis hégóma.
En eklci vænti ég að þið ættuð hákarl og
brennivín, bara duggunarlítið bragð?
Börnin: Uss, svei attan, svoleiðis eig-
urn við aldrei.
Jólasv.: Æi, nei, nei, ég veit svo sem
að menn eiga engan undirstöðumat nú
á dögum. Áður áttu karlarnir fullar
skemmur af hákarli, floti og harðfiski.
En vitið þið annars nokkuð hvað
skemma er? Ha? Nei, hvernig eigið þið
að vita það, þessi blessuð himpingimpL
Nei, sko sjáið þið, i skemmunni sinni
áttu gömlu mennirnir í sveilinni allan
sinn mat og þar var nú gaman að koma
fyrir okkur jólasveinana. Þar voru ó-
teljandi kæfubelgir, fullt af eldsúru
nmjöri og — — —
Börnin: (taka fram í) Súru smjöri.
Oj, það hefur verið slæmt.
Jólasv.: Slæmt! Já, svona eruð þið,
pottormarnir ykkar! Þiö kunnið ekki að
meta góðan mat! 0, blessuð verið þið,
súrt smér er það bezta, sem ég bragða.
Börnin: Eruð þið'ekki voðalega gráð-
ugir jólasveinarnir?
Jólasv.: 0, nokkuð svo. Viö viijurn
hafa okkar mat og engar refjar. Ég er
nú ósköp hófsamur. Ég læt mér nægja
að sleikja innan pottana, ég er nefnilega
hann Pottasleikir gamli. En þeir eru
rniklu gráðugri bræður rnínir, hann Ket-
krókur og hann Bjúgnakrækir, og ykkur
að segja, þið rnegið engum segja það,
þeir eru dálítið þjófgefnir líka, skamm-
irnar þær arna. En heyrið þið, skinnin
mín, haldið þið, að þið hafið garnan af
því, að ég raulaði fyrir ykkur nokkrár
vísur?
Börnin: Já, góði gerðu það-
Jólasv.: Já, jæja þá. En þið verðið þá,
að taka kröftuglega undir. Takið undir,
eins og hann Páll ísólfsson segir. (syng-
ur) Hingað kominn er ég enn. Jæja,
rnargt segið þið. Ég er nú orðinn kóf-
sveittur að kyrja þetta við ykkur.
Börnin: Heyrðu, þú sagðist lieita Potta-
sleikir. Hversvegna sleikirðu innan pott-
ana?
Jólasv.: Hversvegna! Ekkert vitið þið,
ræfils- anganórurnar! Ekkert er eins
gott og skófir úr góðurn graut. Sérstak-
lega eru góðar skófirnar á jólunum. Þá
elda konurnar þennan líka fína, rúsinu-
graut, do-do-ná-ná! Og stundum er ein
og ein rúsina eftir á botninum- Það er
nú aldeilis fengur, manneskja. En á ég
að segja ykkur dálítið skrýtið, sem kom
fyrir mig í gærkvöldi?
Börnin: Já, góði segðu okkur eitthvað
skemmtilegt.