Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Qupperneq 29

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Qupperneq 29
ÚTVARPSTÍÐINDI 365 FAÐIRINN ^Smada^a eftir (féjörnótj erne dSjörnóon SAGAN er um voldugasta manninn í prestakallinu. Hann hét Þórður Yfirás. Dag nokkurn kom hann í skrifstofu prestsins. Hann var stór og alvarlegur er hann sagði: „Ég hefi eignast son og þarf að láta skíra hann“. „Hvað á hann að heita?“ spurði prestur. „Finnur, eftir föður mínum“, var svarið. — „Og skírn- arvottarnir?“ Þórður nefndi þá og þeir voru beztu mennirnir og ágætustu kon- urnar úr ætt Þórðar. „Var það nokkuð fleira?" spurði prestur og leit upp. — Bóndinn stóð kyrr, hugsandi. Svo sagði hann: „Ég vil láta skíra hann einan út af fyrir sig“. „Á rúmhelgum degi? Við skulum ákveða næstkomandi laugardag klukkan 12 á hádegi. Var það nokkuð fleira?“ spurði prestur. „Nei, það er líkast til ekki annað en þetta“. Bóndinn sneri húfu sinni milli handanna eins og hann byggi sig til brottfarar, en presturinn stóð upp. ■— „Já, það er bara það“, sagði hann og gekk til Þórðar og horfði beint í augu hans: „Guð gefi að barnið verði þér til blessunar". Sextán ár voru liðin frá þessum degi er Þórður kom enn í skrifstofu prests- ins. „Þú berð ellina vel, Þórður“, sagði prestur, hann sá enga breytingu á hon- um. „Það eru engar sorgir, sem ég verð að bera“, svaraði Þórður. Prestur þagði við Jþessu, en eftir dálitla stund sagði hann. — „Hvaða erindi áttu við mig að þessu sinni?“ — „Ég vil fá að vita, hvort sonur minn á að fermast á sunnu- daginn“. — „Hann er duglegur dreng- ur“. „Ég vildi ekki borga prestinum fyr en ég fengi að vita, hvar í röðinni hann á að vera í kirkjunni". ■— „Hann verður fyrstur í röðinni“. — „Ég skil“, svaraði bóndinn „og hér eru tíu dalir handa yður“. — „Var það nokkuð fleira?“ sagði prestur og horfði á Þórð. — „Nei, það er ekkert annað-'. Og Þórður fór. Enn liðu átta ár og dag nokkurn heyrðist hávaði fyrir utan skrifstofu prestsins. Margir menn komu inn, tíu að tölu, og Þórður fyrstur. Presturinn leit upp og þekkti hann. „Þú ert mann- margur í kvöld“, sagði hann. — „Ég ætla að biðja um lýsingu fyrir son minn. Hann ætlar að giftast önnu frá Stóruhlíð, dóttur Guðmundar, sem er hér með mér“- — „Já, þetta er ríkasta stúlka sveitar- innar", sagði prestur. — „Já, svo segir þú“, svaraði bóndinn- Hann strauk hárið upp frá enni sér með annari hendi. Presturinn sat kyrr um stund, hugsandi. Hann sagði ekkert, en færði nöfnin í bækur sínar og mennirnir skrifuðu nöfn sín undir. Þórður lagði þrjá dali á borðið. — „Ég á að eins að fá einn dal“, sagði prestur. — „Það veit ég vel“, sagði Þórður, „en hann er einka- barn mitt — og ég vil gera þetta mynd- arlega". Presturinn tók við peningun- um. „Þetta er í þriðja sinn, sem þú kemur hingað í erindum sonar þins, Þórður“. — „Já, en nú er því lokið. Þetta er í síðasta sinn“, sagði bóndinn, lagði veski sitt saman, kvaddi og fór, mennirnir hurfu á eftir honum. Hálfum mánuði síðar reru feðgarnir i kyrru veðri yfir vatnið til Stóruhlíðar til að tala um brúðkaupið. „Þessi þófta, sem ég sit á er óstöðug“, sagði sonurinn og< stóð upp til að laga hana. Samtimis skrikaði honum fótur á því sem hann stóð, hann breiddi út armana, rak uppi óp og féll útbyrðis. — „Taktu í árina", hrópaði faðirinn. Hann stóð upp og rétti hana yfir stokkinn. En eftir að sonurinn hafði gripið nokkur sundtökl stirðnaði hann. „Bíddu svolítið“, hrópaði faðirinn og reri. En þá snerist sonurinn á bakið, horfði augnablik á föður sinn og sökk. Þórður vildi ekki trúa þessu. Hann hélt bátnum kyrrum og starði á blett- inn, þar sem sonurinn hafði sokkið.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.