Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Side 32
368
ÚTVARPSTÍÐINDI
Konungur á Kálfsskinni
Þetta er nýjasta skáldsaga Hagalíns og mun fá þá dóma að hún sé bezta
verk hans og heilsteyptasta. Þetta er stærsta skáldsagan, sem út hefur kom-
ið á þessu ári, 519 þéttprentaðar síður og útgáfan öll mjög vönduð. Margar
myndir eru í bókinni af sögupersónum og hefur Halldór Pétursson list-
málari gjört þær. Skáldsagan „Konungur á Kálfsskinni" gerist á elliheimili
í þorpi út á landi og segir sögu af gömlu fólki, lífsblekkingum þess, þrám,
uppreisn gegn örlögum, ástum þess og baráttu fyrir því að vinna upp það
sem því finnst að það hafi tapað í lífsins stríði. Aðalsöguhetjan er Eiríkur
Athaníusson hákarladrepur og Kanaskelfir að vestan, sem gerist konungur
í „Hælinu“ í krafti eins grammafóns og lóðadriftar- Hann hefur alla tíð
unnið fyrir aðra, en vill nú gerast eigin herra — og láta aðra vinna fyrir
sig.. Þessi persóna verður hverjum manni ógleymanleg, svo og margar aðrar:
Jósef stjórnvitringur, Forstöðu-Guðrún, Sigga-Tóta, Sesselja í Skúrnum —
og fjölda margar aðrar.
Hér er um að ræða sérstætt stórbrotið verk, eina beztu íslenzka skáldsögu,
sem skrifuð hefur verið, enda mun höfundurinn hafa unnið að henni í
mörg ár. í raun og veru hefur Hagalín ineð þessari sögu sinni skapað
heilt þjóðfélag og lýst því af frábærri snild.
KAUPIÐ ÞESSA BÓK NÚ ÞEGAR.
BÓKFELLSIJTGÁFAIM
Sérstætt verk
í íslenzkri
skáldsagnagerö
eflir
Gu'öm. G. Ilagalín