Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Side 33

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Side 33
ÚTVARPSTIÐINDI 369 Götumálarinn Ég kenndi í brjósti ura hann fyrst er ég sá hann. Hann var magur, dökkur yfirlitum, rneð svart, hrokkið hár, og hann var alltaf mjög utan við sig þegar liann málaði. Seinna komst ég að raun um að framkoma hans var mjög vill- andi og í raun og veru var hann ham- ingjusamur maður- Kvalasvipurinn á andliti hans gaf honum þennan ein- kennandi svip sannra málara. Hann var götumálari, en þó ekki f orðsins fyllstu merkingu, því að hann hélt sig aldrei beinlínis á sjálfum götun- um. Hann kaus heldur að fara með mál- aragrindina undir járnbrautarbrúna og þar reisti hann hana upp að veggjun- um. Á þessum uppáhaldsstað sínum naut hann góðs af tvennu. Hann hafði bæði skjól fyrir veðri og svo var þetta fjöl- farin almannaleið, sem gaf af sér góðar tekjur. Tveim árum fyrir stríð hóf hann þessa iðn sína. Ég sé hann aldrei nú orðið; ég býst við að liann hafi verið kallaður í sjóherinn. Hann vakti áhuga minn. Hann var mér ráðgáta. Málverkin hans voru góð, sum voru lireinasta listaverk. Þau voru af ýmsum gerðum. Sá, sem bæri nokkuð skynbragð á þau, myndi finnast lit- bragð beztu mynda hans verulega hríf- andi, þær vöktu alliygli vegfarandanna, án þess þeir gerðu sér grein fyrir hvers vegna-, og þess vegna stungu margir aurum í baukinn, sem stóð við málara- grindina hans. Og menn stóðu þarna, horfðu á hann fullir aðdáunar og keyptu jafnvel mynd og mynd- Ég keyypti þrjár sjálfur. Mjög fallegar smámyndir. Það var mikið talað um Charles og margar sögur sagðar um hann, en fæst- ar sannar. Þannig voru aðstæðurnar og núna kom upp í mér rithöfundurinn og krafðist þess, að ég skrifaði sögu um Charles götumálara, sögu, sem væri taus við alla leyndardóma. Það tók mig heilt ár, að viða að mér efni í liana. í heilt ár varð ég að niður- lægja mig, tala við Charles um listina, þykjast vera vinstri sinnaður og bjóða honum í kaffi daglega. Að lokum lét hann tilleiðast. Máske var það veðrinu að þakka, eða þá það, að Charles lét undan, vegna þess að hann var orðinn þreyttur á mér. Einn drungalegan þokudag þáði hann boð mitt. , Ilann gekk frá dótinu sínu og setti upp sérkennilegan flókahatt og kom með mér í kaffihús. Þegar við liöfðum kveikt í annari síg- arettunni, tók að mildast svipurinn á Charles, þótt hann enn væri frekar frá- hrindandi, og ég fór að reyna fyrir mér. „Ileyrðu mig, Charles, hvernig stendur á því að þú með þína miklu hæfileika skulir mála á götunni? Þú liefðir áreið- anlega geta orðið góður auglýsingateikn- ari“. Charles lirökk við, hvessti á mig aug- um, reis á fætur, eins og hann ætlaði að fara, en settist aftur og mælti þá hrana- lega: „Ég var það einu sinni!“ „Sagðirðu upp“, spurði ég með lægni- Ég var ákveðinn í að láta Charles segja mér nánar frá þessu. „Sagði ég upp? Nei, ég var rekinn!" svaraði hann liörkulega og trommaði stöðugt á borðið með fingrunum. „Ég tala aldrei um það. Ég vil helzt gleyma því. Það er elcki skemmtileg saga, en þar sem þú liefur sannarlega sótt fast

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.