Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Page 34
370
ÚTVARPSTÍÐINDI
Eigendur einkabifreiða
Hafið þér athugað að tryggja
farþegana í bifreið yðar? Ef
ekki, þá gerið það strax í
dag. Á morgun getur það
orðið um seinan.
Trygginguna fáið þér hentug-
asta hjá oss. Kynnið yður
skilmálana.
Hvergi jafn ódýr trygging-
Ferðafólk!
Ferðist ekki án þess að hafa
slysatryggt yður áður. ó-
höppin geta komið fyrir hve-
nær sem er. Hjá oss fáið þér
hentuga ferðatryggingu, ódýra
örorku- og dánartryggingu.
Bezta öryggið gegn afleiðing-
um slysa er slysatrygging.
Leitið upplýsingar hjá oss,
síma Í074.
T ryggingarstof nun
ríkisins
Slysatryggingadeild.
eftir henni, þá skal ég segja þér hana
eins og hún er“.
„Þú veizt, að ég er sauðþrár“, hélt
hann áfram. „í öllum listagreinum ætti
þrákelkni að vera verðlaunuð. En oftast
er það svo, að hún hefur bölvun í för
með sér“.
Hann drap í sígarettunni, kveikti í
annarri og hóf sögu sína.
„Ég var alinn upp á munaðarleysingja-
hæli. Enginn vissi neitt um foreldra
mína og enginn kærði sig heldur neitt
um þá. Eftir því, sem ég bezt veit, hafði
mér verið komið þangað af einhverjum,
sem enginn þelckti. Á hælinu ákváðu
þeir, að ég skyldi ganga á listaskóla og
ganga þar undir próf- Þegar ég var 15
ára, var ég orðinn veikur af leiðindum
út af þessum leiðu kjörum og strauk.
Mitt fyrsta verk var að selja frakka, sem
ég liafði fengið á hælinu. Hann hafði
alltaf verið mér of stór. Fyrir andvirði
hans dró ég fram lífið, þar til ég fékk
stöðu sem sendill hjá Jebbe & Sonum,
útgefendum og prenturum. Með hinum
litlu launum mínum og smá aukavinnu,
sem ég gat snapað mér út eftir vinnu-
tíma, gat ég lifað. Einu sinni, þegar ég
átti að vera að sópa geymsluna, kom
gamli Jebbe að mér, þar sem ég var að
teikna firmamerki fyrir fyrirtækið, og
í stað þess að reka mig, þá fékk hann
mér stöðu í teiknideildinni“.
„Sem auglýsingateiknari?" spurði ég.
„Ekki alveg“, leiðrétti hann, „frekar
sem lærlingur. Til þess að verða full-
gildur teiknari, þurfti að vinna í sjö ár
sem lærlingur".
,,í sjö löng ár“, hélt hann áfram,
„þurfti ég að vinna við öll störf sem
tillieyrðu prentiðn. Níu árum eftir að
ég hafði byrjað hjá fyrirtækinu, skömmu
eftir að ég lauk námi, varð ég aðalteikn-
ari Jebbes. Ég var öfundaður af mér
eldri mönnum, en þá var ég bara reyslu-
lítill og óhamingjusamur unglingur. —
Jebbe var nefnilega bölvaður hrotti. Ég
þori að hengja mig upp á, að honum
líkaði vel við mig á vissan hátt og meinti
ekkert illt með öllum ónotunum, sem
hann hreytti í mig, en hann gerði mér
lífið sannarlega að helvíti. Ef eitthvað