Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Page 35

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Page 35
ÚTVARPSTIÐINDI 371 var hægt að setja út á vinnu mína, néri hann mér um nasir, að það væri hann, sem hefði dregið mig upp úr sorpinu. Hann stríddi mér með því, að ég væri aðeins góður sem sendisveinn á aug- lýsingadeildinni. Annars var það eins og liann sagði: „Ég þarf aðÆ hafa ein- hvern til þess að láta skap mitt bitna á, og þar sem ég hefi nú gert svona mikið fyrir þig, ertu ekkert of góður að verða fyrir því!“ Ég reyndi að afbera þetta, en því meira, sem ég afbar skammir hans og ónot, því mun meira kvaldi þessi gamli velgjörðarmaður minn mig. Svo byrjaði hann á því að segja mér upp. Varla leið svo vika, að liann segði mér ekki upp með hálfsmánaðar fyrirvara. Alltaf tók hann þó uppsögnina aftur, en alltaf vofði hún yfir höfði mér. Þessi óvissa var hræðileg. Ég gat aldrei tekið neina á- kvörðun um framtíðina, gat aldrei treyst því að hafa stöðuna nema um stundar- sakir. Ef hann hefði sagt mér hreinlega upp, þá hefði það verið betra, því að þá hefði ég losnað við þessa kveljandi óvissu“. „Hvers vegna fórstu ekki frá þessum gamla þorpara og fékkst þér aðra vinnu?“ spurði ég. „Á þeim tíma var meira af atvinnu- lausum auglýsingateiknurum, heldur en af smástjörnum í Hollywood. Þar að auki hafði ég sérstaklega góð laun“- „En að lokum rak hann þig þó?“ Charles hló. ,,Já, svo fór að lokum. Eina vikuna sagði hann mér upp á mánudegi, tók það aftur á þriðjudag, sagði mér upp á miðvikudag, tók það aftur á fimmtudag. Á föstudagsmorgun fór ég með teikningu inn til hans til þess að heyra álit hans á henni. Hann horfði á hana með litlum, nærsýnum augunum. Hann snéri lienni öfugt og spurði illkvitnislega: „Á hún ekki að snúa svona?“ Þegar ég svaraði honuin ekki strax, þá kreisti liann hina velgerðu teikningu mína í stórum krumlunum, fleygði henni i mig og urraði: „Ef þetta er það bezta, sem þú getur gert, þá getum við alveg DÝRMÆTUR FJÁRSJÚÐUR ER: *■ Islenxkar Þjóðsögnr ÓLAFS DAVÍÐSSONAR. Heildarútgáfa er komin út í þremur stórum bindum — um 1300 blaðsíður. — Jónas Rafnar læknir og Þorsteinn M. Jónsson hafa búið undir prentun. Guð- mundur Frímann skáld hefur teiknað upphafsstafi, en Trjrggvi Magnússon, myndir á aukatitil- síðu og kápu- Til útgáfunnar liefur verið vand- að mjög vel og ekkert sparað til að gera hana sern glæsilegasta. Engin bók er jafnmikil uppspretta af fróðleik, sögnum og hugmynd- um. Þjóðsögur ólafs Davíðssonar hafa lengi verið öndvegisrit í íslenzk- um bókmenntum og svo mun lengi verða. (féóhaátcfápa f^oráteiná ^ónááonar Akureyri.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.