Morgunblaðið - 04.12.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 04.12.2008, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MARKAÐURINN hefur vissulega skroppið saman en er alls ekki fros- inn, að mati Hafliða Nielsen Skúla- sonar, sérfræðings hjá Vinnumála- stofnun. „Í öllu þessu svartnætti er heilmikil hreyfing,“ sagði Hafliði. Vinnumálastofnun er með vinnu- miðlun og Starfavísi, vefsíðu um laus störf. Í gær voru þar auglýst 86 störf og 159 stöðugildi. Óvenjufá störf eru nú í boði á at- vinnuauglýsingavefnum Job.is, að sögn Eddu Guðnadóttur. Í gær voru auglýst þar 24 störf. Edda sagði að áður hefðu oft verið eitt hundrað til þrjú hundruð störf í boði. Úrvalið nú sé því með minnsta móti. Hún sagði að lítil hreyfing væri í störfum og gjarnan ráðið í þau eftir skamman tíma. Edda sagði fólk hafa mikið hringt í Job.is og spurt um störf er- lendis. Svo virðist sem margir hug- leiði að flytja úr landi. Gunnar Haugen, framkvæmda- stjóri Capacent Ráðninga, sagði allt vera með rólegasta móti í ráðning- um nú. Mun færri störf eru í boði en þegar framboðið var mest. Þó er t.d. eftirspurn eftir forriturum. á hverjum degi til að leita eftir fólki. Í fyrradag kom t.d. byggingameist- ari sem vantaði fimm lærða smiði í hvelli. Einnig er fólk að skipta um störf og vinnandi fólk að flytja úr landi og við það losna störf. Í gær voru 49 störf auglýst á Starfatorgi ríkisins. Þar eru auglýst störf og embætti á vegum ríkisins og eru þau einnig auglýst á Starfa- vísi. Helgi Hjálmtýsson, vefstjóri fjármálaráðuneytisins, hefur fylgst með umferðinni á Starfatorgi frá stofnun þess í mars 2002. Hann sagði að auglýstum störfum hefði fjölgað mikið ár frá ári þar til í fyrra. Nú finni menn fyrir mikilli minnkun. Í hverri viku eru nú auglýst 10-15 störf en voru 30-40 á viku áður. „Þetta fór niður og fækkaði veru- lega, sérstaklega eftir fall bank- anna. Mér sýnist þetta vera töluvert á uppleið aftur,“ sagði Hafliði um fjölda starfa á Starfavísi. Hann sagði vinnuveitendur hafa samband Vinnumarkaður ekki frosinn  Störfum í boði er aftur tekið að fjölga á Starfavísi Vinnumálstofnunar eftir dýfu í kjölfar bankahruns.  Vinnuveitendur hafa samband á hverjum degi við vinnumiðlunina til að leita að starfsfólki                Í HNOTSKURN »Hjá Starfavísi, vefsíðuVinnumálastofnunar um laus störf, voru í gær auglýst 86 störf og 159 stöðugildi. »Mun færri störf eru í boðihjá ráðningarstofum og at- vinnuvefjum en áður. EKKI veitti af því að þrífa Alþingishúsið eftir átök síðustu daga og vikna. Húsið hefur vikulega verið skotmark mótmælenda sem tjáð hafa gremju sína á ástandinu með því að grýta í það eggjum, kartöflum og klósettpappír svo eitthvað sé nefnt. Þingstörf hefjast að nýju í dag. Eggjaleifarnar hreinsaðar af Alþingishúsinu Morgunblaðið/Valdís Thor SAMNINGANEFNDIR sjómanna og útvegsmanna munu á mánudag- inn taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir hálfum mánuði við gerð nýrra samninga. Stefnt er að stífum fundarhöldum í næstu viku með það að markmiði að ná samningum. Kjarasamningar Sjómannasam- bands Íslands, Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands, Félags vélstjóra og málmtæknimanna og fleiri samtaka við Landssamband ís- lenskra útvegsmanna hafa verið lausir frá því í lok maí. Samtökin semja fyrir um 3500 sjómenn. Kröfur útvegsmanna um aukna þátttöku sjómanna í olíukostnaði og breytingar á áhafnatryggingu virð- ast helsti ásteytingarsteinninn í samningunum. „Við erum ekki að fara fram á meira en aðrir hafa feng- ið en það búa engir við viðlíka kröfur frá sínum viðsemjendum og við,“ sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að þótt ol- íuverð hafi lækkað sé það enn langt umfram það sem miðað hafi verið við í kjarasamningum. Forystumenn viðsemjenda eru ekki svartsýnir á samninga. „Við ætlum að taka törn í næstu viku og sjá hvað við komumst áfram með málið,“ segir Friðrik. helgi@mbl.is Taka upp þráðinn í sjómannadeilu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Löndun Útvegsmenn og sjómenn skipta tekjum af aflanum. STEFNT er að stórri leit á Skáldabúðaheiði á morgun, föstu- dag. Leitin var fyrirhuguð á laugardag en nú er spáð dimm- viðri um helgina en björtu veðri á morgun. Rjúpnaskyttu hefur verið leitað á Skáldabúðaheiði í Gnúpverjahreppi frá því á laugar- dag, án árangurs. Í gær og dag er verið að fara yfir starfið til þessa og skipuleggja leitina á morgun. Leitað á morgun Gengið Leitað á Skáldabúðaheiði. ALLA fimmtu- daga fram að jól- um verður Morg- unblaðinu dreift í aldreifingu á höfuðborg- arsvæðinu. „Með þessu móti viljum við gleðja fólk og gefa þeim sem ekki eru þegar orðnir áskrifendur tækifæri til þess að kynnast þessu geysilega öfluga blaði,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, auglýsingastjóri Árvakurs. Aldreifing fram að jólum AÐ DREPA MANN ... SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Mögnuð skáldsaga um glæframenni og glæpi þeirra. KRINGVARP Føroya, ríkisútvarp Færeyinga, glímir við mikinn halla- rekstur nú um stundir. Þetta kom fram á vef færeyska dagblaðsins Sosialurinn í gær. Þar kemur fram að takist stofnuninni ekki að auka tekjur sínar þurfi að fara í miklar að- haldsaðgerðir, þeirra á meðal að segja upp öllu lausráðnu fólki og leggja niður einstaka dagskrárliði. silja@mbl.is Kringvarpið í þröngri stöðu EKIÐ var á gangandi vegfaranda á Austurvegi til móts við bensínstöð N1 á Selfossi í gær. Að sögn lög- reglu slapp vegfarandinn við alvar- leg meiðsl. Hann var fluttur með höfuðáverka á slysadeild Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands á Selfossi, en þaðan til Reykjavíkur til frekari rannsókna. Ekið á veg- faranda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.