Morgunblaðið - 04.12.2008, Qupperneq 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008
Laugavegi 53 • Sími 552 3737
Opið virka daga 10-18 • Laugardaga 10-18
Opið
laugardaga
kl. 10-18
Jólaföt, náttföt, nærföt,
náttkjólar, sloppar og skór
Ný
sending
Um þessar mundir láta launþegarýmislegt yfir sig ganga.
Fólk sættir sig við launalækkanir,aukið vinnuálag og þyngri
greiðslubyrði af skuldbindingum
sínum.
Undir slíku álagi var það þjóðinnimikils virði er ríkisstjórnin
sýndi vilja til að deila álaginu af
þessu íþyngjandi ástandi með því að
lækka laun sín og annarra sem
heyra undir
kjararáð.
Það þótti gottfordæmi –
sýna samstöðu.
Jafnvel nokkurn
skilning á að-
stæðum almenn-
ings í landinu.
Nú er ljóst að kjararáð telur sérekki fært að lækka laun æðstu
ráðamanna ríkisins. Það er bannað!
Í þokkabót hagaði kaldhæðni örlag-anna því þannig að laun þessara
sömu æðstu ráðamanna hækkuðu
síðast örfáum vikum fyrir banka-
hrunið – í lok ágúst. Þar áður höfðu
þau hækkað í janúar. Það er nefni-
lega ekki bannað að hækka launin!
Enn er ekki búið að afnema lögsem veita þingmönnum, embætt-
ismönnum og ráðherrum mun ríf-
legri eftirlaun en öðrum. Það er enn
bannað.
En í ljósi þessa góða vilja þeirrasem kjararáð neitar um kaup-
lækkun eru góð ráð samt alls ekkert
svo dýr: það þarf ekki að taka við öll-
um laununum.
Því ekki að gefa þó ekki væri nemasem nemur kauphækkuninni
síðan í ágúst einhverjum þeim hóp-
um sem eru verst staddir? Það má!
Geir H. Haarde
Ekki bannað að gefa
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
#$
%
#
#$
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
" & &
"
*$BC
" # $%
& '
*!
$$B *!
'( ) ( #! %*!
<2
<! <2
<! <2
'# ) +,-$!.
D -
*
( )
$
)
)*
$
#
!
&
" & + !
/
,*
- $
# )
!. & /
- <7
- %# $ #
0 !,) $ )
$( ,
!
" & &
/0!11
! %2 !$%!+
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
AF höfuðborgum Norðurlanda er rafmagn til
heimilisnota ódýrast í Reykjavík og greiðir dæmi-
gert heimili um 45 þúsund krónur á ári fyrir raf-
orku. Dýrast er rafmagnið í Kaupmannahöfn þar
sem dæmigert heimili greiðir um 216 þúsund
krónur á ári.
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, hef-
ur borið saman rafmagnskostnað heimila í höf-
uðborgum Norðurlanda.
Gerður er samanburður á kostnaði heimila sem
nota 4000 kWh á ári. Upphitunarkostnaður er ekki
tekinn með.
15% aukagreiðsla fyrir að kaupa
endurnýjanlega orku í Finnlandi
Næst Reykjavík er Helsinki, með 51 þúsund
krónur á ári, en sé miðað við gengi fyrir banka-
kreppu var raforkan ódýrust í Helsinki, eða 37
þúsund krónur á ári. Þar er miðað við almenn raf-
orkukaup sem að stærstum hluta til koma frá
kola- og kjarnorkuverum. Í Helsinki kostar 15%
aukalega að kaupa orku frá endurnýjanlegum
orkugjöfum á borð við þá sem við nýtum alfarið til
raforkuframleiðslu hérlendis.
Í samanburði Samorku er miðað við gengi 14.
nóvember sl., en til viðmiðunar vegna banka-
kreppunnar er staðan einnig borin saman miðað
við gengi 1. júlí sl. Varla þarf að taka fram að sam-
anburðurinn yrði Íslandi enn hagstæðari ef miðað
yrði við gengi dagsins í dag, í stað 14. nóvember.
Rafmagnið ódýrast á Íslandi
Ódýrasta rafmagnið af höfuðborgum Norðurlanda fæst í Reykjavík
Rafmagnið er dýrast hjá frændum okkar í Kaupmannahöfn