Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 16

Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 16
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra undirritaði í Osló í gær alþjóðlegan samning um bann við klasasprengjum. Samningurinn bannar þróun, framleiðslu, notkun, birgðasöfnun og afhendingu klasasprengna. Samningurinn var undirritaður af hálfu 125 ríkja. Meðal viðstaddra við undirritunina var Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra í Osló, ásamt Þóri Guðmundssyni frá RKÍ og fleirum. Bann við klasasprengjum 16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Tónleikar í Viðeyjarstofu í kvöld Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson Siglt frá Skarfabakka kl 20:00 Miðaverð kr 2.000 Panta þarf fyrirfram Sími 555 3565 www.elding.is Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is GARÐAR Ólason, sveitarstjóri í Grímsey, undrast að efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra skuli ekki hafa ákært fyrrverandi sveit- arstjóra, Brynjólfur Árnason, fyrir fleiri brot en þau sem getið er um í ákærunni gegn honum. Samkvæmt upplýsingum frá efnahagsbrotadeild- inni er aðeins ákært fyrir þau atriði sem talin eru nægilega líkleg til sak- fellis. Eftir að grunur vaknaði um brot fyrrverandi sveitarstjóra í lok nóv- ember 2007 fólu sveitarstjórnarmenn bókhaldsstofu og löggiltum endur- skoðanda að kanna nákvæmlega bók- hald hreppsins. Kæra sveitarstjórnar Grímseyjar til efnahagsbrotadeild- arinnar byggði á niðurstöðum þeirra en þar var brotum fyrrverandi sveita- stjóra lýst í 31 lið. Aðeins var ákært fyrir hluta af þessum meintu brotum en ákæran gegn honum er í 12 liðum. Meðal þeirra brota sem lýst er í kær- unni er að fyrrverandi sveitastjóri hafi falsað nöfn sveitarstjórnarmanns (Garðars) á skuldabréf, falsað reikn- inga, keypt ýmsa hluti án heimildar, gefið rangar upplýsingar um kostnað við kaup á ýmsum hlutum og smurt um 200.000 krónum ofan á mán- aðarlegar launagreiðslur sínar í óleyfi. Garðar segir að kostnaður sveitarsjóðs vegna athæfisins hafi numið um 35 milljónum króna. Eitt- hvað hafi þó tekist að endurheimta. Í ákærunni er sveitarstjórinn fyrr- verandi sakaður um fjárdrátt upp á tæplega 20 milljónir. Að sögn Garðars kemur til greina að sveitarstjórnin höfði einkamál gegn sveitarstjóranum fyrrverandi til að endurheimta það fé sem hrepp- urinn hefur tapað. Þegar leitað var skýringa hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra var minnst á að samkvæmt lögum skuli aðeins ákæra ef gögn eru nægi- leg eða líkleg til sakfellingar. Öll kæruatriðin hefðu verið rannsökuð en aðeins ákært ef sönnunargögn uppfylltu ofangreint skilyrði. Falsað gagn lægi fyrir í málinu en þar sem því hefði ekki verið beitt í löggerningi væri ekki ákært fyrir skjalafals held- ur eingöngu fjárdrátt. runarp@mbl.is Töldu að ákært yrði fyrir fleira  Kæra Grímseyinga mun umfangs- meiri en ákæran  Öll atriði rannsökuð Morgunblaðið/Einar Falur FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is HEIMSMARKAÐSVERÐ á áli hef- ur fallið hratt á undanförnum vikum og mánuðum en staðgreiðsluverð á tonni af áli var 1.642 dollarar í lok dags í gær, samkvæmt upplýsingum frá London Metal Exchange (LME). Miklar hamfarir hafa einkennt hrávörumarkaði undanfarna mán- uði. Um miðjan júlí var verð á málm- um og olíu í sögulegu hámarki. Fatið af olíu kostaði þá 147 dollara en hef- ur undanfarna daga sveiflast í kring- um 50 dollara. Svipaða sögu er að segja um álið en það hefur lækkað úr 3.300 dollurum í júlí niður í 1.642 dollara nú. Tekjur íslenskra orku- fyrirtækja, þá helst Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, sveiflast með álverði vegna sölusamninga á raforku til ál- vera. Þannig hefur álverðið bein áhrif á tekjur af raforkusölu. Fyrrnefnt lækkunarferli á verði á áli er það hraðasta í sögunni, og það sama má segja um margar aðrar hrávörur eins og olíu og stál. Sérfræðingar bandaríska bank- ans JP Morgan telja að verð á olíu- fati geti haldið áfram að lækka, og fari jafnvel niður í 35 dollara. Þeir telja einnig að verð á málmum geti tekið mið af verðinu á olíu og því lækkað nokkuð. Gangi spár sérfræð- inga JP Morgan eftir getur verð á tonni af áli lækkað enn frekar jafn- vel niður í 1.200 dollara. Spár bank- ans eru þó háðar mikilli óvissu. Tæplega 12 prósent arðsemis- krafa vegna orkusölu frá Kára- hnjúkum byggist á því að verð á tonni af áli sé um 1.550 dollarar tonnið, miðað við samninga sem undirritaðir voru snemma árs 2003. Hlutabréf í mörgum framleiðslu- fyrirtækjum á hrávörumarkaði, þar á meðal álfyrirtækjum, hafa lækkað mikið samhliða verðlækkanaferlinu. Þannig hefur gengi hlutabréfa í Al- coa fallið úr 35 dollurum í júlí niður um 10 nú. Það gerir um 70 prósent lækkun. Yfirstjórn Alcoa hefur að undanförnu gripið til hagræðingar- aðgerða, meðal annars með frestun verkefna. Forsvarsmenn Alcoa hér á landi segja engar hagræðingaraðgerðir vera framundan en álver fyrirtæk- isins er á Reyðarfirði. Þá hyggst fyr- irtækið áfram stefna að því að byggja upp álver á Bakka við Húsa- vík, þó að nokkurrar óvissu gæti um það verkefni, m.a. vegna erfiðleika Landsvirkjunar við að fjármagna framkvæmdir þar sem lokað er fyrir lán til fyrirtækisins í augnablikinu. Álverð hefur í gegnum tíðina sveiflast töluvert. Í byrjun árs 2003 var verðið í kringum 1.200 dollara á tonnið. Síðan hækkaði það hratt yfir þriggja ára tímabil en féll svo með olíunni í haust. Álið fallið úr 3.300 dollurum í 1.642 Hraðasta verð- lækkun á olíufati í sögunni Morgunblaðið/ÞÖK Álver Miklar verðlækkanir hafa einkennt hrávörumarkaði undanfarna mánuði. Verð á áli hefur lækkað um næstum 50 prósent á fjórum mánuðum.                   „MÉR finnst að mesta áherslu beri að leggja á að heimilin standi sterk núna og að atvinnu- lífið gangi, því að heimilin standa ekki sterk nema atvinnulífið gangi,“ segir Árni Johnsen alþingismaður. Hann boðar til ellefu atvinnulífsþinga í byggðum Suðurkjördæmis þar sem um hundrað framsögumenn tala málin upp en ekki niður, eins og segir í auglýsingu þingmannsins. Fyrsta atvinnulífsþingið var í Þorlákshöfn í gærkvöldi, tvö verða í dag og einn til tveir fundir á dag í heila viku. Fundirnir eru öllum opnir. Árni hefur fengið forystumenn stærstu fyrirtækja kjördæmisins til að segja frá starfsemi þeirra og spá í framtíðina, auk þess sem bæj- arstjórar ávarpa fundina. „Þetta er gert til að vekja umræðuna og hjálpa fólki við að losna við þá óvissu sem hvílir yfir,“ segir Árni. Hann segir að enginn hafi skorast undan að taka þátt. „Mér finnst það bera vott um baráttugleði og bjart- sýni í mönnum.“ helgi@mbl.is Málin eru töluð upp en ekki niður Þingmaður efnir til 11 atvinnulífsþinga Árni Johnsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.