Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 24

Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 24
24 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is HLÝTT og notalegt er á heimili hjónanna Paul Ramses og Rosemary Atieno Athiembo, þegar blaðamaður kemur inn úr kuldanum á vind- asömum desemberdegi. Hér hafa þau dvalist undanfarna mánuði, ásamt syninum Fídel Smára, sem nú er sex mánaða. Fjölskyldan bíður niðurstöðu Útlendingastofnunar, sem í haust tók beiðni þeirra um hæli hér á landi til efnislegrar með- ferðar. Þau vita ekki hvenær nið- urstaðan fæst, en um miðjan nóv- ember var Paul kallaður til viðtals hjá Útlendingastofnun. Þar var hann m.a. beðinn um að leggja fram gögn sem sýndu fram á að honum væri ekki vært í heimalandi sínu, Kenía, vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum þar. Ekki nóg fyrir leigu og mat Í haust fengu þau hjónin tíma- bundið dvalarleyfi hér á landi. Það felur m.a. í sér að þau hafa leyfi til þess að vinna hér á landi. Rétt eftir að leyfið var í höfn skall hins vegar kreppan á og hjónunum hefur ekki gengið vel að fá vinnu. „Ég fékk vinnu á veitingastaðnum Fiskmark- aðinum. Þar vann ég í um tíu daga, en svo hrundi efnahagurinn og ég missti vinnuna þar,“ segir Paul. Hann hafi þá ráðið sig á veitinga- staðinn Geysi, en sama saga hafi gerst þar. „Ég hef gengið milli veit- ingastaða í miðbænum, en það er enginn að ráða fólk.“ Undanfarið hafa hann og kona hans verið í íhlaupastörfum á Geysi. „Í síðasta mánuði voru það um tuttugu tímar, sem er alls ekki nóg,“ segir hann. Þeir peningar sem þau hafa milli handanna hrökkva ekki bæði fyrir leigu og mat. „Vinir okkar hafa verið að aðstoða okkur með mat sem og Rauði krossinn,“ segir Rosemary. Hjá Rauða krossinum fá þau inn- eignarnótu til þess að nota í Hag- kaup. „Fyrir hrunið dugðu 20 þús- und krónur okkur allan mánuðinn. Núna dugir sami peningur ekki nema í um ellefu daga,“ bendir Paul á. Hjá Fíladelfíusöfnuðinum og Reykjavíkurborg hafi þau einnig fengið aðstoð sem renni í leigu- og matarinnkaup. Til þess að spara peninga heldur fjölskyldan sig mest heima við. Þeg- ar þau fari út sé það helst í Rauða krossinn eða til kirkju hjá Fíladelfíu. Einnig heimsæki þau vini sína hérna. „Við eigum marga vini, en staðan hér núna hefur breytt ýmsu. Fólk sem við vorum áður í sambandi við þarf nú að nota tíma sinn í að huga að sjálfu sér vegna ástandsins,“ segir Paul „Þrátt fyrir þetta eigum við mjög trausta vini hérna. Það er fólk sem styður okkur með ráðum og dáð, hvetur okkur áfram og segir við okkur að þetta eigi allt eftir að fara vel,“ segir Rosemary. „Ísland nær sér á strik“ Paul og Rosemary hugsa sér ekki til hreyfings héðan þrátt fyrir ís- lensku kreppuna. Þau hafa sótt um íbúð á vegum Reykjavíkurborgar, þar eð núverandi húsnæði hentar ekki nægilega vel. „Það mikilvæg- asta er að geta lifað lífinu með fjöl- skyldu sinni í friðsæld. Það þarf ekki annað en líta í augun á litlu barni, sem lifir lífinu laust við áhyggjur, til þess að átta sig á því að vonin er til, “ segir Paul og horfir brosandi á son sinn. Þau segjast þó upplifa krepp- una greinilega. „Við höfum rætt við vini okkar og fólk sem hefur mætt til mótmælanna í miðbænum. Fólk hef- Hafa litla vinnu haft í kreppunni Fjölskylda Paul Ramses bíður svara Útlend- ingastofnunar Morgunblaðið/Golli Nýtt líf Paul og Rosemary vonast til þess að úrskurður í máli þeirra verði þeim í hag og þau geti skotið rótum hér á landi ásamt syninum Fídel Smára. Sæti á sýninguna á aðeins 2.000 kr. (fullt verð 2.800 kr.) Tilboðið gildir til 30. desember Gjafakortin eru afgreidd í fallegu hulstri og eru frábær í jólapakkann Gjafakort á frábæru verði! Kardemommubærinn Gefum góðar stundir J ó l a g j ö f i n í á r Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin kl. 12.30–18Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Paul Ramses og kona hans Ro- semary eru frá Kenía. Þau hafa óskað eftir hæli hér á landi, en hér hafa þau dvalist mest allt árið. Paul var í júlí sendur til Ítalíu eftir að Útlendingastofn- un hafnaði því að taka mál hans til efnislegrar meðferðar. Þar dvaldi hann á gistiheimili fyrir flóttamenn. Efnt var til mótmælafunda og þess krafist að fjölskyldan fengi að vera áfram. Í ágúst úrskurðaði dóms- málaráðherra að beiðni Paul um hæli skyldi tekin til efnislegrar meðferðar hér á landi. Kom hann þá aftur til Íslands. Sneri aftur í sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.