Morgunblaðið - 04.12.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.12.2008, Qupperneq 28
28 FréttirERLENT Maurar á faraldsfæti MILLJÓNIR maura af tegund- inni Lasius Neg- lectus eru nú á leið til Danmerk- ur að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Heimkynni umræddra maura eru í Svartahafs- héruðunum en á síðustu árum hafa þeir lagt land undir fót og eru nú komnir til Póllands, Þýskalands og Belgíu og virðist fátt geta komið í veg fyrir, að þeir leggi undir sig Danmörk og fleiri lönd. Getur hver mauranýlenda náð yfir tveggja km langt svæði með milljónum maura en til samanburðar eru um 50.000 dýr í nýlendum dönsku mauranna. Ekki stafar mönnum hætta af inn- rásarmaurunum en hins vegar er óttast, að þeir útrými þeim maurum, sem fyrir eru. svs@mbl.is Svartahafsmaurinn Lasius Neglectus. Danir búa sig undir innrás á næstunni FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is TIL átaka kom í fyrradag milli ísraelskra landtöku- manna og Palestínumanna í Hebron á Vesturbakk- anum en þau voru þó líklega aðeins forsmekkurinn af því, sem koma skal. Þá er þó ekki átt við átök á milli Ísraela og Palestínumanna, heldur milli land- tökumanna og ísraelskra hermanna. Stríðið í Hebron stendur nú um hús, sem land- tökumenn hafa lagt undir sig en hæstiréttur Ísr- aels hefur skipað þeim að fara þaðan. Fékk Ísr- aelsstjórn 30 daga frest til að framfylgja dómnum en ísraelskir fjölmiðlar segja, að öfgafullir hægri- menn hafi beinlínis gengið af göflunum er dóm- urinn var kveðinn upp. Aldrei þessu vant viðurkenna Ísraelar, að land- tökumenn hafi átt upptökin að átökunum og enn- fremur, að þeir hafi hvatt börn og unglinga til að grýta Palestínumenn, eignir þeirra, moskur og grafreiti. Fjalla fjölmiðlar mikið um þetta mál og segja, að í fyrsta sinn séu ísraelskir stjórn- málamenn ekki vissir um, að hernum sé treystandi. Þar séu óeðlilega margir öfgamenn í foringjastöð- um og því ekki öruggt, að þeir færu að skipunum um atlögu gegn landtökumönnum. Ísraelar hafa marga hildi háð gegn nágrönnum sín- um en fréttaskýrendur segja, að nú sé erfiðasta orrustan eftir, gegn öfgamönnunum, sem Ehud Barak varnarmálaráðherra lýsti nýlega sem „stjórnlausu krabbameinsæxli“ í samfélaginu. Óttast heiftarleg átök í Hebron Að skipan hæstaréttar Ísraels á herinn að reka burt landtökumenn í Hebron en ísraelskir stjórnmálamenn eru farnir að óttast, að honum sé ekki lengur treystandi AP Grjótkast Grímuklæddir land- tökumenn í átökunum í fyrradag. TEKIST hefur í fyrsta sinn að sigla flutningaskipi Norðvesturleiðina svokölluðu, norður og vestur fyrir Kanada, en það fór með vöru til ým- issa bæja í Nunavat-héruðunum, sem eru norður og vestur af Hud- son-flóa. Það var í september síðastliðnum, sem flutningaskipið Camilla Des- gagnés lagði upp frá Montreal og síðan gekk siglingin áfallalaust norð- ur og vestur um. Á að endurtaka hana í september á næsta ári en þá er ísinn á þessum slóðum hvað minnstur eða minni en fjórar millj- ónir ferkílómetra. Hann vex hins vegar mjög mikið á veturna þegar flatarmál hans meira en þrefaldast og verður 13 til 14 millj. ferkm. Ef loftslag heldur áfram að hlýna mun það hafa mikil áhrif á skipa- umferð. Sem dæmi um það má nefna, að opnist Norðvesturleiðin mun siglingaleiðin frá Rotterdam til Seattle styttast um 3.700 km. svs@mbl.is Flutti vöru Norðvest- urleiðina Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FULLTRÚAR tuga ríkja undirrit- uðu í gær samning um bann við notk- un, framleiðslu, sölu og varðveislu klasasprengna sem hafa valdið tug- um þúsunda óbreyttra borgara dauða eða örkumlum á síðustu ára- tugum. Stjórnmálamenn og hreyfingar, sem hafa barist gegn klasasprengj- um, segja samninginn marka tíma- mót í baráttunni gegn vopnunum þótt herveldi á borð við Bandaríkin, Kína og Rússland hafi ekki sam- þykkt bannið. Hreyfingarnar segja að samningurinn hafi þau áhrif að mjög erfitt verði fyrir þessi ríki að beita klasasprengjum þótt þau und- irriti hann ekki. Börn um 27% fórnarlambanna Klasasprengjur innihalda margar smásprengjur sem dreifast yfir stórt svæði. Oft springa sprengjurnar ekki strax þegar þær falla til jarðar og þær geta því valdið mannfalli og örkumlum löngu eftir að átökum lýk- ur. Um 100.000 manns hafa látið lífið eða örkumlast af völdum klasa- sprengna frá árinu 1965, samkvæmt rannsókn stofnunarinnar Handicap International í Belgíu. Rannsóknin bendir til þess að 98% fórnarlamba vopnanna séu óbreyttir borgarar. Um 27% þeirra eru börn sem halda oft að smásprengjurnar séu leikföng. „Það tók of langan tíma að banna klasasprengjur. Of margir misstu út- limi vegna þeirra,“ sagði Jens Stol- tenberg, forsætisráðherra Noregs, þegar hann setti ráðstefnu í Ósló í tilefni af undirritun samningsins. „Samningurinn verður til þess að öll- um ríkjum ber siðferðisleg skylda til að beita ekki klasasprengjum.“ Um 98% fórnar- lambanna eru saklaust fólk Í HNOTSKURN » Stuðningsmenn samnings-ins vona að Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, fallist á bann- ið við klasasprengjum. » Obama greiddi atkvæðimeð tillögu í öldungadeild þingsins um bann við notkun klasasprengna á þéttbýlum svæðum, en tillagan var felld. » Bandaríkjaher varpaði260 milljónum klasa- sprengna á Laos 1964-73. Banni við klasa- sprengjum í um 100 ríkjum fagnað        ! " #$ "%&    %! %  '  (" %&'  )* # )$ + ,                                    ! -.//01234.5.567/89:;               <;=>? !" " # $%&& ' # (&)  *  # $))    " # +,  -.   / ' # +%0  1  # $2, 34 64  -4:? 5;@567/89. '         7 . &)) 8           8  # $  %   $ &    %'  (  ) $ * 9  8  :     ;  8     +& ,% %     $ -$ * %$  +  .  &    %'  ( ) $ - +  % + %  /  '     1<      8  . .      1.   .  8 .    >7 . ? . @ .   8  .  8. % "  A.         8 . B   % C< . % D   % E  . ".8  .  $))F 34.5.567/89:-10( 1 && 23 7A315;B.C.5.;DE33-.//12 D +), .     1    .       .  1 = 8         7  < : .        !  @             C  $+) .      !   7  <   8    ÞAÐ er í mörg horn að líta hjá honum Sveinka þegar líða fer að jólum. Hann þarf að búa sig undir að gleðja börnin á sjálfri hátíðinni en tímann þangað til notar hann til að gera annarri skepnu gott, til dæmis þessari stingskötu í stærsta sjávardýragarðinum í Manila, höf- uðborg Filippseyja. AP Stingskötu gefið gott í munninn MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.