Morgunblaðið - 04.12.2008, Síða 36
36 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008
J ó l a s ö f n u n
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
er hafin
Oft var þörf en nú er nauðsyn
Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega
hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349
eða á netfangið maedur@simnet.is.
Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur,
Hátúni 12b.
NÚ ERU JÓLIN AÐ KOMA!
E-MAXX ER GEGGJAÐ RAFMAGNS FJÓRHJÓLA-
DRIFIÐ LEIKTÆKI SEM SVÍKUR ENGANN.
DÓT FYRIR STÓRA STRÁKA.
LÁTTU ÞETTA EKKI VANTA
Í JÓLAPAKKANN.
BORGARTÚN 36 • S:588 9747
Vesturröst
Laugaveg 178
S: 551 6770
www.vesturrost.is
Verð frá 29.500
Digital eða með lykli
BYSSUSKÁPA-
TILBOÐ
5 byssu H 150,B 33, D 31
kr 34,900,-
5 byssu raflæsing
kr 38,900,-
8-12 byssu H 150,B 52 D31
kr 45,900,-
8-12 byssu raflæsing
kr 56,900,-
BYSSUSKÁPATILBOÐ
MIKILL meirihluti
landsmanna vill að
Reykjavíkurflugvöllur
verði áfram á sínum
stað í Vatnsmýri sam-
kvæmt nýrri skoð-
anakönnun Capacent,
eða 70%. Samkvæmt
könnuninni hefur þeim
fjölgað um rúm 27%
sem vilja halda vellinum síðan könn-
un var gerð á þessu í maí 2005.
Meirihluti er nú einnig fyrir stað-
setningu flugvallarins í Vatnsmýri
meðal Reykvíkinga, sem er mikið
fagnaðarefni. Eyjamenn hljóta að
fagna þessu og binda vonir við að
togstreitunni um flugvöllinn ljúki
með sátt um áframhaldandi upp-
byggingu hans í Vatnsmýri.
Sem landsbyggðarmaður sem
þarf atvinnu sinnar vegna að ferðast
mikið þekki ég það af eigin raun
hversu mikilvægt það er að hafa
greiðar samgöngur til höfuðborg-
arinnar, jafnt sem fulltrúi í trún-
aðarstörfum fyrir bæjarstjórn Vest-
mannaeyja og ekki síður vegna
formennsku minnar fyrir Samtök
fiskvinnslustöðva um langt árabil.
Verkefnin krefjast mikilla sam-
skipta, bæði við stjórnsýslustofnanir
og aðra aðila í höfuðborginni. Þess-
um verkefnum verður ekki sinnt sem
skyldi án greiðra flug-
samgangna beint til
Reykjavíkur. Bæjaryf-
irvöld í Vestmanna-
eyjum hafa lagt mikla
áherslu á mikilvægi
flugvallarins fyrir flug-
samgöngur í landinu og
ávallt lagst eindregið
gegn hugmyndum um
flutning hans annað.
Staðsetning vallarins
er mál allra lands-
manna en ekki einka-
mál Reykvíkinga og
þeirra sem stjórna höfuðborg þjóð-
arinnar á hverjum tíma. Bæjaryf-
irvöld í Eyjum hafa einnig lagt ríka
áherslu á að staðsetning flugvall-
arins í næsta nágrenni við Landspít-
ala - háskólasjúkrahús skipti miklu
þegar flytja þarf sjúklinga utan af
landi með hraði á sjúkrahús í höf-
uðborginni. Þar geta mínútur skipt
sköpum.
Fólk og fyrirtæki
Það er mjög mikilvægt að hafa í
huga að umtalsverður hluti farþega í
innanlandsflugi til og frá Reykjavík
ferðast af viðskiptaástæðum. Tíminn
skiptir máli við að ljúka erindum sín-
um aðallega innan póstsvæðis 101,
þar sem mestur hluti stjórnsýslu
landsins er staðsettur. Þetta er sá
hópur viðskiptavina flugfélaganna
sem leggur höfuðáherslu á að nýta
tíma sinn til hins ýtrasta áður en
haldið er heim á ný. Nærri 50 þús-
und manns fljúga árlega milli Eyja
og Reykjavíkur. Óhagræðið af flutn-
ingi flugvallarins frá Reykjavík er
öllum ljóst sem kynna sér málið. Það
væri þó sérstaklega bagalegt fyrir
Eyjamenn sem lengi hafa búið við
erfiðar samgöngur milli lands og
Eyja enda þótt hilli undir samgöngu-
bætur á sjó eftir tvö ár með ferju-
siglingum milli Vestmannaeyja og
Landeyjahafnar. Flugtími milli
Vestmannaeyja og Reykjavíkur er
um 20 mínútur. Siglingatími með
Herjólfi og akstur til Reykjavíkur
tekur rúmlega 3,5 klst. Eyjamenn og
aðrir hafa einnig notið þess að geta
ferðast flugleiðis lungann úr árinu til
Bakkaflugvallar í Landeyjum og
tekur flugferðin og akstur til
Reykjavíkur samtals um 2 klst. Með
tilkomu ferju til Bakka verður ferða-
tími til Reykjavíkur 2 klst. og 15
mínútur. Það er því öllum ljóst að
áfram verður þörf fyrir beint flug til
Reykjavíkur og í því sambandi skipt-
ir tími, kostnaður og öryggi mestu
máli.
Ekki einn í heiminum
Í raun eru það ótrúleg forréttindi
fyrir alla landsmenn að hafa góðan
og öruggan innanlandsflugvöll í
hjarta höfuðborgarinnar. En það er
fráleitt einsdæmi. Nægir að nefna
City-flugvöll í miðborg Lundúna,
Manchester-flugvöll í miðborg Bost-
on, Ronald Reagan í Washington og
svona mætti lengi telja. Allir þessir
flugvellir þjóna tugum flugfélaga
sem flytja samanlagt margar millj-
ónir farþega milli áfangastaða. Það
væri óskandi að borgaryfirvöld í
Reykjavík áttuðu sig á mikilvægi
staðsetningar Reykjavíkurflugvallar
fyrir fólk og fyrirtæki á öllu landinu.
Borgina hlýtur auk þess að muna um
störf þeirra hundraða einstaklinga
sem hafa atvinnu af starfseminni þar
sem hún er. Reykjavíkurflugvöllur
er flugvöllur allra landsmanna og
borgaryfirvöld geta ekki rutt honum
úr vegi og þvingað hann annað án til-
lits til vilja þjóðarinnar.
Tenging Vestmanna-
eyja við höfuðborgina
er mjög mikilvæg
Arnar Sigurmunds-
son skrifar um sam-
göngur milli lands
og Eyja
» Í raun eru það ótrú-
leg forréttindi fyrir
alla landsmenn að hafa
góðan og öruggan inn-
anlandsflugvöll í hjarta
höfuðborgarinnar.
Arnar Sigurmundsson
Höfundur er formaður framkvæmda-
og hafnarráðs Vestmannaeyja, for-
maður Samtaka fiskvinnslustöðva og
áhugamaður um flugvöllinn í Vatns-
mýri.
Í MORGUN-
BLAÐINU miðviku-
daginn 26. nóvember
sl., gerði þingflokks-
formaður Frjálslynda
flokksins athugasemd
við þá afstöðu mína að
greiða atkvæði gegn
tillögu um vantraust á
ríkisstjórnina. Sagði
hann það „mjög alvarlegt mál þegar
lítill flokkur eins og Frjálslyndi
flokkurinn getur ekki gengið í takt“
og reiknaði með að málið yrði tekið
fyrir hjá flokknum. Ég get ekki
neitað því að þessi orð vöktu
blendnar minningar frá síðasta
kjörtímabili. Þá varð í þingflokki
Framsóknarmanna krafan um að
ganga í takt því háværari sem mál-
staðurinn var verri. Enda fór sem
fór, það er óþarft að rifja upp ófarir
míns gamla flokks. Ég sé sömu
ógæfuteikn á lofti yfir Frjálslynda
flokknum um þessar mundir.
Ágreiningur
Á síðasta þingvetri lagði Jón
Magnússon mikla áherslu á svigrúm
sitt og stjórnarskrárvarinn rétt til
þess að taka afstöðu í málum sam-
kvæmt sannfæringu sinni. Hann
greiddi atkvæði gegn ályktun þing-
flokksins þar sem stefna flokksins
varðandi aðild að Evrópusamband-
inu var áréttuð. Um síðustu helgi
gerði þingflokksformaðurinn enn
einu sinni opinberlega ágreining við
formann flokksins um ESB aðild.
Guðjón Arnar Kristjánsson lýsti því
í Morgunblaðinu að aðild kæmi ekki
til greina við núverandi aðstæður en
Jón Magnússon fagnaði því á
heimasíðu sinni „að loksins skuli
vera farið að rofa til í heilabúi nokk-
urra forustumanna Sjálfstæð-
isflokksins varðandi Ísland og Evr-
ópusambandið“. Það liggur þá fyrir
hvað hann telur um heilabú félaga
sinna, sem eru honum ekki sam-
mála. Jón Magnússon hefur ítrekað
farið gegn stefnu flokksins í land-
búnaðarmálum á opinberum vett-
vangi. Hann hefur gert ágreining
um staðsetningu Reykjavík-
urflugvallar og farið langt útfyrir
samþykkt síðasta landsfundar í
málefnum innflytjenda. Jón Magn-
ússon var einn þingmanna á móti
löggjöf um ráðningu aðstoðarmanna
þingmanna og hann gerði ágreining
við formann flokksins og mig um
eftirlaunalöggjöf alþingismanna. Í
öllum þessum sex málum gekk Jón
Magnússon ekki í takt við flokkinn
eða félaga sína. Athyglisvert er að
skoðanir Jóns í flestum þessara
mála eru samkvæmt stefnu Nýs
afls, flokks sem Jón var áður for-
maður í.
Fyrir þingflokk Frjálslyndra
starfa þrír starfsmenn. Jón Magn-
ússon greiddi atkvæði gegn ráðn-
ingu þeirra allra. Í fréttaviðtölum í
september síðastliðnum sagðist
hann ekki treysta þeim, hæfasta
fólkið hefði ekki verið ráðið til
starfa og sakaði formann flokksins
og mig um einkavinavæðingu. Hann
hefur krafist þess að
þeir verði allir reknir.
Jón Magnússon lagði
sig fram um að vinna
gegn áformum for-
manns flokksins um
að fá Ólaf F. Magn-
ússon aftur til liðs við
flokkinn. Stofnað var
sérstakt bæjarmála-
félag í Reykjavík að
formanni flokksins
forspurðum þegar
hann var erlendis.
Óheilindi
Í apríl síðastliðnum sendi mið-
stjórnarmaður erindi til formanns
flokksins og annarra þingmanna
með gagnrýnum spurningum um
mannaráðningarnar og þar var
sérstaklega vegið að fram-
kvæmdastjóra flokksins. Að sjálf-
sögðu var þessu vandlega komið á
framfæri við fjölmiðla. En þau
mistök urðu að með spurning-
unum fylgdu tölvusamskipti send-
andans við Jón Magnússon. Kom
þar í ljós að Jón stóð að baki send-
ingunni og samdi sumar spurning-
arnar og herti á öðrum, allt til
þess að gera félögum sínum í þing-
flokknum eins mikinn óleik og
unnt var. Hann gat ekki komið
hreint fram og spurt félaga sína
beint þótt hann hefði næg tæki-
færi til þess heldur vildi frekar
leynast. Óheilindi og undirferli
eru lýsandi orð um þessa fram-
komu.
Árásir
Síðsumars gerði formaður
flokksins þingmönnum það ljóst
að hann hygðist ekki gera tillögu
um breytingar. Þá hófust árásir á
nýjan leik og af meiri hörku en áð-
ur. Færi sem gafst á miðstjórn-
arfundi í september var nýtt til
þess að bera formanninn ofurliði
og þess krafist að Jón Magnússon
yrði gerður að þingflokks-
formanni. Þegar sýnt var að það
ætlaði ekki að skila árangri fór
Jón í hvert viðtalið á fætur öðru í
fjölmiðlum og gagnrýndi formann
flokksins harðlega og hótaði að
segja sig úr þingflokknum ef ekki
yrði orðið við kröfum hans.
Þegar hér var komið sögu var
mörgum nóg boðið og fjórir
flokksmenn sendu frá sér opið
bréf undir yfirskriftinni: Aðför að
grundvelli Frjálslynda flokksins. Í
bréfinu segir „að ákveðnir aðilar
hafi sýnt að þeir komu inn í flokk-
inn með því hugarfari að yfirtaka
hann og laga að sinni stefnu“ og er
þar vikið að Nýju afli. Þar kemur
fram „að í gangi er undirróð-
ursherferð á formann flokksins“
frá niðurrifsöflum í flokknum til
þess að þjóna valdabrölti þessara
aðila þar sem rógi er beitt. For-
maður flokksins valdi þann kost
að kaupa sér stundarfrið með því
að gera Jón Magnússon að þing-
flokksformanni. Sá ógnarfriður
mun ekki standa lengi. Stöðugt er
þess krafist að starfsmenn flokks-
ins verði reknir og ráðnir aðrir
þóknanlegir Jóni Magnússyni.
Þegar eru komnar fram kröfur um
að formaðurinn víki. Innan flokks-
ins er of mikil óvild og of mikil
óheilindi til þess að Frjálslyndi
flokkurinn standi af sér þetta
óveður niðurrifsaflanna. Ef ekki
verður tekið í taumana strax liðast
flokkurinn í sundur og verður
ónýtt afl.
Ógnartaktur
niðurrifsaflanna
Kristinn H. Gunn-
arsson skrifar um
flokksstarf Frjáls-
lynda flokksins
» Innan flokksins er
of mikil óvild og of
mikil óheilindi til þess
að Frjálslyndi flokk-
urinn standi af sér
þetta óveður niður-
rifsaflanna.
Kristinn H. Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
Sími 551 3010