Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 38

Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 38
38 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Jólagjöfin í ár ! Gleymdir þú lyklunum heima? Er lykillinn að peningaskápnum undir koddanum ? Lyklabox Sími 565 3265 Kaplahrauni 7a - 220 Hfj www.rafhitun.is MIKLAR breyt- ingar hafa orðið á tekjudreifingu íslensku þjóðarinnar á seinustu 14 árum samkvæmt tölum ríkisskattsjóra og hefur dreifing ráð- stöfunartekna orðið sí- fellt ójafnari með ár- unum. Þannig voru t.d. meðaltekjur þeirra 20% hjóna sem lægstar tekjurnar höfðu árið 1993 um 170 þúsund krónur á mánuði (m.v. verðlag árs- ins 2007) en meðaltekjur þeirra 20% hjóna sem hæstar tekjurnar höfðu voru um 490 þúsund krónur á mán- uði, eða tæplega þrisvar sinnum hærri. Árið 2007 höfðu meðaltekjur þeirra 20% hjóna sem lægstar höfðu tekjurnar hækkað um 100 þúsund og voru orðnar 270 þúsund krónur á mánuði. Tekjur þeirra 20% hjóna sem hæstar höfðu tekjurnar höfðu aftur á móti hækkað um 1,4 millj- ónir og voru orðnar 1,9 milljónir á mánuði. Þannig var tekjuhærri hóp- urinn komin með sjö sinnum hærri tekjur en sá tekjulægri miðað við þrisvar sinnum hærri tekjur 14 ár- um fyrr. Á Norðurlöndunum er sama hlutfall nú um 4 og um 8 í Bandaríkjunum. Þannig hefur tekjudreifing á Íslandi þróast frá því að vera sú jafnasta á Norð- urlöndunum yfir í að vera sambæri- leg og í Bandaríkjunum. Á seinustu árum hefur umræðan um „ofurlaun“ farið fram hjá fáum og leiddu „ofurlaun“ hjá Kaupþingi meðal annars til þess að formaður Sjálfstæðisflokksins lokaði reikningi sínum þar. Það er því eðlilegt að gera ráð fyrir því að ójöfnuð ráðstöf- unartekna megi rekja til ójafnaðar í launa- greiðslum til fólks, enda ráða launatekjur mestu um ráðstöf- unartekjur. Það er þó ekki svo, og svo til engin breyting hefur orðið á ójöfnuði launa- tekna á seinustu 14 ár- um þótt meira sé fjallað um hann nú. Þar sem ójöfnuður í launatekjum hefur ekki valdið ójöfnuði í ráðstöf- unartekjum verður að leita annarra skýringa. Til að tekjuskattur hafi ekki áhrif á tekjudreifingu þarf per- sónuafsláttur að halda í við launaþróun, en það hefur hann ekki gert. Frá 1993 til 2007 hækkaði per- sónuafsláttur um 21% meðan launa- vísitalan hækkaði um 143%. Þar með er ljóst að skattkerfið er ein ástæðan fyrir auknum ójöfnuði. Önnur ástæða aukins ójafnaðar eru fjármagnstekjur sem bera mun lægri skatt en launatekjur og dreif- ast mjög ójafnt á landsmenn. Ekki er ljóst af hverju lítill hluti lands- manna hefur á skömmum tíma eign- ast megnið af fjármagninu og fær þannig megnið af fjármagnstekj- unum. Ein ástæðan gæti verið sú einkavæðing sem átti sér stað á tímabilinu er mikið af verðmætum hins opinbera, s.s. fyrirtækjum og kvóta, var fært til þröngs hóps einkaaðila. Til undantekninga heyrði að þær eignir væru seldar hæstbjóðanda og var því um til- færslu fjármuna að ræða frá al- menningi til þeirra manna. Tekjur af þeim fjármunum gætu skýrt hluta ójafnaðarins. Að ofansögðu er því ljóst að nær hefði verið fyrir formann Sjálfstæð- isflokksins að segja sig úr Sjálf- stæðisflokknum en að taka pening- inn út úr Kaupþingi þar sem hans flokkur bar ábyrgð á ójöfnuðinum en ekki eigendur Kaupþings. Stefna Sjálfstæðisflokksins ber þess merki að halda eigi áfram á sömu leið og hafa þingmenn flokks- ins fært rök fyrir því að afnema eigi persónuafslátt alfarið. Einnig vill flokkurinn færa tekjustofna til sveitarfélaga og gefa þeim frjáls- ræði í skattlagningu, en með því fyrirkomulagi hafa Bandaríkjamenn náð upp einum mesta ójöfnuði með- al vestrænna þjóða. Hægrimenn hafa rökstutt ójöfnuð með því að allir hafi jöfn tækifæri og geti unnið sig upp. Sú skoðun þeirra á heldur ekki við rök að styðjast samanber nýlega úttekt OECD, en þar kemur fram að tæki- færi til að vinna sig upp („social mobility“) eru mest í löndum þar sem jöfnuður er mestur. Þannig er auðveldast að vinna sig upp í Dan- mörku en erfiðast er að vinna sig upp í Bandaríkjunum. Þannig virð- ist aukinn ójöfnuður stuðla að var- anlegri stéttaskiptingu. Mörgum finnst eflaust umfjöllun um tölulegar staðreyndir þurr og óraunveruleg en þær segja mikið um samfélagið sem við búum nú í. Seinasta ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna knúði í gegn gíf- urlegar breytingar á íslensku sam- félagi sem eiga sér fá fordæmi í hin- um vestræna heimi og ekki hafa enn komið fram nema að litlum hluta. Þannig lýstu þessir tveir flokkar í raun algerri andstöðu við eitt stéttlaust samfélag þar sem t.d. landsmenn njóta menntunar og heilsugæslu óháð efnahag, enda tíðkast slíkt ekki löndum með jafn ójafna tekjuskiptingu og hér. Það sem þó er alvarlegast og lýsir sið- ferði forsvarsmanna þessara tveggja flokka, er sú staðreynd að þeir hafa ekki gengist við verkn- aðinum og reyna hvað þeir geta til að halda honum leyndum. Þróun tekjudreifingar Guðmundur Örn Jónsson skrifar um ójafna tekjuskipt- ingu hér á landi » Seinasta ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna knúði í gegn gífurlegar breytingar á íslensku samfélagi. Guðmundur Örn Jónsson Höfundur er verkfræðingur og jafnaðarmaður. Ójöfnuður ráðstöfunartekna (blátt) og launatekna (rautt) (mælt á hefð- bundin hátt með Gini stuðli) Þróun ráðstöfunartekna þeirra 20% hjóna sem lægstar tekjur hafa og þeirra 20% sem hæstar tekjur hafa (þús. krónur, verðlag ársins 2007) hefur ríkissjóður gengið á lagið og dregið smátt og smátt úr framlögum sínum til áfengis- og vímu- efnameðferðarinnar. SÁÁ hefur lengi varað við þessu og benti fjárlaganefnd Alþingis á það síðastliðið haust að allt of stór hluti sjúkrarekstrar SÁÁ væri fjármagnaður af samtökunum sjálfum og styrkt- araðilum samtakanna. Það bíður hættunni heim að láta sjálfsagða ÞJÓNUSTA fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandendur þeirra er nú í mikilli óvissu vegna fjárhagsþrenginga SÁÁ. Aðal- ástæða er sú, að með vaxandi styrkjum frá fyrirtækjum og al- menningi til SÁÁ undanfarin ár grunnþjónustu við unga áfengis- og vímu- efnasjúklinga sem leita til SÁÁ vera al- farið undir velgengni og velvild í garð SÁÁ komna. Auðvitað ber að greiða þessa nauð- synlegu þjónustu beint úr sjúkratrygging- unum. Þetta árið voru framlög Alþingis úr sjúkratryggingunni til ungu áfengis- og vímuefnasjúkling- anna enn minni en árin á undan. Látið var í veðri vaka að von væri á leiðréttingu og fjárlagatöluna skyldi ekki taka of bókstaflega. Þess vegna hefur SÁÁ rekið viðamikla göngudeildarstarfsemi fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga í góðri trú allt þetta ár. Engin framlög hafa fengist úr sjúkra- tryggingunni til göngudeildarstarfs. Þetta starf er mjög mikilvægt og ætlað áfengis- og vímuefna- sjúklingum bæði áður en þeir fara í meðferð á stofnunum og eftir að þeir koma úr meðferð. Þjónustan er einnig ætluð þeim yngstu sem ekki þurfa að fara á Vog að svo stöddu og þeim eldri sem geta spjarað sig án þess að leggjast inn á sjúkrahús. Þriðji mikilvægi þátt- ur göngudeildarinnar á Akureyri og í Reykjavík er eina sérhæfða fjölskyldumeðferðin fyrir aðstand- endur fíklanna og sálfræðiþjónusta fyrir ung börn þeirra. Öll þessi þjónusta hefur verið SÁÁ kostn- aðarsöm og nú verður ekki lengra komist – allir varasjóðir búnir og reksturinn kominn á yfirdrátt. Þetta er þó ekki eini vandinn sem að steðjar því sjúkratrygging- arnar hafa ekki greitt nema 80% af kostnaði við Sjúkrahúsið Vog það sem af er þessu ári. Styrkirnir sem hjálpuðu til á fyrri hluta ársins hurfu á einni nóttu. Við þetta bætist að í tillögum til fjárlaga sem nú liggja fyrir Alþingi er ekki gert ráð fyrir neinum leið- réttingum þó slíkt hafi áður verið gefið í skyn. Um nýliðin mánaðamót voru gerðar ráðstafanir til að mæta þessu hjá SÁÁ. Fólki var sagt upp og dregið saman. Því miður mun þetta koma niður á áfengis- og vímuefna- sjúklingunum og aðstandendum þeirra og þeirri þjónustu sem SÁÁ veitir. Innlögnum á Vog mun fækka og göngudeildarstarf leggst að mestu af. Gæta verður sérstaklega að þeim veikustu þegar innlögnum á Vog fækkar og yfirlýst stefna samtak- anna verður að hafa þá veikustu í forgangi ásamt ungum börnum áfengis- og vímuefnasjúklinga. Hugað verður sérstaklega að börn- um og unglingum í göngudeildinni og á unglingadeildinni á Vogi. Reynt verður að halda úti eins mikilli þjónustu og frekast er unnt og styrkur og stuðningur fæst til. Gæta þarf að heilbrigðisþjónustunni fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga Þórarinn Tyrfingsson skrifar um minna framlag til SÁÁ úr ríkissjóði » Gæta verður sér- staklega að þeim veikustu þegar inn- lögnum á Vog fækkar og yfirlýst stefna samtak- anna verður að hafa þá veikustu í forgangi. Þórarinn Tyrfingsson Höfundur er stjórnarformaður SÁÁ. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.