Morgunblaðið - 04.12.2008, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 04.12.2008, Qupperneq 41
með nýju tungumáli, nýjum siðum, nýjum mat, nýrri lykt og nýrri fjöl- skyldu. Misjafnt er í hvernig ástandi börn- in eru þegar þau koma til landsins. Flest þeirra eru í góðu líkamlegu ástandi, sum koma þó vannærð og mörg með eyrnabólgu og í sumum tilvikum fyrirburar og léttburar. En öll eiga þau fortíð og það fortíð sem ekki er hægt að slá striki yfir heldur þarf að hjálpa þeim að lifa með þeim áföllum sem þau hafa orðið fyrir og aðstoða þau við að aðlagast nýju lífi, syrgja það gamla og tengjast nýjum foreldrum. Ekkert af þessu gerist af „sjálfu sér“ eða á einni nóttu. Það ætti því að vera deginum ljós- ara að þessi börn og fjölskyldur þeirra eru sérstök og þurfa sérstaka og viðtæka þjónustu bæði fyrir og eftir ættleiðingu. Þar stendur nefni- lega hnífurinn í kúnni, ef svo má að orði komast. Félagið okkar Íslensk ættleiðing er lítið félag með lítil fjár- ráð. Á meðan þekking og þjónusta í öðrum löndum, Norðurlöndunum og víðar, eykst með ári hverju finnst mér við sitja svolítið eftir hvað þetta varðar. Börnin okkar eru frábær og hafa alla burði til að verða heil- steyptir og hamingjusamir ein- staklingar en … til þess þurfa þau sérstakt uppeldi, skilning og stuðn- ing foreldra sinna og umhverfis. Fé- lagið okkar heldur úti fræðslu fyrir foreldra áður en forsamþykki er gef- ið út og svo er starfandi PAS-nefnd (post adoption service) sem sér um fræðslu fyrir foreldra eftir heim- komu. En fjárráð félagsins leyfa á engan hátt að að þessu sé staðið á fullnægjandi hátt. Ég á mér minn draum um að í framtíðinni geti kjörforeldrar geng- ið að því sem vísu að gott fræðslu- og stuðningsnet verði til staðar bæði fyrir og eftir ættleiðingu. Ef við horfum til hinna norrænu ríkjanna eins og við gerum nú oftar en ekki þá hafa Danir það þannig t.d. að í 3 ár eftir heimkomu eiga foreldrar þess kost að sækja ráðgjöf án end- urgjalds. Þeir hafa aðgang að tal- kennara, sjúkraþjálfara, hjúkr- unarfræðingi, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, sálfræðingi, fé- lagsráðgjafa og barnalækni. Ríkið borgar. Þetta er það sem okkar vantar til að tryggja það að hags- munir barnanna okkar séu hafðir í fyrirrúmi. Vel upplýstir foreldrar og gott stuðningsnet og eftirfylgni við og eftir heimkomu. Við þurfum að setja hjúkr- unarfræðingana í ungbarnaeftirliti inn í málin okkar, leikskólakenn- arana, kennarana og alla þá sem koma að börnunum okkar í þeirra daglega lífi. Það er sama hvar börn- in okkar koma, þau og við þurfum alls staðar að geta gengið að því vísu að þekking sé á málefnum þeirra og sérstöðu. Við erum ört stækkandi hópur, kjörforeldrar. Við höfum öflugt og skemmtilegt félagsstarf í félaginu okkar. En þegar kemur að fræðslu- málum varðandi ættleidd börn og það sem þeim tengist þá erum við pínulítið land með pínulitla þekk- ingu. Úr því þarf að bæta. Börnin okkar eru frábær og eiga bara það besta skilið! Höfundur er þroskaþjálfi og móðir fjögurra barna, þar af þriggja kjör- barna. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Sigurbjörn Einarsson biskup er eitt mesta sálmaskáld íslensku þjóðarinnar á síðari tímum. Sálmar hans og bænir eru mikilvæg í helgihaldi kirkjunnar og trúarlífi einstaklinga hér á Íslandi og veita leiðsögn og huggun trúar og vonar. Bókin geymir heildarsafn sálma hans og ljóða. www.skalholtsutgafan.isFÆST Í KIRKJUHÚSINU OG ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM Opinn fundur á vegum BSRB í dag kl. 16:00-17:30 í BSRB - húsinu Grettisgötu 89 Á fundinum verður fjallað um framtíðarþróun efnahagsmála á Íslandi. Hvert stefnir og hversu löng verður kreppan? Framsögu hafa Gylfi Zoëga prófessor við Háskóla Íslands Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður viðskiptaráðherra Fundarstjóri: Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal. Framtíðin með eða án krónu ANNAÐ þing Sam- bands íslenskra fram- haldsskólanema (SÍF) var haldið í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ helgina 24.- 26. október sl. þar sem fulltrúar fram- haldsskóla hvaðan- æva af landinu komu saman til að móta stefnuskrá og kjósa í embætti félagsins. Á nýliðnu þingi var samþykkt stefnuskrá SÍF til að skapa skýr- an ramma og afstöðu SÍF gagn- vart framhaldsskólanemum. Í fyrrnefndri stefnuskrá eru skýr ákvæði um jafnt aðgengi til náms óháð búsetu eða efnahag sem get- ur reynst mörgum lífsbjörg í því ófremdarástandi sem ríður yfir þjóð okkar á þessari stundu. Í slíkum efnahagsþrengingum og atvinnuhamförum sem þessum róa iðn- og starfsnámsnemar erf- iðan lífróður þar sem samningar þeirra við vinnumarkaðinn verða undir og lífæð námsins glatast. Það er skylda SÍF að vernda nemendur á vinnumarkaðnum jafnt og í námi. SÍF boðar einnig bættar for- varnir og aukið heilbrigði í mat- aræði nemenda á landsvísu þar sem framboð og verðlag í mötu- neytum verður í sviðsljósi, aukin lýðheilsa og heilbrigt líferni er eitt af helstu baráttumálum í sam- félagi framhaldsskólanema. Heilsa, jafnrétti, lýðræði og bætt aðstaða nemenda er ekki einungis krafa SÍF þar sem virð- ing fyrir kennarastéttinni er eitt- hvað sem íslenskt samfélag skort- ir alvarlega, bætt menntun kennara og virðing fyrir stéttinni allri skilar sér að sjálfsögðu í bættri menntun nemenda. Um þessar mundir er um ár síðan SÍF var reist á rótum Iðn- nemasambandsins því réttast þótti að stofna ein stór hagsmuna- samtök fyrir bók-, iðn- og starfsnámsnema. Samtökin hafa nú þeg- ar afrekað margt í hagsmunabaráttu framhaldsskólanema og nú þegar ár er frá stofnun þess mun það blómstra helmingi meira og leggja allt sitt af mörk- um í þágu nemenda. Ungt fólk á uppleið og ferskur mannauður er okkar verðmætasta auðlind og því ber okkur að vernda hagmuni nemenda á lands- vísu. SÍF skal beita sér í hvívetna til að efla jákvæða umfjöllun um framhaldsskólanemendur og ungt fólk almennt. Jákvæð umfjöllun er eitt af lykilhlutverkum í barátt- unni við að efla rödd framhalds- skólanema. Stöndum vörð um hagsmuni fram- haldsskólanema Stefán Rafn Sig- urbjörnsson skrifar um hagsmunabar- áttu framhalds- skólanema. Stefán Rafn Sigurbjörnsson » Jákvæð umfjöllun er eitt af lykilhlut- verkum í baráttunni við að efla rödd framhalds- skólanema. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. @
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.