Morgunblaðið - 04.12.2008, Qupperneq 42
Vikuferð fyrir tvo til Lungau í Austurríki á tímabilinu 24.
janúar til 21. febrúar. Gisting í tvíbýli með hálfu fæði
í „Comfort“-herbergi á Lifestyle-hotel Der Wastlwirt í
bænum St. Michael. Skíðasvæðið í Lungau er frábært
og skíðabrekkur við allra hæfi, sem og þá sem kjósa
snjóbrettin fram yfir skíðin.
Moggaklúbburinn er nýjung fyrir áskrifendur Morgunblaðs-
ins. Félagar í Moggaklúbbnum njóta margskonar fríðinda
og ávinnings. Í hverjum mánuði fá áskrifendur frábær
tilboð um vörur, þjónustu og afþreyingu á mjög hagkvæm-
um kjörum auk þess sem
dreginn er út glæsilegur
ferðavinningur.
Með Moggaklúbbnum á
skíði í Austurríki
– meira fyrir áskrifendur
Desembervinningur:
Skíðaferð fyrir tvo til Lungau í Austurríki að verðmæti 520.000 kr.
Innifalið í verði ferðar:
• Flug og flugvallaskattar til Salzburg og aftur til Keflavíkur
• Gisting í tvíbýli á Lifestyle-hotel Der Wastlwirt í 7 nætur
• Ferðir til og frá flugvelli
Ekki innifalið:
• Skoðunarferðir
Moggaklúbburinn
Allir skráðir áskrifendur eru
félagar í Moggaklúbbnum og
njóta þar með tilboða um góð
kjör á ýmiss konar afþreyingu;
bíómiðum, listviðburðum,
bókum og hljómdiskum,
auk þess sem dreginn er út
glæsilegur ferðavinningur
mánaðarlega.Fáðu þér áskrift ámbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
mbl.is/moggaklubburinn
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008
Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í
efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og
margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóðarinnar. Morgunblaðið leggur
áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni.
Skoðanir fólksins
Er okkur ekki frjálst að
kaupa evrur, nota þær er-
lendis, sem hérlendis ef
okkur sýnist svo? Hvað er
að hræðast? ... Hræðsla og und-
irlægjuháttur stjórnvalda gagnvart
ESB má ekki verða til þess að Ís-
lendingar verði fyrsta hvíta þjóðin
til að verða sett í þrældóm erlendra
ríkja vegna skulda fjárglæframanna
og kjarklausra stjórnmálamanna.
’Á NÝLIÐN-UM haustdögumhefur Íslandihlotnast það semþjóðin í landinuhefur alltaf þráðumfram annað; al-þjóðaathygli.Kemur þar til
nokkuð sem ýmsir
hafa bent á að Íslendingar séu líkt og
unglingar á gelgjuskeiði í samfélagi
þjóðanna, þrái viðurkenningu hinna
fullorðnu en nenni lítið að leggja á sig
til að öðlast hana annað en sýnd-
armennsku. Mikið hefur verið reynt
undanfarin ár og áratug, við öll
möguleg tækifæri, að vekja athygli á
því hve land og þjóð séu öðrum fram-
ar á mörgum sviðum. Muna má
skýrslu ráðherraskipaðrar nefndar
um ímynd Íslands, svo uppskrúfaða
af drambi og þjóðernisoflæti að það
ofbauð ólíklegasta fólki. Skrúðmælgi
forseta lýðveldisins er líka fræg að
endemum í þessu samhengi.
Helreið fjármálakerfisins
Margt hefur verið skrifað um
ástæður bankahrunsins hérlendis,
margskonar líkingar notaðar og vart
á þær bætandi satt að segja. Ég get
þó ekki stillt mig um að segja að saga
íslensku bankanna frá einkavæðingu
tveggja þeirra fyrir 5-6 árum er saga
um þeysireið til heljar. Að stórum
hluta er hún afleiðing af íslensku
veikinni, gelgju og vanmetakennd.
Útrásarvíkingar svokallaðir, með ný-
legar viðskiptagráður, vildu sýna um-
heiminum, bæði félögum sínum í
kauphöllum heimsins, en líka
mömmu og pabba hér heima, hvað
þeir væru duglegir að ríða hinni ólmu
skepnu kapítalismanum, út á víðáttur
EES svæðisins. En skepnan sú er ill-
víg um þessar mundir, hefur lengi
verið fóðruð á einni saman blöndu af
frjálshyggju og hroka. Ekki á færi
hvaða knapa sem er að haldast á baki
enda fór sem fór. Verst er að allir að-
standendur liggja lemstraðir með
þeim í forinni, blásaklausir.
Bjargálnir, dramb og svo fall
Þetta er náttúrulega allt mjög dap-
urlegt en um leið afar fróðlegt. Ekki
er að undra að erlendir fjölmiðlar
flykkist til Íslands til að verða í beinni
útsendingu vitni að umbreytingu
heils þjóðfélags. Þjóðfélags sem ekki
fyrir löngu var á stigi hins bjargálna
en hnaut einhvern tíma niður á stig
flottræfilsins, þess sem lifir um efni
fram, og er nú loks, svo fyr-
irsjáanlega, komið niður á stig betl-
arans. Þannig er hagþróuninni á Ís-
landi báðum megin aldamótanna 2000
best lýst. Ísland þessara ára mun öðl-
ast sess í hagsögunni sem ríki óreið-
unnar þar sem bókstafstrú á hag-
fræðikenningar í bland við pólitíska
spillingu og véfréttasíbylju úr fjár-
málalífinu, náðu að aftengja þjóðina
frá heilbrigðri skynsemi.
Hvað svo?
Hvernig getur þjóðin greitt úr
þessum óreiðuvef? Er það víst að leið-
in liggi upp á við héðan í frá þegar
nýjum botni er náð? Ekki endilega.
Ég vil minna á umfjöllun Naomi
Klein í bókinni The Shock Doctrine,
um hvernig mál geta snúist til enn
verri vegar einmitt út úr óreiðu-
ástandi og áföllum áþekkum þeim
sem Íslendingar upplifa nú. Sníklar
og rándýr herja jú helst á þar sem
veiklaðir eru fyrir. Engu að síður vil
ég spyrja; Hvernig getur íslenskt
samfélag þroskast og komist af sínu
langdregna gelgjuskeiði? Ég vil
nefna tvennt sem lykilatriði í því ferli
hér á landi. Annars vegar hugtakið
traust og hins vegar lýðræði og
stjórnskipun í landinu. Nánar um það
síðar í öðru greinarkorni ef guð lofar
og pláss verður í Mogganum.
Úr ríki óreiðunnar
Björn Guðbrandur Jónsson,
umhverfisfræðingur og
starfsmaður GFF.
ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að Ísland
logar þessa dagana. Ástæðurnar eru
margar og af ýmsum toga: atvinnu-
missir, gjaldþrot fyrirtækja og heim-
ila, og önnur töpuð efnisgæði, svo ekki
sé minnst á mannorðið. En eitt eiga þó
flestir sameiginlegt í þessu ölduróti og
það er óánægja með ráðaleysi stjórn-
valda og skortur á aðgerðum og upp-
lýsingaflæði, sem eykur enn á þennan
vanda sem er nógur fyrir. Krafa fólksins um að menn
taki ábyrgð á því sem miður fór er eðlileg. Nauðsynlegt
er að létta á þeim þrýstingi sem er úti í samfélaginu áður
en allt fer í bál og brand.
En stjórnvöld skella skollaeyrum við slíkum kröfum
og aðeins skal leita sökudólga í röðum útrásarvíking-
anna. Þeir fóru þó varla mikið lengra en regluverk og
eftirlit ríkisins, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits-
ins leyfðu. Því er það réttmæt krafa þorra þjóðarinnar
að byrjað sé á því að skipta út bankastjórn og banka-
stjórum Seðlabankans því þar brugðust menn klárlega,
bæði fyrir, á meðan og eftir að bankahrunið reið yfir. Það
myndi auka verulega trúverðugleika okkar í samskiptum
við IMF og aðrar
þjóðir sem koma til með að lána okkur.
Í ljósi þeirra ráðstafana í peningamálum sem nauðsyn-
legt er að gera á næstu dögum er að hafa trúverðugan
seðlabanka. Að auki er afar slæmt að hafa seðla-
bankastjóra sem trúir meira á krónuna en múslimi á
Kóraninn. Persónulega hef ég miklar áhyggjur af því að
setja eigi krónuna á flot að nýju og reyna að lappa upp á
drusluna, sem aldrei getur hökt á milli banka, landa eða
manna á milli án þess að vera eins og sjúklingur með
hjartsláttartruflanir sem þurfi endalaust að vera á gjör-
gæslu og undir stöðugu eftirliti. Hætt er við að krónan
sökkvi beint til botns, falli verulega frá því sem nú er ef
þetta verður reynt. Best væri því að geta tekið upp ein-
hliða nýjan gjaldmiðil sem fyrst, svo koma megi í veg
fyrir þetta glapræði.
Ágúst Valfells er með athyglisverða hugmynd um ein-
hliða upptöku evru, sem menn ættu að gefa meiri gaum.
Hún er einföld og leysir flest þau vandamál sem menn
hafa áhyggjur af við fleytingu krónunnar.
Hún felur líka í sér mikinn sparnað fyrir þjóðarbúið og
virkar frá degi eitt.
Hún eykur trúverðugleika Íslands erlendis til lengri
tíma, kippir vísitölunni úr sambandi, lækkar stýrivexti
strax, tekur þann þrýsting af erlendum fjárfestum að
flytja strax fjármagn sitt frá landinu því kominn væri al-
vöru gjaldmiðill. Sá erlendi gjaldmiðill sem nú skilar sér
ekki heim fyrir fisk og aðrar útflutningsvörur kæmi
strax þar sem óvissu um gengi krónunnar yrði eytt.
Þá yrði það fýsilegt fyrir erlenda banka að koma að
eignarhaldi og uppbyggingu og bankakerfisins.
Þau rök að ekki sé hægt að taka upp einhliða evru án
samþykkis ESB standast ekki. Hver á að banna það, eru
einhver alþjóðalög brotin við slíkan gjörning?
Er okkur ekki frjálst að kaupa evrur, nota þær erlend-
is, sem hérlendis ef okkur sýnist svo? Hvað er að hræð-
ast? Varla sendir ESB herskip og herflugvélar til að
berja okkur til hlýðni.
Hræðsla og undirlægjuháttur stjórnvalda gagnvart
ESB má ekki verða til þess að Íslendingar verði fyrsta
hvíta þjóðin til að verða sett í þrældóm erlendra ríkja
vegna skulda fjárglæframanna og kjarklausra stjórn-
málamanna.
Við sem þjóð getum sett á neyðarlög við þessa fram-
kvæmd sem varla er alvarlegri ákvörðun en hryðju-
verkalöggjöfin sem Bretar settu á okkur varðandi ice-
save. Og annað sem menn eiga að hafa í huga.
Þetta skaðar ekkert ríki innan né utan ESB. Þetta að-
eins eykur tiltrú á getu okkar til að fást við vandann og
eyðir þeirri óskhyggju að þetta lufsist með krónuna.
Fyrirtækin og heimilin þola ekkert hálfkák stjórnvalda.
Stjórnvöld og þingheimur
Við höfum beðið eftir því að sjá ykkur hysja upp bræk-
urnar frá því bankakreppan skall á. Þjóðin er orðin leið á
að sjá bara beran botninn. Gangið rösklega og yfirvegað
til verks, sem skilar árangri og kostar ekki þjóðina meira
en þörf krefur. Á tíu til fimmtán dögum getur allt verið
yfir staðið með nýjan gjaldmiðil, (evru) eftir að stjórn-
völd taka þá ákvörðun og gjaldmiðillinn kominn til lands-
ins.
Ekkert okkar vill sjá mistök verða með krónuna nú
þegar lánin eru að koma frá IMF.
Ekkert okkar vill sjá skuldir okkar aukast meir en
orðið er.
Ekkert okkar vill vera þræll erlendra lánardrottna
okkar lungann úr árinu næstu missirin til vinnandi bara
fyrir vöxtum af erlendri lántöku.
Það góða við þá aðferð að taka núna upp evru, er að
hún er sáraeinföld og auðskilin svo jafnvel ég þjóðin og
þið ráðherrar góðir skiljum þetta.
Aðgerðin tekur ekki lengri tíma þegar allt er klárt en
þegar klippt voru núllin aftan af krónunni hér forðum
daga. Það skildu þið og þjóðin.
Hugrekki í forgang – evruna strax
Ragnar Ólafsson,
fyrrverandi skipstjóri.