Morgunblaðið - 04.12.2008, Side 44

Morgunblaðið - 04.12.2008, Side 44
44 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Þegar harðnar á dalnum mun sjást hvert innihald- ið er í samstöðunni sem Evrópusambandið hvílir á. Innan nokkurra mánaða gæti Evrópa verið breyttur staður. Kannski taka þeir af okkur ómakið sem er því samfara að velkjast um árum saman í einhverju sem kallað er aðildarviðræður. ’AÐ SJÁ ekkiskóginn fyrirtrjánum. Jú, sjón-in beinist aðnokkrum trjám,það er sú rík-isstjórn og tengd- ar stofnanir sem nú eru ráðandi en hvorki betri né verri en aðrar slíkar sem hafa verið við völd, enda þverskurður af okkur sjálf- um í skóginum, spegill … spegill … En sá skógur sem við sem þjóð er- um villt í og það rjóður sem okkur er ætlað, geymir óargadýr sem er síh- ungrað og fær aldrei nóg, það hagar sér eins og bifur sem nagar trén og býr til stíflur í þökk lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga. Neysluvísitalan sem lífeyrissjóðir neita alfarið að aftengja er það dýr sem allir þurfa að sjá og sameiginlega fella og jarða (hvar er Árni? hann gæti kannski aflífað dýrið). Þetta óargadýr er sjúkt og ógnar venjulegu fólki á Ís- landi í dag, étur upp eigur og er orðið vant við jötuna sem vinnandi fólk er skyldað til að fylla endalaust á vegna tengingar neysluvísitölu við lán. Við getum úthrópað þetta eða hitt tréð og beint athygli að því hvort það var Davíð eða Golíat sem keypti (b)ölið en það er ekki til neins, rótin er neysluvísitalan. Það er lífsnauðsynlegt að greina skóginn og sjá að skemmda tréð, óargadýrið, er neysluvísitala tengd lánum okkar sem ógnar öllu jafnvægi. Ekki verðbólga sem slík, hún er í öllum löndum og er eðlilegur hluti vaxta bæði á lánum og sparnaði. Tenging neysluvísitölu við lán er verðbólguvaldandi í eðli sínu. Tökum fáránlegt dæmi af verslun sem selur kjötfars eða hakk. Eitt kíló verður 1,2 kg. samkvæmt vitlausri vigt yfir eitt ár og síðan 1,4 kg. yfir tvö ár og 1,7 kg. þriðja árið, síðan 2 kíló það fjórða. Þú borgar fyrir þyngdaraukninguna en færð aðeins 1 kíló í hendurnar, og að lokum greiðir þú fyrir 10 kíló en ert alltaf með sama kílóið fyrir aug- um. Og ekki nóg með það, þessi til- búnu 10 kíló hafa áhrif á lánin sem þú skuldar. Neysluvísitalan breytir einu kílói í 10 kíló á nokkrum árum, en þú sérð aldrei nema þetta eina kíló. Líf- eyrissjóðir og bankar hirða þessi 9 kíló sem vantar, en þú borgar fyrir þau til þess eins að fá til baka nokkur grömm á ári eftir 67 ára afmælið, flottur endir það. Er ekki sjálfsagt að jöfnuður sé á milli manna, jafnræðisregla – það er flott orð. Eigandi fjármagns hefur miklu frekar efni á að tapa en sá sem ekkert á. Við sem skuldum erum alveg til í að borga hlut í köku sem við getum eignast sneið í. En þegar öll kakan verður kominn í kornhlöður lífeyr- issjóðanna hvað er þá til ráða, og mylsnan ein er eftir í gróðurlausu og lífvana rjóðri húseigenda. Það eru ekki önnur lán í boði, fyrir utan geng- istryggð lán þar sem vextir eru yfir 100% á umliðnu ári. Jú annars, lán með 25% vöxtum sem eru svona háir vegna verðbóta sem verðbólga bjó til vegna tengingar neysluvísitölu við lánið sem ég fékk að láni. Það er ófyrirgefanlegt hvernig líf- eyrissjóðir haga sér með því að vinna gegn vinnandi fólki sem þeir segjast vera að vernda. Verkalýðsfélög eru umboðsmenn lífeyrissjóða sem eru að stela eigum okkar og ætla væntanlega að leigja okkur þær síðan til baka á hæfilegu leiguliðaverði. Lífeyrissjóðir eru að eyðileggja búsetu margra manna á Íslandi með því að neita að af- tengja neysluvísitölu við lán. Það er eitt peningatré í skóginum, „neysluvísitölutréð“, sem teygir ræt- ur sínar inn á allt of mörg heimili. Laufkróna trésins, þar sem peningar beinlínis vaxa í stað ávaxta, er í umsjá verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða og blóðið sem þarf til vökvunar trésins er mitt og þitt. Hættum að blæða. Hvar er exi Egils Skallagríms- sonar? Hana vantar grátlega í hendur þingmanna, það verður að fella þetta tré. Peningatré Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaður. MIG langar til að koma frá mér hér eins örfáeinum orðum og ég mögulega get. Þið eruð nefnilega svo gjörsamlega úti að aka í móum og mýri, að ég bara má til. Á meðan pokaskjattapjakkurinn hans Jóa Bón hefur ekki undan að sverja af sér leynifélögin og lög- brotin, strákastælana, flottræfils- háttinn og billjónatilfærslurnar í bréfberana, kross og kruss, viljið þið, alfyrst af öllu, reka Davíð Oddsson seðlabankastjóra. Mann, sem aldrei hefur gert neitt verra af sér en vera í því, þegar vinir hans, heimsmeistararnir í brids, komu heim frá útlöndum, með Bermúda- skálina, klukkan 2:22, eftir mið- nætti, og Bjarni Fel læðupokaði því í mæk og tæki. Sem forsætisráðherra tók hann út inneign sína í Kaupþingsbanka, 400.000, til að mótmæla, eins greinilega og persónulega og hann gat við komið, ofurlaunastefnu þessara jakkalakkarakkarapakks- krakka, örfárra, sem nú eru farnir með inneignirnar, meira og minna, í einhverjar þvottabrettaeyjaálfur. Allt í volli, sorrí Stína, úps og geng- ur, vonandi, betur næst, Búlgaría lengi lifi og eitthvað. En! Davíð á að fara frá og Ingi- mundur og hans hundur, barasta af því bara og að taugahrúga af Ara- götunni segir svo og langar til og þá Össur báða. Ég vil þá láta þess getið, að ef Oddur og Guðni hafa verið sem feð- ur, þó ekki nema, hálfdrættingar á við Friðrik, föður Ingimundar, sem er einhver vandaðasti og besti mað- ur, sem ég hef kynnst, þá er allt í allrabesta lagi við Kalkofnsveg. Enn. Og þó Bjöggabónusarnir, jet- set, þotu- og þyrluspaðaliðið og öll þeirra poppafmæli og leppalúðag- læpsemisvindl, virðist varla vera í umræðunni lengur. Nema úti í Nor- egi, uppi í Einari Má og þegar þeir láta svo lítið að mæta í fréttirnar sínar, hér á skerinu, til að láta þess getið, með mínu og foragt, að þeir muni kæra óviðurkvæmilegar spurningar alþingismanna, stór- auka bankaleynd og, líkast til, á morgun, gera upp við Gerald. Í Miami á Florida. Sjötíu prósent ykkar vilja taka upp evru, strax í gær, helst, eftir að hafa gengið í ESB í fyrradag, skilst manni. Hef- ur enginn sjöundi hver maður gluggað í, þó ekki væri nema Nost- radamusinn sinn? Eru þeir álfar til, sem halda að Evrópa muni verða í friði og til friðs um eilífðir eilífða, úr því þeir Stalín og Hitler eru hættir? Skiljið þið ekki að þessir Brusselkommissarar, samansafn- aðir og saumaðir, ætla að stjórna sovéskum bandaríkjum, ef ekki bandarísku sovéti? Á belgísku! Ef ekki er kosið rétt, að þessara manna mati, þá er bara kosið aftur. Og aftur og aftur. Þar til hefst. Með tilstyrk hundhlýðinna fjölmiðla og þessarar hagfræðingahjarðar, sem bókstaflega, snjóar á skjái og skefl- ir úr röflrásum. Þeir minna mig, allir sem einn, nákvæmlega, á nörda- og svitalyktarbekkinn í MA, forðum. Það varð að opna alla glugga og halla hurðum í efna- fræðistofunni. Þegar þeir voru farnir í leikfimi. Þar sem þeir bleyttu sig ekki frekar en Prestley. Eruð þið blind og heyrnarlaus af hræðslu? Menn sem hentu hundr- uðum tonna af matvælum á hauga og torg bæja og borga, bara til að hækka verðið á afurðunum síðar, þegar þannig stóð á í milliríkjaof- framleiðsluvandanum, munu ekki taka neinum vettlingatökum held- ur, þegar þeir verða svangir sjálfir. Hungur, og ég tala nú ekki um þorsta, breytir siðmenningunni, siðferðinu og, jafnvel, fyrst, trúar- brögðunum ykkar, á 36 klukku- stundum, að meðaltali, ef þið skyld- uð vilja fatta það, fyrr en prestarnir ykkar. Surtur fer sunnan líka. Síð- ar. Og Sameinuðu Norðurþjóðirnar munu skjóta. Jamm. Föst í Evrópu- sambandinu segjum við bara ekki eitt einasta orð, þegar hung- ursneyðin á Spáni og í Portúgal verður leyst, tímabundið, með norðurferð, ryksuguskipum og landgöngu í kjölfarið. Þá verður enginn Eiríkur og alls ekki Krist- ófersson ekki nokkur Guðmundur Kærnested eða hetjur yfirleitt. Bara bundnir bátar og hnípin þjóð. Það er nú svo. Þið eruð aumingjar, asnar og hálfvitar. Alveg svoleiðis nákvæmlega eins og Spaugstofan þýddi Davíð, núna síðast. Ef þið raunverulega viljið breyt- ingar dugir hvorki smáræði né hörðutorfuhjal. Og ef þið breytið ekki öllu núna í algert jafnræði fyrst og fullkominn feminisma svo þá verður ykkur breytt. Í slím. Góðar stundir. Örfá orð Eiríkur Stefánsson, ritari, Akureyri. NÚ ríkir tími vanmáttar og ótta. Erfiðir tímar geta verið einstaklingsbundnir, þjóð- lægir eða á heimsvísu. Dæmi um erfiða tíma einstaklinga geta verið veikindi, skilnaður, gjaldþrot eða fíkniefnaneysla ungmennis í fjölskyldunni. Erfiðir tímar þjóðar geta ver- ið vegna náttúruhamfara eins og jarðskjálfta og snjóflóða, pólitískra umhleypinga eða eins og 9/ 11-atburðanna í Bandaríkjunum. Erfiðir tímar á heimsvísu eru það sem við stöndum frammi fyrir á þessari stundu. Hvort heldur persónulegir, þjóðlægir eða á heimsvísu þá eru tímar áfalla og erfiðleika ávallt tímar ótta, missis og breytinga. Hræðslu- viðbragð er sterklega tengt við þá óvissu sem einkennir slík tímabil. Á þannig stundum horf- umst við í augu við mögulegan missi. Og breyt- ingar eru óumflýjanlegar og jafnvel þá bara hið innra. Við getum valið að flytjast fram á við í kjölfar breytinganna eða sett allt okkar í að spyrna við fótum. Síðari leiðin skapar eymd meðan sú fyrri eykur innri styrk og sjálfs- traust, leiðir til þroska og umbreytinga lífs- mynsturs og vana. Sem þerapisti og þjálfari þá sé ég svona tímabil sem heljarinnar tækifæri til vaxtar. Eins og sagt er: Það sem ekki drepur þig gerir þig sterkari. Eins óþægilegir og svona erfiðir tímar hafa verið mér persónulega, svo ég taki ekki djúpt í árinni, þá hafa þeir einnig markað mestu vaxtarspretti mína sem manneskju – og reyndar myndi ég ekki vilja án þeirra vera Á tímum sem þessum er næsta viðbúið að við glötum einhverju. Í slíkri tíð, sama hvaða mynd hún tekur á sig, myndast tækifæri til að end- urmeta og forgangsraða í lífi okkar og velja að einbeita okkur að hinu merkingarfulla og end- ingargóða í því. Auðug vinkona mín segir mér oft að ég sé sú auðugri af okkur tveimur jafnvel þó hún eigi meiri peninga. Hvað er auður? Ég trúi að eitt hið dýrmætasta í lífinu sé tíminn sem við eigum með ástvinum okkar. Á svona erfiðum tímum getum við, ef við kjósum það, leiðst út í að eyða (miklu) meiri tíma með okkar ástkæru – og í alvöru talað, hvað er svo slæmt við það? Við fjárhagsþrengingar eins og þær sem við stöndum frammi fyrir núna verður raunin líkast til sú að minna verður um umframeyrinn sem leiðir til þess að minna verður gert sem kostar peninga. Þegar þannig stendur á getum við ekki í sama mæli og áður sótt staði og atburði utan heimilis, það sem við höfum þá í staðinn er tími til að vera með ástvinum okkar. Athygl- isverð tilraun sem gerð var á Englandi sýndi fram á að fólk kaus frekar hið einfalda líf fyrir 100 árum, sérlega börnin vegna þess að for- eldrar þeirra áttu þá með þeim mun meiri tíma. Við getum valið að vera þakklát fyrir það sem við ennþá höfum frekar en að hafa áhyggjur og kvarta undan hverju við gætum tapað eða höf- um þegar misst frá okkur. Við getum valið að vera þakklát fyrir þetta tækifæri til að end- urmeta hvað er mikilvægast í lífi okkar, eða við getum slegist í hóp þeirra sem væla og skæla. Ég sjálf vel viðhorf þess þakkláta. Já, það er satt. Það er erfitt að missa vinn- una, að missa viðskiptavini, missa bílinn og jafnvel húsið. En þú hefur enn ástvini þína. Við- horf hins þakkláta mun skapa jákvæða upplifun og reynslu sama hvernig háttar í heiminum um kring og sama hve mikla fjármuni við eigum o.s.frv. Þakklætisviðhorfið er mótefni gegn alls- konar áföllum og umhleypingum. Erfiðum tímum fylgir ótti. Ótta er athygl- isvert að skoða nánar. Yfirborðshræðsla okkar tengist oftast aðstæðum: að missa vinnu, barn verður fyrir bíl, maki yfirgefur mann, að verða veik. Að baki þessum ótta liggur svo tilfinn- ingaleg hræðsla: Að verða yfirgefinn, að verða hafnað, að verða að athlægi og fleira. Dýpsti óttinn sem liggur svo að baki tilfinningahræðsl- unni er síðan: Ég er hrædd/ur um að ráða ekki við þetta. Þegar við tökumst á við innsta kjarna ótta þá er auðvelt að horfast í augu við hann með því að stilla raunveruleikanum upp við hlið hans. Ef ég missti vinnuna þá gæti ég tekist á við það svona og eða hinsegin, ef ég missti bílinn þá gæti ég fengið far eða tekið strætó. Ef ég missti viðskipti mín þá gæti ég brugðist við á þennan eða hinn veginn … Við mannfólkið er- um ótrúleg þegar kemur að því að standast andstreymi. Heimurinn er fullur af frásögnum af fólki sem sneri hörmungum og áföllum upp í sigur. Þetta er allt val sem við hvert og eitt okkar höfum vald til að ákveða, að umbreyta tímum ótta og erfiðleika í bestu daga lífs okkar. Gerum erfiða tíma að góðum tímum Gitte Lassen, meðvirkniþerapisti. HVERNIG ætli það sé með þá sem tekið hafa Evróputrú, – ætli þeir efist aldrei? Ég segi nú bara fyrir mig, – lýð- ræðissinnaðan jafnaðarmann og léttkristinn þjóðmenning- arsinna, ég efast oft. Það er einna helst þegar ég heyri einhvern ofsatrúarmanninn úr Samfylkingunni tjá sig um Ís- land og Evrópu að efasemdirnar hverfa. Eins og dögg fyrir sólu. Svo dæmalaust einhliða og inni- haldslaus er sá málflutningur. Maður ætti að leggja lag sitt við þá sem leita sannleikans en hina, sem hafa fundið hann, þá skyldi maður forðast eins og heitan eldinn. Þeir hafa rangt fyrir sér og þeir eru leiðinlegir. Á þetta hafa margir bent. Hefðinni trúr nefni ég hér tvennt sem styður þá skoðun mína að innganga í Evrópusambandið ætti ekki að vera á dagskrá. Í fyrsta lagi er það kunnara en frá þurfi að segja að síðustu dagar hafa verið dagar mikilla tíðinda á Íslandi. Þjóðin hefur orðið fyrir efna- hagsáfalli sem fer nærri gjaldþroti. Skuldir sem líklega fara yfir eina billjón falla á ríkið. Hvort og að hvað miklu leyti eignir í útlöndum dekka þessar skuldir er óljóst. Líklegast er að stór hluti af þeim sköttum sem við greiðum á kom- andi árum fari í að greiða þessa skuld. Ekki er óhugsandi að börn okkar lendi í sömu súpu. Hverjir bera ábyrgð? Höfuðpaurarnir eru ekki margir. Óhjákvæmilega verða þeir dregnir til ábyrgðar, – fyrir dómstólum þar sem það á við og í kjörklefanum. Stærst er hin pólitíska ábyrgð og hana er aldrei hægt að persónugera til fulls. Það voru stjórnmálin sem sköpuðu um- hverfið sem gerði glæpinn mögulegan, – eða eins og það var orðað í dagblaði nýlega, frá þjóðinni fékk sveinstaulinn í fermingargjöf sportbíl og vískíflösku og óskir um góða skemmtun. Ekkert af þeim ósköpum sem hér eru upp talin breytast við inngöngu í Evrópusambandið. Ekkert breyt- ist við það þó gjaldmiðill þjóðarinnar væri evra. Öll þau meðul og öll þau verkfæri og vopn sem við þörfnumst í því sem framundan er sækjum við inn á við. Allt það sem þarf að breyta, allt sem þarf að bæta er innanstokks í eigin ranni. Það að hvetja fólk til að góna út í heim við þess- ar aðstæður er til þess eins fallið að taka frá okkur það sem við getum síst verið án, – sam- stöðuna og einbeitinguna. Í öðru lagi skal það viðurkennt að höfundur þessara orða sér ekki fyrir um óorðna hluti. Þar standa þeir mér framar vinir mínir í Evrópu- reglunni. Með nákvæmni og áreiðanleika sem er fyllilega sambærilegur við veðurklúbbinn á Dal- vík hafa þeir dregið upp framtíðarmyndina. Um þetta þarf ekki að fjölyrða. Með þessum fyrirvara er samt ástæða til að nefna hér að sú skoðun er almenn bæði austan hafs og vestan að framundan séu erfiðir tímar í efnahag allra landa. Þegar heiminum er skipt í fjórar efna- hagsblokkir, – Austur-Asíu, Norður-Ameríku, Rússland og Evrópu er um það samhljómur að útlitið sé skást í Asíu og langlakast í Evrópu. Sumir fullyrða, að sá vandi Evrópu, sem liggur í innstæðulausum peningum og ofvöxnu húsnæð- iskerfi, geti reynst Evrópusambandinu mjög erf- iður, bæði efnahagslega og pólitískt. Framleiðni og hagvöxtur er minni í Evrópu en öðrum heimshlutum og Evrópubúar því verr í stakk búnir en aðrir til að mæta áföllum. Efnahagserf- iðleikar reyna alltaf á stjórnmálin, – hvort held- ur sem er í einstökum ríkjum eða ríkja- samböndum eins og Evrópusambandinu. Þegar harðnar á dalnum mun sjást hvert innihaldið er í samstöðunni sem Evrópusambandið hvílir á. Innan nokkurra mánaða gæti Evrópa verið breyttur staður. Kannski taka þeir af okkur ómakið sem er því samfara að velkjast um árum saman í einhverju sem kallað er aðildarvið- ræður. Veri þeir þá blessaðir fyrir og vonandi verður kreppan þeim ekki þungbær. Enn um Evróputrúboðið Björn Vigfússon, mennta- skólakennari á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.