Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 45

Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 45
Umræðan 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 ÞAÐ hafa ein- kennilegir tímar gengið í garð hjá þessari þjóð. Þetta tímabil er á einhvern hátt spennandi og aldrei í manna minnum, alla- vega ekki mínu minni, hefur fólk talað eins mikið saman og verið jafn mikið niðri fyrir. Fólk er bæði spennt og áhyggjufullt og réttilega svo. Þó svo heimilin séu ekki farin að finna fyrir kreppunni af fullum þunga þá vitum við að þetta er á leiðinni eins og ógurlegt skrímsli sem er byrjað að kíkja upp yfir hafflötinn en mun brátt rísa úr hafi í öllu sínu veldi og leggja samfélagið eins og við þekkjum það í rúst. Þetta er allavega til- finningin. Á þeim tíma frá því bankahrun- ið átti sér stað þá er ég búin að sækja hinar og þessar samkomur í sterkri þörf fyrir að hlusta á klárt og vel upplýst fólk tala um það sem er í gangi. Ég er svo óend- anlega þakklát þessu fólki sem gefur af tíma sínum til að standa fyrir borgarafundum, fyrirlestrum og fjöldafundum því það er hreint og klárt sáluhjálparatriði að fá að heyra um lausnir og möguleika þjóðarinnar til að rísa upp stolt og sterk þrátt fyrir aðsteðjandi erf- iðleika. Það fólk sem einna mikilvægast er að hlusta á núna er fólkið sem talar fyrir hugrekki, kynnir nýjar lausnir og nýja nálgun í uppbygg- ingu. Það eru margar ótrúlega flottar hugmyndir í loftinu og margt gott í gangi. Með þessari þjóð býr mikið hugvit, það er dýr- mæt auðlind. Og það eru svo margir kostir í stöðunni. Af hverju leggjum við til dæmis ekki áherslu á að auka tekjur þjóðarbúsins með útflutningi? Einbeitum okkur að vöruþróun með allt þetta frábæra hráefni sem við erum núna að senda óunnið úr landi: nefnum sem dæmi ullina og skinnin, vá hvað kláru hönnuðurnir okkar sem eru menntaðir í Listaháskólanum og í bestu skólum erlendis geta gert góða hluti þar. Í Hveragerði stendur yfirgefin ullarþvottastöð. Af hverju er ekki verið að vinna þar íslenska ull í samstarfi textílhönnuða og fólks- ins sem kann vinnubrögðin aftir áratuga starf í greininni? Vík Prjónsdóttir er gott dæmi um samstarf rótgróins iðnaðar, prjónaverksmiðju í Vík í Mýrdal og færustu hönnuða. Hefur út- koman af því samstarfi vakið heimsathygli. Á æskuárum mínum saumaði mamma mín stundum mokkaflíkur fyrir erlenda ambassadora og þeirra fólk með Singer-saumavél- inni sinni heima í stofu. Þetta var peningur sem alltmúligmann- eskjan mamma mín fékk aukalega inn í heimilisbókhaldið. Þetta voru góð skinn sagði mamma mér. En svo var ekki lengur hægt að kaupa þau. Með því að virkja þessa vinnslu aftur og nú í samstarfi við töff hönnuði væri alveg örugglega hægt að fá smá aukapening í búið og rúmlega það. Björk Guðmunsdóttir, Sigurður Þorsteinsson hönnuður og Klakið sem inniheldur fjöldan allann af hámenntuðu og hæfileikaríku fólki, hafa komið með vel útfærðar hugmyndir sem vel má virkja til að byggja upp efnahaginn og fjölga störfum, ekki einungis í hópi unga hámenntaða fólksins sem við viljum ekki missa úr landi heldur líka meðal iðnaðarmanna, verkamanna og aðila í þjón- ustugeirum. Við eigum jarðvarma sem hitar húsin okkar. Fyrir utan baðstaða- og heilsulindamöguleikana þá eru forréttindi að hafa aðgang að þessari auðlind til ræktunar korns, grænmetis og ávaxta. Org- anískar afurðir myndu ekki bara renna ljúflega ofan í okkur hér á Fróni heldur eru hér miklir mögu- leikar til útflutnings. Gæðastimp- illinn Made in Iceland myndi ekki skemma fyrir hér. Að sjálfsögðu ættum við svo að vinna hátæknivöru úr álinu fyrst við sitjum uppi með álverin og það sem þeim fylgir. Talandi um álið get ég ekki sleppt því að minnast á rafmagnið. Stjórnvöld selja orkuna okkar á skít og kanil til erlendra stórfyr- irtækja en okra á fólkinu, inn- lendum iðnaði og ræktendum. Reikna þarf dæmið upp á nýtt þannig að landsins gæði þjóni þeim sem þau eiga að þjóna. Hvort viljum við búa í landi sem er nýtt á framsýnan, skapandi og umhverfisvænan hátt eða landi með álver og olíuhreinsunar- stöðvar í hverjum landsfjórðungi og Made in Iceland ber keim af eiturgufum? Svari hver fyrir sig. Ekki langar mig að vinna í álveri og ekki manninn minn heldur. Reyndar þekki ég engan sem hef- ur áhuga á því með fullri virðingu fyrir þeim sem þar starfa. Hvað eru þetta líka mörg störf? Hvað eru margir íslenskir ríkisborgarar að vinna í einu meðalálveri? Ég trúi því að það sem nú hefur dunið yfir þjóðina sé óþægilega hávært hanagal. Ekki fátæktar og örbirgðardómur. Við eigum það stóra verkefni fyrir höndum að vinna að uppbyggingunni með virðingu fyrir landinu og okkur sjálfum. Og ef sitjandi ráðafólk treystir sér ekki til þess að gera það með okkur þá þurfum við nýtt fólk sem þorir. Hvernig samfélag viljum við? Til að svara þeirri spurningu verð- um við að hafa mynd í kollinum af því sem við viljum sjá til að vita hvert við stefnum. Þegar myndlistarmaður heldur sýningu er hann með hugmynd og plan og svo framkvæmir hann út frá þeirri sýn sem miðast við þessa fyrirfram gefnu niðurstöðu. Svona vinna vísindamenn og hönn- uðir líka og alveg áreiðanlega allir þeir sem ná árangri. Hver er sýn stjórnvalda fyrir þetta land? Svar óskast. Um hugrekki þjóðar Helga G. Óskarsdóttir myndlistarkona. MÉR var nýlega bent á grein Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í síðasta mánuði. Margt er þar vel sagt enda höfundur snjall rithöfundur. En við sem er- um af þeirri kynslóð sem lifðum kreppuna miklu á þriðja og fjórða áratug síð- ustu aldar höfum séð það svartara. Við vitum að Íslendingar munu lifa þetta af, alveg eins og þjóðin lifði af allar þær hörm- ungar sem hún gekk í gegnum á liðnum öldum. Arfleifð okkar er slík að við kunnum að herða ólina, búa við krappari kjör ef þörf er á. Við munum rísa úr öskustónni á ný fyrr en síðar. Ísland hefur risið úr ótrúlegri fátækt sem var á fyrri hluta ævi minnar. Ég var strákur í sveit öll mín unglingsár. Landbúnaður á Íslandi hafði þá lítið breyst frá landnámsöld. Vélar voru þá ekki til nema ein skilvinda. Mest allt var unnið með höndunum, hestar voru til aðstoðar við heyskapinn. Eldi- viður var að mestu mór, hrís og tað. Ull var þvegin úr keytu og í bæjarlæknum áður en hún var send í kaupfélagið. Ég gekk á heima- tilbúnum skóm úr nautsleðri, sem amma mín bjó til. Kreppan mikla upp úr 1929 og eftirstöðvar hennar lömuðu allar framfarir og efnahagslíf þjóðarinnar allt fram undir stríðið 1939. Ströng höft á öllu, innflutningi, útflutningi, gjaldeyri, byggingum og svo framvegis. Leyfi hins op- inbera þurfti til alls. Ávextir voru t.d. mun- aðarvara, nema jólaeplin einu sinni á ári! Ég hefi kynnst miklum fjölda athafnamanna landsins í störfum þeirra á æviskeiði mínu og get borið þeim almennt gott orð. Þeir hafa gætt þess, almennt séð, að starfa innan þeirra marka sem umhverfið og tímabilið bauð þeim hverju sinni. Uppistaða framfara hér á landi hefur byggst á athafnasömum einstaklingum. Og þeir hafa ekki farið fram úr sér í athöfnum sínum eins og nú er staðreynd varðandi bankahrunið. Sú staða sem nú er uppi í íslensku þjóðfélagi er einstök. Ungir athafnamenn hafa farið langt fram úr sjálfum sér, án skoðunar eða könnunar á því hvar ábyrgðin endanlega lægi, ef illa færi. Hér hlýtur einnig að vera skortur á eftirliti af hálfu hins opinbera. Yfirvöldum hlýtur að hafa verið kunnugt um þær stjarnfræðilegu tölur sem skuldir bankanna höfðu náð. Alþjóðakrepp- an hefur haft áhrif, en hún afsakar ekki það al- gjöra andvaraleysi sem virðist hafa ríkt. Þær skelfilegu afleiðingar sem þetta hefur haft eru nú ljósar. Ísland er ríkt land, það er ríkt af góðu fólki, vel menntuðu og vel upplýstu. Eftir ferðir mín- ar víða og lengi er niðurstaðan mín sú að Ís- lendingar séu óvanalega skapandi fólk á svo til öllum sviðum. Óvíða annars staðar má sjá þennan skapandi hæfileika í því umfangi sem fyrirfinnst hér á landi, í fjölda listaverkasýn- inga, tónlistarviðburða o.s.frv. En Íslendingar eru líka skapandi á athafna- sviðinu. Í tímaritinu Frjáls verslun segir frá 100 sprotafyrirtækjum á Íslandi. Hér er fjöldi starfandi fyrirtækja sem byggjast á hugviti á hinum margvíslegustu sviðum. Við höfum gnægtir orku á samkeppnishæfu verði til að stuðla að frekari þróun á hinum ýmsu sviðum. Hvers kyns iðnaður og þróun hugbúnaðar af ýmsu tagi er mun ábatasamari en stóriðnaður. Árið 1945 var ég við nám í Bandaríkjunum. Það ár kom út bók eftir Samuel Huntington sem ber heitið Mainsprings of Civilization. Þar kemur Ísland við sögu. Í samanburði sem höf- undur gerir um hinar ýmsu þjóðir og þjóð- arbrot kemst hann að þeirri niðurstöðu að þeir sem orðið hafa fyrir mestum skakkaföllum og andstreymi vegna hnattstöðu eða ofsókna hafi náð betri árangri en aðrir; t.d. Armenar, Fars- ar og Gyðingar, ásamt Íslendingum. Styður hann þessar röksemdir með ýmsum tilvitn- unum. Mér fannst þessi bók áhugaverð, ís- lenskt þjóðlíf vakti athygli þessa fræðimanns vegna þeirra sérstöku eiginleika Íslendinga sem hann hafði komið auga á. Byrjun þessarar hugleiðingar vísaði til greinar Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Það er mikil einföldun að ætla að kenna ákveðnum nafngreindum stjórnmálamönnum um hrun ís- lenska fjármálakerfisins. Málatilbúnaður Hall- gríms, í annars athyglisverðri grein hans, leiðir hann inn á þessar villigötur. Málfarið sem not- að er um þessa tvo menn, og þá sérstaklega annan, er langt frá að vera samboðið Hall- grími. Hatrið skín í gegn. Sagt er að hatur bæti engan, það sé fyrst og fremst mann- skemmandi fyrir þann sem því beitir. Ísland er ekki dautt! Framtíð landsins er björt sé rétt á málum haldið. Við höfum fjölda verðugra verkefna að sinna. Vonandi komast bankarnir í hendur ábyrgra aðila í einkageir- anum svo þeir geti fjármagnað reksturinn í landinu og að þannig geti blómlegur einka- rekstur dafnað á ný. Ríkið á að setja starfs- reglur en ekki vera í almennum rekstri. Sagan og reynslan segja okkur að þannig verði mestri velmegun náð. Allar okkar framfarir hafa byggst á dugmiklum, framsæknum ein- staklingum og svo mun verða áfram. Ísland er ekki dautt! Sigurður Helgason, fv. forstjóri og stjórn- arformaður Flugleiða hf./Icelandair. Skilaðu kladdanum, Ingibjörg Í VOGASKÓLA naut Ingibjörg Sólrún, gömul bekkjarsystir mín, óskoraðs trausts kennarans. Ekki skrýtið að henni var falin umsjá bekkjarkladdans enda með eindæm- um samviskusöm. Hver einasta við- vera sem og fjarvera var vandlega skráð af Ingibjörgu. Hvergi féll blettur né hrukka á hennar mik- ilvæga starf. Enginn efaðist. En tím- arnir breytast og mennirnir með. Nákvæmnin lætur á sjá, kladdinn orðinn býsna torræður. Klórað í bakkann með fálmkenndum leiðrétt- ingum. Mistökin hrannast upp. Bitn- ar á bekknum. Smitar út í skóla- starfið. Kennarinn á ystu þröm andlegs heilbrigðis. Allt í lamasessi. Ingibjörg, skilaðu kladdanum, kjós- um nýjan kladdavörð. Jón Kristján Þorvarðarson, stærðfræðikennari. – tilboð á völdum grillum Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · www.weber.is – mikið úrval af aukahlutum XEINN JG 0811004 – gildir til 31. desember 2008

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.