Morgunblaðið - 04.12.2008, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.12.2008, Qupperneq 47
Minningar 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 margt fleira í þeim dúr. Það var sögustund með sanni. Þegar afi lést í febrúarmánuði árið 2004 var ég ný- byrjaður í Háskólanum og hafði rétt lokið fyrstu önn. Ég hugsaði með mér að ég gæti nú alveg séð af smá- tíma til að heimsækja ömmu annað slagið, svona fyrst ég sótti skólann á hverjum degi. Amma var þá orðin ein og veitti alls ekki af smáfélags- skap endrum og sinnum. Ég kom því reglulega við hjá henni og við spjöll- uðum um allt milli himins og jarðar. Hún rifjaði upp æskuárin, lýsti fyrir mér dagsverkunum og hvernig Þor- valdur langafi minn bar sig að við lendinguna í Svalvogum. Yfir hávet- urinn lá hún í rúminu og horfði bros- andi á málverkið af Svalvogum sem hékk á veggnum hjá henni. Þegar farið var að skyggja síðdegis þá benti hún mér á hvernig blæbrigðin og línurnar í verkinu breyttust líkt og maður sæti í hlíðinni og horfði í átt að bænum. Henni þótti afskap- lega vænt um bæinn og ég fann að hún hafði gaman af að rifja þetta upp. Að sama skapi þótti mér sífellt skemmtilegra að koma við hjá ömmu og heimsóknirnar urðu marg- ar langar enda um margt að tala. Hún fór yfir árin í Hafnarfirðinum, samvistirnar með afa og margt sem á daga þeirra hafði drifið frá því þau fluttu til Reykjavíkur fyrir rúmlega 40 árum. Með tímanum opnaði amma sig meira en ég átti von á og smám saman áttaði ég mig á að auð- vitað hafði amma gengið í gegnum sínar þrekraunir líkt og við gerum öll. Eftir á að hyggja held ég að hún hafi verið farin að hugsa lengra en mig grunaði á þessum tíma. Fyrir mig voru þetta dýrmætar stundir sem ég geymi um aldur og ævi. Föstudagskvöldið 21. nóvember var mamma kölluð að dánarbeði ömmu. Ég settist þá niður og hugs- aði hversu góðar minningar ég á um ömmu og hversu vel hún hefur reynst mér alla mína ævi. Ég vissi að amma færi í friði og tæki með æðruleysi á móti því sem í vændum var. Amma var hjartahlý kona og góð sál. Henni mun ég aldrei gleyma og ávallt sakna. Guð geymi ömmu Dúllu og afa Helga. Stefán Þór Sigtryggsson. Mágkona mín og vinkona Huld Þorvaldsdóttir er nú fallin frá komin á tíræðisaldur. Huld kynnist ég fyrst þegar ég fór tuttugu ára gömul með manni mínum Viktori bróður Huldar vestur á Dýrafjörð til að heimsækja tengdaforeldra mína sem þá bjuggu í Svalvogum, þeim af- skekkta bæ. Við fórum með báti frá Þingeyri og Huld með okkur og upp frá þeim degi höfum við verið miklar vinkonur. Huld var einstaklega góð kona og byggði með manni sínum Helga Brynjólfssyni einstaklega fallegt og snyrtilegt heimili. Börnin urðu fjög- ur og öll fyrirmyndar fólk, sem kom- ið hefur sér vel áfram í lífinu. Huld og Helgi voru samrýnd hjón, hæglát og hógvær og var mjög annt um börnin og barnabörnin. Helgi var vélstjóri og þess vegna oft úti á sjó og Huld sá því meir um uppeldi barnanna eins og gerðist og gekk á sjómannaheimilum. Við hjónin og börnin okkar nutum gestrisni þeirra þegar við fórum í ferðir vestur og þótt húsnæðið væri ekki alltaf mikið var alltaf nægt rými fyrir alla. Foreldrar Huldar bjuggu síðustu árin hjá Huld og Helga og aðdáunarvert var hversu vel þau hugsuðu um gömlu hjónin. Eftir að þau fluttu suður varð sam- gangurinn meiri milli heimila okkar og oft fórum við saman í ferðir aust- ur fyrir fjall og upp í Borgarfjörð með krakkana og þá var oft líf og fjör í mannskapnum. Eftir að Huld flutti á Hrafnistu töluðum við saman í síma mörgum sinnum í viku og fylgdumst þannig hvor með annarri. Ég sé nú á eftir góðri mágkonu og einstakri vinkonu minni og ég og fjölskylda mín send- um börnum hennar og mökum þeirra og barnabörnum og öllum ástvinum innilegustu samúðarkveðj- ur og um leið þakka ég Huld ynd- islegar stundir á liðnum áratugum. Guðrún Ingvarsdóttir. ✝ Guðríður Stef-ánsdóttir fæddist í Pétursborg á Reyð- arfirði 13. desember 1918. Hún lést þriðju- daginn 25. nóvember síðastliðinn. Guðríður var dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur frá Ein- holti á Mýrum og Guð- mundar Stefáns Bjarnasonar frá Fossi á Síðu. Þau bjuggu í Pétursborg á Reyð- arfirði þar sem Guð- ríður ólst upp í stórum systk- inahópi. Hún átti tólf systkini. Samfeðra hálfsystkini hennar voru þau Matthildur (f. 1907, látin 1989), Skarphéðinn (f. 1908, látinn 1987), Gunnar (f. 1910, lést ungur) og Njáll (f. 1912, látinn 1997). Alsystkini hennar sem einnig eru látin voru þau Blómey (f. 1914, látin 1997), Bjarni Jón (f. 1920, látinn 2000), Anna Pálína (f. 1922, látin 1998), Helga Valborg (f. 1930, látin 1997) og Guðný (f. 1934, látin 1994). Eft- irlifandi systkini hennar eru þau Ragna Þorgerður (f. 1924), Kristín Stefanía (f. 1931) og Gunnar Auðunn (f. 1927). Guðríður var til heimilis á Hólmum í Reyðarfirði hjá fóst- urforeldrum sínum Stefáni Björnssyni og Helgu Þ. Jónsdóttur frá 1930-1940 en flutti þá að Sandvíkurseli í Norðfjarðarhreppi. Hún bjó síðar hjá hálf- bróður sínum Njáli og Fanneyju konu hans í Neskaupstað þar til um 1964, en þá réð hún sig sem ráðskonu til Gísla Blomkvist Gísla- sonar og móður hans á Austurvegi 40 B, Seyðisfirði. Þau Guja og Gísli hófu síðar sambúð og bjuggu saman á Austurveginum allt þar til hann lést árið 1979. Eftir það bjó hún fyrst í lítilli íbúð á elliheimilinu við Austurveg, en síðan keypti hún sér búseturéttindi í íbúðum aldraðra á Múlavegi á Seyðisfirði þar sem hún bjó til síðasta dags. Útför Guðríðar fer fram frá Seyð- isfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 1414. Guja frænka var góð kona. Fyrstu minningar mínar um hana eru frá bernskuárum mínum er hún var hjá okkur stórfjölskyldunni á Neðri- Bakka á Reyðarfirði, eitthvert sum- arið á árunum í kringum 1960. Hún var alltaf kát og hafði gaman af því að spjalla um menn og málefni. Þær Sig- ríður amma, Guja og mamma fengu sér kaffisopa í eldhúsinu og ná- grannakonurnar komu í heimsókn og það var svo notalegt að hlusta á þær masa og hlæja saman. Á þessum tíma var Guja búsett á Norðfirði en síðar flutti hún á Seyðisfjörð þar sem hún gerðist ráðskona hjá Gísla Blómkvist sem hún bjó með, þar til hann féll frá. Þau hjónakornin undu sér vel saman og það var árviss atburður að þau fengu einhvern til að skjótast með sig yfir Fjarðarheiðina og Fagradalinn til að heimsækja ömmu og okkur hin og Njál og fjölskyldu á Norðfirði og þá var nú oft kátt í koti. Gísla þótti sop- inn góður en Guja smakkaði aldrei áfengi. Hún þurfti ekkert á slíku að halda til að komast í gott skap frekar en systur hennar. Hún glettist við Gísla og hann hló með henni og í minningunni voru þetta góðir dagar þar sem ekki þurfti mikið til að skapa vellíðan í fjölskyldunni. Guja var alltaf ákaflega snyrtileg og hugsaði vel um heimilið sitt og gestrisin með afbrigðum. Hún var hjálpsöm og ég minnist þess þegar hún kom í heimsókn á árum áður lagði hún alltaf sitt af mörkum við húsverk- in. Hún var innikona eins og hún sagði mér oft. Á yngri árum þegar hún var vinnukona vildi hún miklu heldur dunda sér við heimilisstörf, sauma- skap og þessháttar en að fara út á tún að raka. Guja var einstaklega hand- lagin og ung að árum saumaði hún föt á systkini sín. Hún sagði mér oft frá lífinu í gamla daga þegar hún var ung stúlka og leikjum þeirra krakkanna og vinnu á unglingsárunum. Fjölskylda hennar var eins og flestra á þeirri tíð fremur fátæk af veraldlegum auði, en átti nægan kær- leik. Þau systkinin létu sér annt hverju um annað eins og raunar er enn í dag hjá þeim sem eftir lifa. Börnin urðu snemma að fara að heim- an til að vinna fyrir sér. Guja hafði alltaf ánægju af handavinnu og naut sín vel í tómstundastarfi fyrir aldraða á Seyðisfirði. Þar dundaði hún sér við að mála postulín og sauma út. Hún málaði margar jólakönnurnar og diskana handa yngri kynslóðinni, kö- kudiska og fleira handa okkur hinum eldri. Frændfólk okkar á Seyðisfirði reyndist Guju alla tíð vel. Sigga Fúsa var hennar besta vinkona meðan hún lifði og börnin hennar og makar þeirra voru Guju alltaf góð og um- hyggjusöm. Guja frænka hafði alla tíð mikinn áhuga á fjölskyldunni sinni og fylgdist vel með börnum og barnabörnum okkar systkinabarna sinna. Það kem- ur því ekki á óvart að síðasta samtal okkar sem átti sér stað daginn sem hún lést snerist um það hvernig fólk- inu hennar liði. Rögnu, Stínu og Gunnari svo og frændfólki öllu votta ég samúð mína. Guð blessi minningu elskulegrar frænku minnar. Jarþrúður Ólafsdóttir. Guðríður Stefánsdóttir Vegna mistaka víxl- uðust greinar um Sig- ríði Guðmundsdóttur og Sigríði Ástu Ár- mannsdóttur. Við birtum því greinarnar aftur og biðjum hlutaðeigandi velvirðing- ar. Ég var lánsamur á sínum tíma þegar ég réð Sigríði Guðmundsdótt- ur „Bestu“ sem ritara minn nokkru eftir að ég tók við starfi í Vest- mannaeyjum. Hún var hamhleypa til allra verka og féll aldrei verk úr hendi. Færi svo að ritaraverkefni þryti fann hún sér annað að gera, svo sem að þurrka af eða taka til í skjalageymslum svo eitthvað sé nefnt. Þá hafði hún trausta málvit- und og gat ég reitt mig á að hún fór vel yfir öll þau bréf, dóma og úr- skurði sem frá mér fóru. Henni tókst að skilja rithönd mína sem Sigríður Guðmundsdóttir ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1931. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 14. nóvember síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Kópavogskirkju 21. nóvember. verður að teljast ein- stakt afrek og kom stundum með tillögur um betra málfar ef henni þótti ástæða til. En ekki má láta hjá líða að minnast henn- ar léttu lundar og já- kvæðis til lífs og starfs sem gerði hana svo ánægjulegan sam- starfsmann. En svo kom að því að Besta og Sigurgeir afréðu að flytja á Reykjavíkursvæðið og hygg ég að þar hafi mestu ráðið um, að þar voru börn þeirra og barna- börn. Mér tókst að finna handa henni starf hjá sýslumanninum í Hafnarfirði þar sem hún síðan starf- aði þar til Héraðsdómur Reykjaness var settur á stofn árið 1993 en þá fluttist hún þangað. Nokkru eftir að hún tók til starfa á skrifstofu sýslu- manns hitti ég sýslumann á förnum vegi og þá sagði hann við mig: „Mik- ið var þetta frábær kona sem þú sendir mér, hún getur allt og kann nánast allt og það sem hún ekki kann lærir hún eins og skot.“ Við Sigrún sendum Sigurgeiri og börnum þeirra hugheilar samúðar- kveðjur nú þegar Besta hefur fengið hvíld frá sínum erfiðu veikindum. Kristján Torfason.                          ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og frændi, JÓN NORDQUIST, Álfhólsvegi 112, Kópavogi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring- braut fimmtudaginn 27. nóvember. Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 5. desember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Pálína Friðgeirsdóttir, Halla S. Jónsdóttir, Íris Halla Nordquist, Ragnar Guðmundsson, Jónas Eiríkur Nordquist, Chaemsri Kaeochana, Ásgeir Örn Nordquist, afabörnin Patrekur, Andrea og Karen, Brynja Nordquist, Þórhallur Gunnarsson, Róbert Aron, María Gréta, Oliver, Gunnur. ✝ Elskaður sonur okkar, bróðir og barnabarn, ÞÓRIR ÁRNI JÓNSSON, lést mánudaginn 24. nóvember. Jarðarför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 5. desember kl. 15.00. Kolbrún Þórisdóttir, Jón B. Guðlaugsson, Axel Helgi Jónsson, Herdís Brá Jónsdóttir, Þórhildur Helgadóttir. ✝ Bróðir minn og frændi okkar, MAGNÚS ÞÓRÓLFSSON, fæddur í Litlu-Ávík, Árneshreppi, Ströndum, andaðist á elliheimilinu Grund þriðjudaginn 2. desember. Útförin verður auglýst síðar. Pálína Þórólfsdóttir, Birgir Þór Ólafsson, Jón Haukur Hauksson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN HANNESDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést mánudaginn 1. desember á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum. Útför verður auglýst síðar. Gréta Kristín Lárusdóttir, Indríður Lárusdóttir, Ingunn Lárusdóttir, Sigfríður Lárusdóttir, Páll Steinarsson, Svanur Lárusson, Sigurborg Óskarsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.