Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 55

Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 55
HRÍFANDI BÓK SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Ljúfsár ... hrífandi ... dramatísk og einlæg. Einar Falur Ingólfsson, Lesb. Mbl. Unaðslegt að lesa þetta ... virkilega góð bók. Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan AÐ DREPA MANN ... ÆVISAGA DAGS ÖRLAGASÖGUR Mögnuð skáldsaga um glæframenni og glæpi þeirra. Ævisaga Dags Sigurðarsonar eins umdeildasta listamanns þjóðarinnar á 20. öld fær frábæra dóma gagnrýnenda. Áhrifamiklar frásagnir íslenskra kvenna af örlagaríkum atburðum í lífi þeirra. Ógleymanleg bók. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Tónlistardagar Dómkirkjunnar Tónleikar í Langholtskirkju laugardaginn 6. desember 2008 kl. 17.00 Flutt verður Jólaóratoría kantötur I - III Das Weihnachtsoratorium, Kantate I - III eftir Johann Sebastian Bach Flytjendur: Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Bergþór Pálsson, Dómkórinn, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sif Tulinius Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson Aðgöngumiðar verða til sölu í Dómkirkjunni, í verslun 12 tónar við Skólavörðustig og í Tónastöðinni við Skipholt. Dómkórinn í Reykjavík Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS ■ Á morgun kl. 19:30 Víkingur og Bartók Hljómsveitarstjóri: Michal Dworzynski Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson Béla Bartók: Píanókonsert nr. 3 Ludwig Van Beethoven: Sinfónía nr. 8 Ludwig Van Beethoven: Leonóru-forleikur Einn dáðasti píanóleikari landsins, Víkingur Heiðar Ólafsson, leikur einleik með hljómsveitinni í píanókonsert sem hann lék til sigurs í einleikarakeppni við Julliard- tónlistarháskólann nýverið. ■ Laugardagur 20. desember kl. 14 og 17 Jólatónleikar Jólatónleikar Tónsprotans eru sívinsæl skemmtun og lykilatriði við að komast í jólaskapið hjá þeim fjölmörgu sem láta sig aldrei vanta. Þeir sem eiga frátekna miða á Vínartónleikana í janúar eru beðnir um að ganga frá greiðslu sem fyrst. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞAÐ er gott að koma heim til Ís- lands. Það er svo skrýtið að vera er- lendis á þessum tíma; maður finnur meira fyrir kreppunni með því að lesa miðlana þar heldur en að vera hér. Ég átti von á því að það yrði öf- ugt, og að ástandið hér væri miklu verra,“ segir Víkingur Heiðar Ólafs- son píanóleikari, sem verður einleik- ari með Sinfóníuhljómveit Íslands á tónleikum í Háskólabíói annað kvöld kl. 19.30. Þar spilar hann Píanókons- ert nr. 3 eftir Béla Bartók, verkið sem hann spilaði til sigurs í keppni í Juilliard-skólanum í New York í vor, rétt áður en hann lauk þaðan námi. Hittir mann beint í hjartastað „Jú, ég þekki Bartók ágætlega. Við erum „vinir“,“ segir Víkingur Heiðar. „Ég varð mikill Bartók- maður þegar ég fór í nám til New York, og hafði ekki spilað hann mik- ið áður þótt ég hafi verið í námi hér hjá Peter Máte sem er mikill Bar- tók-maður. Ég byrjaði að læra þann stærsta þeirra, númer tvö, þá númer eitt, og svo þennan númer þrjú, sem ég spilaði í vor. Konsertarnir þrír eru gjörólíkir og ég held að þessi þriðji sé sá einægasti þeirra, – hann hittir mann beint í hjartað. Bartók fer úr barbarisma og rosalega mót- orískri músík í fyrri konsertunum yfir í hreina og einfalda fegurð – jafnvel bæn. Það er ekki mikið myrkur í þessu verki - ég lít á það sem ævintýri, og í upphafinu þar sem strengirnir eru iðandi og ég kem inn með einfalda laglínu, þá sé ég fyrir mér skógardísir.“ Í verðlaun fyrir sigurinn í skóla- keppninni fékk Víkingur Heiðar að leika þennan konsert í sal New York fílharmóníunnar Avery Fisher Hall. „Það var alveg rosalega gaman, virkilega mögnuð reynsla Ég hef aldrei áður spilað í þannig sal og ég fann mig betur þar en nokkru sinni áður. Það var frábært að uppgötva það. Ég var líka með frábæran stjórnanda. Eftir því sem salurinn er stærri, tekur maður minna eftir áheyrendum og þeir verða hlutlaus stærð. Maður finnur alla vega að þetta eru ekki óvinir manns. Það liggur við að það sé erfiðara að spila fyrir fimm manns í lítilli stofu en fyrir þrjú þúsund manna sal.“ Víkingur Heiðar hefur haft í mörgu að snúast í haust og spilað víða. Hann gaf sér þó tíma til að koma heim í haust til fara í nokkra skóla með Árna Heimi Ingólfssyni til að kynna tónlist. „Þetta var hrikalega skemmtileg vika og óvenjuleg. Við fórum í þrjá mennta- skóla og tvo háskóla með klukku- tíma prógramm þar sem við töluðum um Patétique sónötuna eftir Beetho- ven, Scherzo eftir Chopin, Bach og fleira. Mér finnst gaman að sameina þetta tvennt að spila og tala um tón- listina, og gæti hugsað mér að gera það oftar í framtíðinni. Það þarf ekki mörg orð, en það er ótrúlegt hvað fá og vel valin orð geta fært fólk nær heimi tónlistarinnar og komast að því að þessi músík á erindi við okkur í dag.“ Víkingur Heiðar mun halda ein- leikstónleika á Listahátíð í vor. Víkingur Heiðar „Verkið er bjart og mikil von í því þrátt fyrir eymdina.“ Við Bartók erum vinir Víkingur Heiðar er einleikari Sinfóníunnar annað kvöld „Þriðji píanókonsert Bartóks var síðasta verkið sem hann samdi og honum auðnaðist ekki að ljúka hljómsveitarútsetningu síðustu 17 taktanna. Það var því ófullgert þegar hann lést. Hann samdi verkið á banabeð- inum, og þetta var síðasta gjöf hans til eiginkonunnar. Þau bjuggu þá í New York. Hún var pí- anóleikari, og hann sá fram á að hún myndi ekki hafa mikla pen- inga milli handanna eftir hans dag, þar sem verkin hans voru ekkert sérstaklega vinsæl, með- an Gershwin og Bernstein áttu sviðið. Bartók gaf engan afslátt á gæðum, en bjó verkið í mun áheyrnarvænni umbúðir en hægt er að segja um fyrri konsertana. Þótt Bartók hafi verið að deyja úr hvítblæði, þá er verkið bjart og mikil von í því, þrátt fyrir eymdina. Annan þátt konserts- ins er ekki hægt að túlka öðru- vísi en sem bæn. Strengirnir mynda himneska náttúrustemn- ingu og svo kemur píanóið inn með kóral sem er eins og bæn. Ef maður þekkir þessa sögu verður tónlistin enn sterkari. Það er mikil og persónuleg nánd í henni.“ Síðasta gjöfin til eiginkonunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.