Morgunblaðið - 04.12.2008, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 04.12.2008, Qupperneq 56
56 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008  Svokölluð heiðrunarbönd hafa jafnan verið vinsæl hér á landi og á dögunum tóku nokkrir þekktir rokkhundar af yngri kynslóðinni Rolling Stones sér til fyrirmyndar. Á morgun stígur á svið á NASA hljómsveitin Wild Roses sem flytur eingöngu lög eftir Guns n’ Roses en þar er í fararbroddi Birgir nokk- ur Nielsen, áður trommari Lands og sona og núverandi trommari kántrísveitarinnar Klaufa. Hvenær kemur röðin að KISS? Fólk SKÍTAMÓRALL sendir frá sér nýtt jólalag í dag. Lagið, sem heitir „Helg er jólanótt“, er einkar rólegt og hugljúft með hátíðlegum texta, að sögn Arngríms Fannars Haraldssonar gítarleikara Skítamórals. „Þetta var lag sem við vorum búnir að taka upp í sumar með öðrum texta en höfðum ekki gefið út, nú er búið að semja við það nýjan texta og endurútsetja það sem jólalag,“ segir Addi en textinn er eftir Magnús Þór Sigmunds- son og lagið á Steinar Logi. „Það var lögð loka- hönd á lagið í stúdíó Sýrlandi í gærkvöldi og svo verður því dreift á útvarpsstöðvar í dag.“ Klara úr Nylon syngur dúett í laginu ásamt Gunnari Ólasyni en hún hefur komið fram sem gestasöngkona með bandinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem kvenrödd heyrist í Skítamóral og ann- ar en meðlimur í hljómsveitinni syngur og það er skemmtileg nýbreytni,“ segir Arngrímur. Þetta er fyrsta jólalagið sem Skítamórall send- ir frá sér en ýmislegt fleira er í deiglunni hjá bandinu. „Á næsta ári verða tuttugu ár síðan hljómsveitin var stofnuð af fjórum uppruna- legum meðlimum í félagsmiðstöðinni á Selfossi. Okkur langar til að vera með einhverskonar fer- ilstónleika að því tilefni, vonandi með einhverju nýju efni.“ Þeir sem bíða óþolinmóðir eftir því að vanga við nýja jólalagið geta glaðpst við það að þeir spila víða á dansleikjum um jólin. „Við verðum 19. desember á Ísafirði, 20. desember í Keflavík, annan í jólum á Broadway og þriðja í jólum í Hvíta húsinu á Selfossi.“ ingveldur@mbl.is Rólegt og hugljúft jólalag frá Skítamóral Skítamórall Missa ekki kúlið þó þeir gefi út jóla- lag. Þeir spila víða á dansleikjum um jólahátíðina.  Ungfrú Ísland, Alexandra Helga Ívarsdóttir (t.h.), bloggar eins og vindurinn um ævintýri sín í Suður- Afríku þar sem hún er nú stödd við undirbúning fyrir keppnina um fegurstu konu heims, Miss World. Keppnin í ár fer fram í Jóhann- esarborg í Suður-Afríku hinn 13. desember næstkomandi og ef marka má bloggið er varla stund- arfrið að finna hjá stúlkunum vegna alls kyns æfinga fyrir að- alkvöldið. Á milli æfinga hefur þeim þó gefist tími til að fara í saf- aríferð um sléttur Suður-Afríku en þar er eins og Alexandra segir erf- itt að komast í jólastemningu um þessar mundir því á suðurhveli jarðar ríkir nú hásumar. Þeim sem vilja fylgjast með ævintýrum Alex- öndru í Suður-Afríku er bent á slóð- ina alexandrahelga.blog.is. Alexandra Helga blogg- ar frá Suður-Afríku  Að gefnu tilefni eru MR-ingar, allir sem einn, beðnir velvirðingar á smáfrétt sem birtist í Morg- unblaðinu á þriðjudag, en hún byggðist á rangri tölfræði og lét að því liggja að þeir væru afhuga póli- tík. Sem betur fer er svo ekki. Sem betur fer Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÁSTANDIÐ var orðið eitthvað svo þrúgandi á tímabili að maður bara varð að tjá sig eins og svo margir aðrir. Ég valdi bara þessa leið,“ segir Henrý Þór Baldursson sem birtir myndasögurnar Skrípó á bloggsíðu sinni en þær draga upp kómíska mynd af kreppuástandinu. „Eins og mörgum öðrum fannst mér eins og ein- hver mara lægi á mér og ég yrði að tjá mig um þetta ástand. Maður fær ekki mikla áheyrn út á það að vera bara enn einn bloggarinn svo ég fór að fikta við að gera þrjár svona skrípamyndir. Ein þeirra lenti inni á blogginu hjá Agli Helgasyni og þá fóru heim- sóknirnar inn á síðuna að aukast og hvatti það mig áfram.“ Henrý segir að munur sé á að setja gagnrýnina fram í skrifum og myndasögum. „Sem bloggari reynir maður að halda sig við blákaldar staðreyndir en með skrípamyndum get ég leyft mér meira, þetta er góð aðferð til að draga fram hvað raunveruleikinn er fáránlegur. Hver mynd skrifar sig eiginlega sjálf. Oft og tíðum hef ég bara beint eftir ráðamönnum og þegar það fer inn í þetta myndasöguform áttar fólk sig frekar á því að þetta er bara brandari, þetta ástand er bara skrípó. Ég er að draga upp raunveru- leikann og segi og spyr þeirra spurninga sem er ekki oft spurt,“ segir Henrý. Börnin borga seinna Hann hefur miklar áhyggjur af því að klandrið sem landið er í núna eigi eftir að bitna á ungviðinu er það eldist eins og myndasagan hér til hliðar sýnir. „Ég á tvo litla stráka, annan fæddan síðasta sunnu- dag, og mér sýnist þetta ástand núna eiga eftir að lenda á þeim. Sektirnar lenda á þeim sem hafa ekk- ert unnið til saka á meðan ekki er hróflað við þeim sem stóðu fyrir þessu.“ Myndasögurnar eru ekki teiknaðar af Henrý held- ur vinnur hann ljósmyndir í tölvu og lætur þær líta út fyrir að vera teiknaðar eða málaðar. „Ég hef haft áhuga á myndasögum frá því ég var krakki, var allt- af að lesa Viggó viðutan,“ segir Henrý sem getur vel teiknað að eigin sögn þótt hann velji þessa aðferð. Myndasögurnar fóru að birtast á bloggsíðu Hen- rýs um miðjan nóvember og reynir hann að setja inn eina á dag. „Ég ætla að reyna að halda áfram að setja eina sögu inn á dag, enda er pressa á mér núna að halda þessu gangandi eftir að heimsóknum á síð- una fór fjölgandi.“ Alvaran í gríninu Henrý Þór Baldursson gagnrýnir ráðamenn með beittum myndasögum Háðsádeila Fjármálaráðherra er einn þeirra ráðamanna sem Henrý Þór hefur tekið fyrir. henrythor.blogspot.com ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Kimi Re- cords hefur ákveðið að taka ekki þátt í Íslensku tónlistarverðlaun- unum í ár en tilnefningar til verð- launanna verða kynntar hinn 12. desember næstkomandi. Baldvin Esra Einarsson, framkvæmdastjóri Kimi, segir að tvennt komi til. „Ann- ars vegar hugnast okkur ekki að keppa í tónlist þar sem þátt- tökugjalds er krafist eins og um bridsmót sé að ræða og hins vegar lítum við á þetta sem samkomu þar sem megintilgangurinn er að auka jólasöluna. Hátíðin markar eins- konar hápunkt „bransans“ sem hef- ur hingað til ekki verið okkur mjög hliðhollur og því sjáum við ekki til- ganginn með því að taka þátt í hátíð- inni.“ Ekki að gefa skít í bransann Aðspurður hvort það sé ekki eðli- legt að allar útgáfurnar komi að kostnaði við hátíðina segir Baldvin að það séu margir sem komi að kostnaðinum og þar á meðal fyr- irtæki sem kosta útsendinguna. „Svo má í þessu sambandi líta á Kraums- verðlaunin sem veitt voru í síðustu viku en þar voru tilnefndar plötur beinlínis keyptar af okkur.“ Baldvin tekur það sérstaklega fram að með þessu séu þeir ekki „að gefa skít í bransann“ eins og hann orðar það, heldur eigi útgáfustefna Kimi Re- cords einfaldlega mjög fátt sameig- inlegt með útgáfustefnum stærri plötufyrirtækja og þar af leiðandi hátíðinni. Þegar Pétur Grétarsson, fram- kvæmdastjóri Íslensku tónlist- arverðlaunanna, er inntur eftir við- brögðum segir hann að það sé litlu við þessa ákvörðun Kimi að bæta. „Hann [Baldvin] nefndi nú bara við mig að þeir væru í lausafjárþurrð og hefðu þess vegna tekið þessa ákvörðun og það er skiljanlegt í þessu árferði.“ hoskuldur@mbl.is Hápunktur „bransans“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Agent Fresco Sveitin er ein þeirra sem vel hefðu komið til greina sem bjartasta vonin. Kimi mun ekki tilnefna plötu sveitarinnar til verðlaunanna. Kimi Records ekki með í Íslensku tónlistarverðlaununum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.