Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Side 15

Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Side 15
13 lækka launin. Jeg skal eigi um það dæma, hvort þetta sje rjett að öllu leyti, en sumpart hefir það sennilega við rök að styðjast. Kröfur samningsnefnd- ar Eimkipafjelagsins um niðurfærslu á kaupinu voru bygðar á þessum grundvelli, og til árjettingar var bent á þá lækkun dýrtíðarinnar sem varð á síðasta samningstímabili. Fyrir hönd Vjelstjórafjelagsins mætti jeg og hr. Ágúst Guðmundsson rafstöðvarstjóri. Á tveimur iöngum fundum var málið rætt frá ýmsum hliðum. Eins og gefur að skilja var einungis vörn af okkar hendi. Skal jeg eigi um það dæma, hvernig okkur tókst vörnin, læt aðra um það, en niðurstaðan var þessi: Kaup og dýrtíðaruppbót, sem áður var, var breytt í fastan kauptaxta og þar frá dregið 5%. Er það kaupið fyrir yfirstandandi ár auk aldurshækkun- ar, sem sje aðskilin frá kaupinu, en fylgi sömu regl- um og áður. Samið var til þriggja ára, ber að hækka eða lækka kaupið samkvæmt búreikningsvísitölu hag- stofunnar frá 1. otkóber þ. á. á sama hátt og tekið er fram í öðrum samningum sem gerðir voru á síðast- liðnu hausti um sama efni. Launalækkunin nam frá 5 til rúmlega 6% eftir kauphæð, mest hjá þeim hæst- launuðu. Aðrar greinar samningsins haldast ó- breyttar. Jeg skal taka það fram, að við samningsmenn höfð- um engar ákveðnar fundarsamþyktir við að styðjast. Löglegur stjórnarfundur varð eigi haldinn áþeimtíma sem samningar stóðu yfir. Jeg leitaði álits vjelstjór- anna, sem áttu hlut að máli, eftir því sem jeg gat, en einkum var það venjan sú, að stjórnin hefði

x

Ársrit Vélstjórafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Vélstjórafélags Íslands
https://timarit.is/publication/738

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.