Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 38

Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 38
36 greinin verður að stílast upp og ritast með meir viðeigandi orðum. Virðingarfylst í gerðardómsnefnd Vjelstjórafjelags Islands, ritað í júlí 1924. Ellert Árnason, Pjetur Jóhannsison Haraldur Andrjesson. Ofanritaður gerðardómur hefði að rjettu lagi átt að birtast í skýrslu fjelagsins síðastliðið ár, en af sjerstökum ástæðum fórst það fyrir; eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á því. Með neðanskráðri breytingu á 12. gr. skýrslunnar frá 1921, höfum vjer reynt að uppfylla þau skilyrði, en nefndur gerðardómur setur oss. 12. gr. með breytingunni: Samningur við F. í. B.: „Samningnum 1921 er hald- ið óbreyttum til 1. okt. þrátt fyrir margítrekaðar til- raunir frá útgerðarfjelagsinsi hálfu, að fá þeim breytt ossi í óhag. í október takast umræður um samningana fyrir árið 1922. Átti fjelagið í hörðum deilum útaf samningunum. Eru þeir til umræðu á sjö fjelagsfundum og fjórum stjórnarfundum. Formað- ur hjelt fast fram þeim kröfum, sem hlutaðeigandi meðlimir höfðu samþykt á fjelagsfundum, að falla aldrei frá, en standa um þær sem einn maður. Eftir langar umræður hafði hann von um að koma flestum kröfum þeirra inn í samningana. En er svo var kom- ið, notuðu útgerðarmenn fjarveru hans til þess að rægja hann á svívirðilegan hátt við fjelag vort, og

x

Ársrit Vélstjórafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Vélstjórafélags Íslands
https://timarit.is/publication/738

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.