Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Page 39

Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Page 39
37 kröfðust þess, að aðrir tækju þegar upp samninga- tilraunir. Ákvað fjelagsfundur að verða við tilmæl- um þeirra, og sendi nefnd manna, í ,stað fonnanns, til samningsfundar. Undirritaði nefndin núverandi samninga“. Sjeu launaákvæði samnings þessa borin isaman við þær kröfur sem undanfarnir fjelagsfundir höfðu gert, og formaður hafði von um að fá framgengt, ef fullur vilji og samheldni fjelagsmanna stæði á bak við, þá verður því eigi neitað að árangurinn var fremur ljelegur. Enda allfjærri þeim vonum sem menn höfðu gert sjer í fyrstu. Það sem vjer verðum þó einkum að átelja í fram- kvæmd þessa máls, er það, að varaformaður er sett- ur í stað formanns við umrædda samningagerð. Enda þótt nefndin hafi þar sumpart stuðning af fundar- samþykt, þá var hún vel vitandi þess, að hin hörðu orð útgerðarmanna í garð formanns, miðuðu eink- um að því, að rýra álit hans sem leiðtoga Vjelstjóra- fjelagsins. Nefndinni (sem hinum nýkosna aðila í þessu máli) bar því skylda til að hreinsa fjelagið af þeirri vanvirðu, sem það í augum útgerðarmanna var, að hafa sent formann til samningsfunda. En það var einungis hægt með því, að láta formann í viðurvist útgerðarmanna, gera grein fyrir málafærslu sinni, enda var með því haldið þræðinum í samningamál- inu, sem ella hlaut að mestu að slitna þegar alveg nýir menn tóku við. Að varaformannii álöstuðum, gat hann, í þessu máli, engan veginn komið í stað hins eiginlega formanns. Mátti hinni háttvirtu nefnd vera

x

Ársrit Vélstjórafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Vélstjórafélags Íslands
https://timarit.is/publication/738

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.