Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Síða 42

Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Síða 42
40 og' umhyggju, og sýnir það ekki síst mannkosti hans og göfuglyndi. Sigurður byrjaði ungur að stunda sjóinn, og er hann hafði siglt um hríð, tók hann fyrir að gerast vjelstjóri, lærði járnsmíði hjá H. Hansen í Reykja- vík, gekk síðan á Vjelstjóraskóla fslands og útskrif- aðist þaðan vorið 1920. Þá gerðist hann meðlimur Vjelstjórafjelags íslands og var það til dauðadags. Þegar að loknu námi rjeðst hann 2. vjelstjóri á e/s ARA og tók skömmu síðar við 1. vjelstjórastöðunni, sem hann gegndi með stakri kostgæfni, þar til dauð- inn kallaði hann svo snögglega frá starfinu, þótt ekki yrði Ægir honum að fjörtjóni. Mjög einkendi það Sigurð heitinn, hve einbeittur hann kepti að því marki, er hann eitt sinn hafði sett sjer, og sjerstaklega er þeim, er þetta ritar, það minnisstætt, með hve miklu kappi hann sótti námið, er hann var að búa sig undir lífsstarf sitt, og átti hann þó við ýmsa örðugleika að etja. Enda tókst honum að ná markinu: að verða í raun og sannleika góður vjelstjóri, sem ávalt mátti treysta, ef á reyndi. Sigurður var einn þeirra fáu manna, er ávalt meta starf sitt meira en sjálfa sig, og væri margt betur farið með þjóð vorri, ef hún ætti meiri hluta sona sinna með slíku hugarfari. Blessuð sje minning hans. — Stjettarbróðir.

x

Ársrit Vélstjórafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Vélstjórafélags Íslands
https://timarit.is/publication/738

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.