Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1966, Page 17

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1966, Page 17
15 Lyfjaforgjöf Ritnefnd árbókar Tannlæknafélags fslands hefur mælzt til þess, að ég skrifaði eitthvað um lyflækningar tannlækna í ár- Lókina. Mér er að sönnu ljúft að verða við þessu, en vil þó strax geta þess, að mig skortir þá sérþekkingu, sem til staðar þyrfti að vera, svo gera mætti þessu efni nægilega góð skil. hó vil ég eftir 16 ára „setu“ í lyfjanefnd T.F.t. gjarnan ^eggja fram minn skerf, þó ekki væri nema til þess að reyna a<*> glæða aftur áhuga tannlækna, einkum þeirra eldri, á lyfja- íræði og lyfjagjöf. Með lyfjareglugerðinni frá 1950 var tvimælalaust stigið sPor í þá átt, að drepa niður áhuga íslenzkra tannlækna á að fylgjast með nýjungum og framförum í lyfjaframleiðslu og Lyflækningum. þar sem lyfjareglugerðin sneið þeim svo þröng- an stakk, hvað lyfjagjöf snerti, að þekkingarleit tannlækna a lyfjasviðinu kom sjúklingum þeirra raunverulega að óveru- legu gagni. Með hinni nýju lyfjareglugerð frá 1964 hefur þetta breytzt m)ög til batnaðar, — þökk sé þeim, er að því stuðluðu. Á næst- Unni má vænta frekari endurbóta á núverandi reglugerð um tannlaeknalyf. Einnig er hægt og sigandi unnið að vissri samræmingu á lyfjum, lyfjagjöf og lyfjakennslu tannlækna fyrir öll Norð- Urlöndin af norrænni lyfjanefnd tannlækna. Einn veigamikill þáttur i lyflæknisstörfum tannlækna er svokölluð „Praemedication“ eða lyfjaforgjöf. Flestir sjúklingar, er leita til tannlæknis í fyrsta sinn, eru haldnir vissir eftirvæntingu eða jafnvel kvíða; eru í meiri

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.